Leita í fréttum mbl.is

'Sumri hallar hausta fer'

Haustvísa

Sumri hallar, hausta fer,

heyrið snjallir ýtar,

hafa fjallahnjúkarnir

húfur mjallahvítar.

dsc1_winter_watercolor_696077.jpg

                     'Vetur'. Vatnslitir.

 Það hefur haustað snögglega hérna á Landinu okkar góða undanfarið og það í tvennum skilningi . Laufin hafa visnað og fallið af trjánum og verðgildi krónunnar og hlutabréfin hafa visnað enn hraðar og fallið líka. Og fall þeirra var mikið.

Nú getum við aðeins vonað og treyst því, að líkt og vorið kemur til okkar aftur og trén skarta enn á ný grænum laufum, muni jafnframt fjárhagur lands og lýðs vænkast og grænka til samræmis við það. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband