og notaði augnahárabrettara til þess að sveigja upp efri augnhárin. Það lá við að augun á manni litu út eins köngulær með ólteljandi lappir eftir að herlegheitin höfðu verið vandlega límd niður með hjálp flísatangar og einhvers 'súperglús.' Samt áttu gerviaugnhárin það til að detta af þegar síst skyldi, eða þá að þau rétt héngju á, lafandi hálf niður á miðjar kinnar.
En síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. En í dag eru til lyf við öllu mögulegu sem tengist útlitinu. Kollagen krem t.d. sem á að smjúga undir húðina og byggja upp rýrnandi kollagen sem á annars að halda húðinni stinnri og frísklegri. En læknar segja samt að þau krem geri akkúrat ekkert gagn frekar en önnur hrukkukrem sem konur bera á sig í tonnatali. En hversu mikið er að marka lækna?
Nú svo eru auglýst undrakrem sem bera skal á varirnar til þess að gera þær þrýstnari og kyssilegri. Já og meira að segja krem með svipaða verkun sem á víst að lyfta brjóstunum og gera þau stinnari.
Krem til þess að eyða sliti á maga eftir barnsburð er líka til og á að byrja að smyrja því á mallakútinn allt frá því hann byrjar að bunga út. En þannig krem hafa nú verið á markaði í áratugi.
Krem af allskonar gerðum hafa verið notuð af kvenþjóðinni til fegrunar í þúsundir ára. Flest öll eru þau upprunnin í jurtaríkinu, því konur voru naskar á að finna þær plöntur sem gögnuðust til þess að bæta útlitið. Þær sem höfðu efni á, eins og hin fræga og klára drottning Kleópatra böðuðu sig jafnvel upp úr ösnumjólk alsnaktar til þess að mýkja og lýsa húð sína.
Það kemur fyrir ekki þó einhverjir hneykslist á kvenpeningnum vegna hégómans, því konur eru og verða konur og svífast vel flestar einskis til þess að líta vel út í augum karla. Annars þarf ekki karlþjóðina til, því sumar konur vilja líta vel út eingöngu fyrir sig sjálfar og það finnst mér langsniðugast.
Það er umhugsunarvert að nú á dögum eru það nær eingöngu karlar sem finna upp þessi nýju undrakrem og aðrar snyrtivörur. (Sem sagt þeir eru eftir allt saman ekki ánægðir með okkur eins og við erum frá náttúrunnar hendi) Hvað eru svo sumir karlar að agnúast út í þær konur sem að nota þessa framleiðslu??
Lyf sem lengir augnhár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Af mbl.is
Erlent
- Trump náðar stuðningsmenn sína
- Gert að sæta upptöku úra og gulls
- Játaði allt á fyrsta degi
- Gullöld Bandaríkjanna hefst núna
- Skutu pilt fyrir sveðjuatlögu
- Tilfinningaþrungin stund: Hafa endurheimt lífið
- Biden náðar fyrir fram
- Trump tekinn við sem forseti Bandaríkjanna
- Beint: Trump sver embættiseið
- Hundruð sænskra hermanna til Lettlands
Athugasemdir
Nú skil ég þetta með Zóu og asnana! Ertu búin að heyra eitthvað frá henni í Grikklandinu?
Flott færsla um fegurð sem kemur jafnt að innan sem að utan!
www.zordis.com, 16.1.2009 kl. 20:41
Hahahaha! Þú ert alveg heimsmet Zordís. Ég skildi fyrst ekkert hvað þú áttir við með að nú skildir þú þetta með Zou og asnana. En svo rann uppp fyrir mér ljós. Auðvitað! Já, ég fékk langt bréf frá henni á netinu. Skammast mín fyrir að vera ekki enn búin að svara henni.
Svava frá Strandbergi , 16.1.2009 kl. 21:02
Ég þurfti aldrei að nota slíkt skemmtileg færsla Guðný mín. Knús
Kristín Katla Árnadóttir, 17.1.2009 kl. 11:54
Knús til þín líka Katla mín
Svava frá Strandbergi , 17.1.2009 kl. 12:07
já eins og það eru flestir karlmenn sem skapa týskuna á módelin sem eru blessuð að detta sundur úr hor., föt fyrir litla drengi
Knus
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 17.1.2009 kl. 20:33
Enda eru þeir flestir hommar þessir tískuhönnuðir Steina svo það er ekkert skrýtið að þeir skapi föt á drengi. Annars hef ég ekkert á móti hommum né bisexual fólki.
Annars byrjaði þessi renglutíska nú með modelinu heimsfræga Twiggy. Áður en hún kom til sögunnar voru modelin í þokkalegum holdum. Eitt model The shrimp eins og hún var kölluð var eitt þekktasta model í heimi þegar Twiggy kom fram á sjónasviðið. Hún sagði í öfundssýki sinni gegn Twiggy að þessi hortíska væri bara tískubóla sem myndi hverfa fljótlega. En fáir muna eftir The shrimp nú á dögum en allir vita hver Twiggy var og er.
Svo maður spyr sig, var Twiggy sem sköpuð fyrir hommahönnuðina eða er þetta bara tilviljun að hún varð fræg? En holdafar kvenna hefur nú verið breytilegt í gegnum aldirnar. Þegar Renoir var uppi málaði hann akfeitar konur, en þá þótti flottast að vera feitur.
Ég held að þessi renglutíska hafi eitthvað með jafnrétti kynjanna að gera, að konur vilji vera líkari körlum í varxtarlagi. Annars er ekki hægt að neita þvi háu og grönnu stúlkurnar bera föt betur uppi en þær sem eru í eðlilegum holdum, sérstaklega í sjónvarpi sem gerir alla helmingi feitari en þeir eru.En tískan er svo sannarlega harður húsbóndi.
Knús til þín
Svava frá Strandbergi , 18.1.2009 kl. 01:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.