Leita í fréttum mbl.is

Kjarvalsmálið

Ég hef fylgst svolítið með þessu Kjarvalsmáli þar sem afkomendur Kjarvals heitins leita leiða til þess að fá sinn réttmæta arf.

Ég segi það já, því ég hélt í fávisku minni að lögum samkvæmt mætti enginn gera börn sín algerlega arflaus.

En það á greinilega ekki við þegar um mikla listamenn og háar fjárhæðir eru að ræða. Að ég tali nú ekki um þegar um þjóðararf, afsakið borgararf er að ræða.

Því ljóst er að það var Reykjavíkurborg sem hlaut þessa geysiverðmætu gjöf en ekki landið allt. 

Mér skilst að Kjarval hafi gefið verk sín til borgarinnar árið 1968 en á því ári var hann að því er mér er sagt á geðdeild Borgarspítalans þáverandi.

 Hvernig stendur á því að í svona mikilsverðu máli skuli hafa verið tekið mark á því að maður sem ekki var með fullum sönsum gefi frá sér aleigu sína og það ekki neina venjulega 'aleigu'   heldur dýrmætan fjársjóð?

Mér finnst það svolítið undarlegt því í þessu þjóðfélagi er undir flestum kringumstæðum ekki mikið mark tekið á þeim mönnum sem eru orðnir eitthvað andlega skertir. 

En gott er að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband