6.4.2009 | 12:07
Þessi heimur okkar er helvíti fyrir margar konur
Hvers eiga konur að gjalda, mér er spurn?
Konur eru giftar nauðugar, seldar til kynlífsþjónustu oft barnungar og stundum myrtar í kjölfarið, nú eða þá að það er bara dundað við að misnota þær kynferðislega heima fyrir af feðrum, öfum, bræðrum, frændum eða öðrum heimilisvinum, þær eru barðar sundur og saman af eiginmönnum sínum eða kýldar í klessu, ófáar eru drepnar með því að hellt er yfir þær sjóðandi olíu af tengdafólki sem er óánægt með heimamundinn er fékkst með þeim. þær eru slegnar í rot af húsbónda sínum og á meðan þær liggja í rotinu sparkar hann í brjóstin á þeim fullum með mjólk, svo þær fá lífshættulega eitrun í þau eftirá, þær eru grýttar í hel af óðum múg , umskornar 6 til 10 ára gamlar, ódeyfðar að sjálfsögðu, snípurinn er skorinn burt og einnig stór hluti skapabarmanna og sköpin síðan saumuð kyrfilega saman, sem eiginmaðurinn á svo að skera sundur og opna á brúðkaupsnóttina, en þessi meðferð er eingöngu gerð með það í huga að konan geti ekki notið ásta og verði því manni sínum trú, margar stúlkur deyja í kjölfar aðgerðarinnar úr blóðeitrun, þeim er haldið í gíslingu inni á heimilum sínum þar sem farið er með þær sem vinnuþræla í eigin húsum , þær fá ekki nein yfirráð yfir börnum sínum, eru reknar allslausar út af heimilinu ef kallinn ákveður að skilja við þær, niðurlægðar andlega á allan annan hátt t.d. með því að þær fá engin ráð yfir fjármálum heimilisins, fylgst er með ferðum þeirra, ef þær þá fá leyfi til þess að fara út á annað borð, þær fá ekki að velja sér sína eigin vini, er meinað að ganga í skóla, þær eru skyldaðar til þess að hylja hár sitt, andlit og allan líkama sinn fyrir öðrum en eiginmanninum, innrætt að þær séu heimskar, ljótar, feitar eða of gamlar
og í mörgum tilfellum einfaldlega myrtar til þess að 'verja heiður fjölskyldunnar'???
Og það liggur við að ég haldi því fram að það sé skásti kosturinn fyrir sumar konur. Þá losna þær alla vega frá þessu djöfla svínsrembu ægivaldi sem feðraveldið er og hefur verið um aldir alda. Og heimurinn horfir á og gerir ekki neitt. Einfaldlega af því að heiminum er stjórnað af körlum.
Myrti systur sína undir yfirskyni sæmdarmorðs" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Guðný,
Já þetta eru samfélagseinkenni og hátterni sem Feminista flokkurinn Vinstri Grænir leggja blessun sína yfir þegar þeir lýsa yfir stuðningi við Íslömsk samtök á borð við Hamas og Hizbollah og málstað þeirra. Þessi samtök líta einmitt á konur sem verur sem umgangast skuli af virðingu skör lægra en úlvalda.
Vöndum vina valið!
kv,
Umhugsun.
Umhugsun (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 14:02
Sem betur fer erum við ekki allir svona viðurstyggilegir.
Ég myndi aldrei hugsa mér að koma svona fram við konur.
Heima hjá mér elda ég jafnt á við unnustu mína.
Ég strauja mínar eigin skyrtur.
Ég fer alltaf út með hundinn 5-6 sinnum á dag (hann er með litla þvagblöðru).
Ég færi henni blóm 1-2 í viku.
Ég hjálpa henni með námið þegar hún þarf þess.
Þetta er bara daglegt og eðlilegt líf fyrir mér.
Ég er ekki að leitast eftir hrósi eða klappi ég er bara að reyna að sýna fram á það að við erum ekki allri skrímsli og skeppnur.
Bjössi (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 16:14
Ég er ekki í Vinstri Grænum þú þarna sem felur þig bak við dulnefnið, Umhugsun.
Aftur á móti er ekkert athugavert við femínísmann.
Í sinni tærustu mynd stendur femínisminn fyrir sömu mannréttindum fyrir konur jafnt sem karla. Enda ekki vanþörf á því. Eða finnst þér það ekki?
Sæll Bjössi. Sem betur fer eru ekki 'allir karlmenn svona viðurstyggilegir' eins og þú orðar það.
þú ert greinilega fyrirmyndar sambýlismaður og kemur vel fram við kærustuna þína eins og sjálfsagt er.
En því miður er heimurinn enn í höndum gamla karlaveldisins og meðan svo er eiga konur undir högg að sækja í mörgum samfélögum og þá á ég jafnt við vestræn sem austræn ríki.
Svava frá Strandbergi , 6.4.2009 kl. 17:29
Sem betur fer er heimurinn ekki allur eins og það er til ljúft fólk sem vill vel og kemur vel fram. Því miður þá eru menningarbrot annara óskiljanlegt okkur hinum sem höfum barist fyrir jafnrétti kynja.
Það er ekkert eðliegra en jafnrétti allra vera á jörðinni og eigum við langt í land með að finna því horf.
Kærleikskveðja til þín Guðný mín inn í páskahátíðina!
www.zordis.com, 8.4.2009 kl. 18:30
Kæra Zordís. Satt segir þú að heimurinn er ekki allur eins og auðvitað er hann líka fullur af fjölmörgu ljúfu fólki eins og til dæmis þér.
En það er blóðugt hvernig öfgatrúar múslimar koma fram við þær mannverur sem til kvenkyns teljast eins og t.d. segir frá í fréttinni sem varð tilefnið að þessum skrifum mínum .
Ég sé bókstaflega alltaf rautt þegar ég les um svona djöfullega meðerð sumra þessara 'sanntrúuðu' Allah dýrkenda, á konum.
Kærleikur til þín Zordís mín og þinnar indælu fjölskyldu um þessa páskahátíð.
Svava frá Strandbergi , 8.4.2009 kl. 23:42
Kæra Guðný, níðngsskapur er sorglegur en ég tek líka undir bjartsýn orð Zordísar.
Sigurður Þórðarson, 18.4.2009 kl. 08:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.