11.10.2008 | 12:33
Manni vöknar nú bara um augu
Enn og aftur hafa Færeyingar sýnt vinarhug sinn í verki gagnvart okkur Íslendingum. Við þurfum svo sannarlega að styrkja bræðraböndin við þessa þjóð sem er svo náskyld og nátengd okkur. Og sýna þeim samstöðu ef þeir einhvern tíma í framtíðinni ákveða að losa sig við Dani sem sína 'herraþjóð'.
;Færeyingar hæðast heldur ekki að okkur með því að standa fyrir söfnunarátaki með sparibauka í hendi , merktum rækilega með íslenska fánanum og sjá til þess að slík uppákoma rati á veraldarvefinn.
Það er fyrir neðan þeirra virðingu að standa fyrir slíkum trúðslátum.
.Annars verð ég einnig að segja það svona í framhjáhlaupi, að mér finnst það stórundarlegt að á okkar tímum skuli Danir ennþá vera með nýlendustefnu í gangi gagnvart Færeyingum og Grænlendingum, þegar allar aðrar þjóðir hafa fyrir löngu séð sóma sinn í því að gefa slíka 'einokunaráráttu'' upp á bátinn.
Allir vita jú að nýlendustefnan hefur alltaf gengið út á það að hafa eitthvað upp úr þeim þjóðum sem fyrir henni verða. Og eftir nokkru er að slægjast, því Færeyingar og Grænlendingar eiga kannski olíu, ekki satt?
Vinarkveðja frá Færeyjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson
Athugasemdir
Rétt Guðný, Færeyingar eru elsulegt og hjartahlýtt fólk.
Sigurður Þórðarson, 11.10.2008 kl. 12:55
Veistu að alltaf þegar minnst er á Færeyjar fæ ég hroll. Helgislepjan og trúarofstækið er með endemum og þá er ég að tala um nornaveiðar þeirra gagnvart samkynhneygðu fólki. Gef lítið fyrir frændsemi við það fólk. Allavega ekki fyrr en það þroskast aðeins hvað umburðarlyndi snertir. En get vel tekið undir með þér hvað varðar stefnu Dansksins.
Simbi Sæfari (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 12:58
Færeyingar eru eitthvað með seinni skipunum til að viðurkenna samkynhneigð satt er það. Enda lítil eyþjóð sem heldur fast í gamla siði. Eru í dag ekki svo ólíkir okkur Íslendingum fyrir örfáum áratugum að þessu leyti. Þegar Hörður Torfason hrökklaðist úr landi vegna ofstækis í hans garð frá samlöndum sínum vegna kynhneigðar sinnar. En batnandi mönnum er best að lifa og ég trúi því að Færeyingar átti sig eins og við gerðum, eftir einhverja áratugi.
Svava frá Strandbergi , 11.10.2008 kl. 13:23
Allur stuðningur er vel þeginn og ég kann afskaplega vel við fólkið sem í Færeyjum býr!
Finnst hins vegar leitt hvernig þeir taka á málum samkynhneigðra en það er varla öll þjóðin heldur það brot sem sker sig úr!
Áfram Færeyjar, Ísland og samkynhneigðir!!!
www.zordis.com, 11.10.2008 kl. 14:11
Ég hef ákveðið að afneita dönskum genum mínum.
Ég elska Færeyinga og Færeyjar.
Góðar nöfnukveðjur til þín!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 12.10.2008 kl. 01:14
Áfram Ísland og Færeyjar!!!! Og bara allir!! sSma hvort þeir eru gagnkynhneigðir, samkynhneigðir eða beggja blands.
Ég elska líka Færeyjar nafna, þó ég hafi aldrei komið þar. En það er mín heitasta ósk að komast að minnsta kosti til Torshavn og ganga um þröngar göturnar í gamla bænum með öllum krúttlegu húsunum með torfþökunum. Svo er ég líka Vestmannaeyingur og Færeyjar minna mig einhvern veginn svo á Eyjar. Ég er víst komin af langmæðratali, af Den danske helt, det vil sige Daniel Rantzauw, en nú vil ég nú helst gleyma því í bili.
Svava frá Strandbergi , 12.10.2008 kl. 03:36
Hef alltaf elskað Færeyinga og enn meira núna! Ég fékk tár í augun þegar ég las þetta, áttaði mig á því hvað ég hef tekið nærri mér þessar árásir á Ísland undanfarið.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.10.2008 kl. 19:26
Við höfum þá grátið í kór þegar við lásum þetta Gurrí. Færeyjar þetta litla land er eina þjóðin í öllum heiminum sem sýnir okkur Íslendingum samstöðu og samúð.
Svava frá Strandbergi , 20.10.2008 kl. 00:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.