Leita í fréttum mbl.is

Jól


Ert þú
-í raun og veru - sonur Guðs?
Spyr fréttamaðurinn í sjónvarpinu
Jesúm Krist.
Það eru þín orð, svarar Frelsarinn,
með bros á vör.

Jólatréð er sofnað,
það hallast ískyggilega
á aðra hliðina
og mér flýgur í hug
- hvort það
hafi líka stolist í sherryið
sem var falið í þvottavélinni
á jólanótt.
Rauð könguló
er snyrtilega bundin um topp þess
en gulir götuvitar
lýsa dauflega á slútandi greinum.

Úti sitja hrafnar
á ljósastaurunum
krunkandi
eftir feita hangikjötinu
sem við hentum í ruslið
á aðfangadagskvöld.

Á svörtum himni
skín einmana- óljós
- stjarna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk og Gleðileg jól Ægir.

Svava frá Strandbergi , 21.12.2008 kl. 01:30

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sendi þér og þinum óskir um

Gleðileg jól

Sigurður Þórðarson, 22.12.2008 kl. 17:45

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Alger snillingur ertu alltaf hreint.

Jólafaðmlag til þín, nafna mín. 

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 22.12.2008 kl. 23:03

4 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Jólafaðmlag til þín líka nafna mín.

 Gleðileg jól Sigurður til þín og þinna.

Svava frá Strandbergi , 23.12.2008 kl. 01:31

5 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Gleðileg jól kæra vinkona njóttu hátíðanna

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 25.12.2008 kl. 00:55

6 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Gleðileg jól sömuleiðis kæra Ása Hildur og eigðu góð jól.

Svava frá Strandbergi , 25.12.2008 kl. 02:40

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gleðileg jól og áramót Guðný mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 27.12.2008 kl. 13:51

8 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

JólaLjós í hjartað þitt frá mér í Lejrekotinu !

s

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 27.12.2008 kl. 22:42

9 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Jólaljós í þitt hjarta Steina frá mér.

Svava frá Strandbergi , 28.12.2008 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband