Leita í fréttum mbl.is

Tvær sýningar í gangi í einu

1svava_strandberg_i_ra_husinu_661078.jpg

Ásdís Sigurðar. bloggvinkona tók þessa fínu mynd af mér á opnuninni á samsýningunni okkar bloggvinkvennanna í Ráðhúsinu 30. ágúst sl.
By the way, ég er búin að selja bláu myndina 'Jökulheimar', sem er hægra megin við mig á myndinni og líka eina litla mynd,  sem heitir 'Sólheimajökull'

Næst á dagskrá eða 12. september opnar svo einkasýningin mín í Gerðubergi, svo það er í nógu að snúast hjá mér þessa dagana.
Á sýningunni í Gerðubergi verð ég með myndir sem ég teikna blindandi með svörtu tússi, og sumar blindandi og eftir minni.Svo verða líka nokkrar vatnslitamyndir til að fylla upp í.

Þakka ykkur öllum sem komuð á opnunina hjá okkur bloggvinkonunum í Ráðhúsinu. Það var bara rokna stuð í þessu hjá okkur!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Endilega, Ester.

Svava frá Strandbergi , 4.9.2008 kl. 00:27

2 Smámynd: www.zordis.com

Glæsilegt, til hamingju!

Ég var að horfa á spegilslétta tjörnina áðan og sá litla andarassa og fjúkandi fiður á yfirborðinu, svo mikið að ég fór að hnerra.

Ég mæti á sýninguna og sendi þér meil í kvöld!

www.zordis.com, 4.9.2008 kl. 19:03

3 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk Zordís. Til hamingju líka með þína fínu sölu í Ráðhúsinu. Ég gat ekki seent Gerðubergi heimilisfangið þitt, til að senda þér boðskort. svo ég býð þér hér með. Læt þig vita seinna klukkan hvað sýningin opnar 12.september.

Svava frá Strandbergi , 4.9.2008 kl. 21:46

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Flott mynd af þér Guðný mín flott sýning hjá ykkur.

Kristín Katla Árnadóttir, 5.9.2008 kl. 11:06

5 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk Katla mín

Svava frá Strandbergi , 6.9.2008 kl. 14:50

6 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Sýningin hjá okkur bloggvinkonunum í Ráðhúsinu, Anna,  stendur yfir til 14.september.

En einkasýningin mín í  Menningarmiðstöðinni  Gerðubergi stenur yfir í 8 vikur. Til 4. eða 8. nóvember minnir mig.
Ég býð auðvitað þér og öllum öðrum bloggvinum, eða þeim sem vilja líta við,á opnunina Ég auglýsi hana betur seinna.

Kær kveðja

Guðný Svava

Svava frá Strandbergi , 6.9.2008 kl. 14:57

7 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

til hamingju með þetta. þú ert svo fín á myndinni.

kærleikur til þín frá lejrekotinu.

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 6.9.2008 kl. 16:34

8 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk, Steina. En til hamingju líka með sýninguna sem þú varst með eða ert kannski með ennþá?

Kærleikur til baka til þín og til Lejre kotsins.
Ég las það einhvers staðar, að í fornöld hefðu konungar búið í Lejre. Man ekki hvar ég las það. En mig langar að fræðast meira um þetta.

Svava frá Strandbergi , 7.9.2008 kl. 03:08

9 Smámynd: Agný

Fittaði..ég var norðan heiða á heimaslóðum þennan dag...arg...

Agný, 7.9.2008 kl. 06:51

10 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Agný, sýningin er ennþá opin.

Svava frá Strandbergi , 7.9.2008 kl. 11:42

11 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Ég held að Ásdísi hafi tekizt að mynda áruna þína líka...amk hluta af henni!!

Er búin að senda marga á sýninguna ykkar í Ráðhúsinu og fólk er hrifið.

Hlakka til að sjá þig í Gerðubergi!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 7.9.2008 kl. 15:04

12 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta var frábær hugmynd hjá ykkur bloggvinkonum að halda þessa sérlega skemmtilegu sýningu hjá ykkur. Ásdís Sigurðar á líka heiður skilið fyrir þessa flottu mynd af þessum glæsilega myndlistamanni.  Það veitir ekki af að lífga upp á ráðhúsið þessa dagana.  Bestu óskir!

Sigurður Þórðarson, 7.9.2008 kl. 17:44

13 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Sérðu eitthvað út úr árunni minni, eða þessa hluta af henni sem sést, nafna?
Hlakka líka til að sjá þig í Gerðubergi.

Bestu óskir til þín líka Sigurður Þ.

Svava frá Strandbergi , 8.9.2008 kl. 14:48

14 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Hér með ertu Klukkuð

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 8.9.2008 kl. 16:04

15 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk fyrir það Ása Hildur. En hvernig fer ég að?

Svava frá Strandbergi , 8.9.2008 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband