Leita í fréttum mbl.is

Gagnrýnin


Reykvíski álftaflokkurinn frumsýndi óvænt ballettinn Svanavatnið á Reykjavíkurtjörn síðastliðinn sunnudag.
Hlaut sýningin góðar undirtektir áhorfenda sem mestmegnis var fólk að gefa öndunum brauð.

Með eðlislægum þokka og óaðfinnanlegri tækni lyftu hinir tignarlegu svanir verkinu upp í hæstu hæðir svo unum var á að horfa.
Tónlistin við verkið var flutt af hinni feykivinsælu Stórsveit miðborgarinnar með gjallandi lúðrum lögreglubifreiða í bland við flaututóna strætisvagnanna og klingjandi klukknahljómum frá Dómkirkjunni.

Síðast en ekki síst myndaði hið hefðbundna grámóskumistur frá umferðinni í kvosinni hina fullkomnu umgjörð um þetta sígilda meistaraverk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Yndisleg lýsing! Óvæntar uppákomur náttúrunnar (sem eru samt fyrirsjáanlegar) eru oft mesta og stærsta listin ....

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 10.4.2009 kl. 13:31

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk fyrir það nafna mín. Náttúran er fyrirmynd allra lista, held ég fram.

Svava frá Strandbergi , 10.4.2009 kl. 16:26

3 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Falleg sýning sem þú hefur fengið þarna mitt í hringiðu borgarhraðans og hávaðans. Algjör sáluhjálp að hafa svona tjörn í miðri borginni, allavega fyrir þá sem kunna að njóta eins og þú gerir greinilega

Ragnhildur Jónsdóttir, 14.4.2009 kl. 20:02

4 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Já, Raghhildur, Tjörnin er yndisleg og allra meina bót. 

Svava frá Strandbergi , 14.4.2009 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband