Leita í fréttum mbl.is

Lungnabólgufjandi eina ferðina enn

Skelfing er ég  orðin leið á sjálfri mér. Ég fór í göngutúra tvo daga í röð með vinkonu minni. Það var grenjandi rigning báða dagana og ég varð blaut í fæturna. Vaknaði svo  í morgun með bullandi lungnabólgu. Shit!!


Ég átti að fara til lungnasérfræðings í dag í áframhaldandi rannsókn á þessum blettum í lungunum. Á leiðinni til sérfræðingsins reif ég  svo, að sjálfsögðu, upp tilvísunina  frá heimilislækninum.
Þetta voru margar blaðsíður og þar rak ég augun í það, að talað var um einn blett  í  viðbót, sem mér hafði ekki verið sagt frá.

Ég vissi fyrir, að það voru tveir stórir blettir í lungunum og margir litlir og heimilislæknirinn hafði hringt fyrir nokkru síðan og sagt að rannsaka þyrfti þetta betur. Það væru einhverjar breytingar.
En í tilvísuninni var sem sagt líka talað um þennan blett sem ég hafði ekki haft hugmynd um og  sem sést hefði á hliðarmynd og væri hann aftur við hrygg.

Þegar ég kom svo á læknastofuna var mér sagt að ég kæmi á vitlausum  tíma og á vitlausum degi. Ætti að mæta á morgun, en ekki í dag. Alltaf jafn vitlaus og utan við mig.
En okey, ég talaði við heilsugæslustöðina og læknir þar lét mig á enn einn sýklalyfjakúrinn.

Hvernig endar þetta eiginlega? Auðvitað með því að ég drepst, því eitt getum við stólað á, í lífinu og það er það, að allir hrökkva upp fyrir á endanum.

Vona bara að ekki sé alveg komið að því strax, hjá mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Elska mín þetta er slæmt að heyra.

Kristín Katla Árnadóttir, 16.7.2008 kl. 17:33

2 Smámynd: www.zordis.com

Farðu varlega mín kæra!

Og bann við göngutúrum í rigningu þegar heilsan er veil.

Láttu þér batna!

www.zordis.com, 16.7.2008 kl. 18:50

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Neeeeeee, það er sko ekki komið að því, þú átt eftir að mála og yrkja af guðsnáðarkrafti! Góðan bata.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 16.7.2008 kl. 21:20

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Batakveðjur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.7.2008 kl. 22:05

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Æ, en leiðinlegt, vona að þér batni fljótt og vel og farðu vel með þig

Ásdís Sigurðardóttir, 16.7.2008 kl. 22:31

6 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

muna ullarsokka og gúmmístígvél næst í rigningargöngutúr.

Gangi þér vel á morgun

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 17.7.2008 kl. 01:20

7 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Þakka ykkur fyrir bataóskirnar, kæru konur.

Svava frá Strandbergi , 17.7.2008 kl. 05:24

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Lungabólgur geta verið þrálátar og jafnvel hættulegar og stundum er nauðsynlegt að nota fúkkalyf, þó það sé ekki gallalaust.                                       Ég veit samt að þetta á allt eftir að fara vel. 

Það er ýmislegt hægt að gera til að efla og styrkja ónæmiskerfið.    Immiflex fæst ekki á Íslandi en hefur farið eins og eldur í sinu um N-ameríku og NV-        Evrópu.                 

http://www.pharmanord.no/storage/PN/NO/immiflex.mpg

og síðar þetta um sama efni:

http://vefpostur.internet.is/Redirect/www.carepharma.net/video/BiotheraNo512kb.wmv 

Sigurður Þórðarson, 17.7.2008 kl. 08:11

9 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Já, lungnabólga getur verið þrálát, Sigurður. Þetta er í 8. sinn á nokkrum árum sem ég fæ þennan andskota og í hvert sinn hef ég þurft að fá sýklalyf. Meira að segja var ég í eitt skiptið lögð inn á spítala og gefið súrefni og morfín, fyrir utan sýklalyf í æð.

Var síðast með lungnabólgu í maí  sl., en þá var hún ekki eins skæð og  nú, enda fór ég  þá,  þrátt fyrir lungnabólguna í skemmtiferð til Damenrkur með vinum mínum.

Þakka þér kærlega,  fyrir þessa linka sem þú sendir mér. Ég skoðaði þá og sá að Beta Clucan , er víst það sama og Immiflex, eins og þú segir. En ætli Beta Clucan fáist hér á landi, þó að Immiflex sé eki til  hér?

Það var sagt í myndbandinu að Beta Clucan fengist í öllum heilsubúðum.  Kannski fæst það í Heilsubúðinni hér á landi, ætla alla vega að prófa að hringja.

Svava frá Strandbergi , 17.7.2008 kl. 11:15

10 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Guðný, því miður þá fæst þetta ekki á Íslandi, þar sem vara hefur ekki verið leyfð  ennþá. Þetta er bara tímaspursmál og varan verður komin á markað í h      hérlenis í haust.  Það er alveg rétt hjá þér að þetta byggist á beta glucan,          en ég er búinn að kynna mér þetta vel og tel Immiflex vera best.  Það hefur        verið eytt meira en 150 milljónir dollara í rannsóknir á þessu.

Ég get vonandi bjargað skálalaununum í næstu viku þó varan sé ekki tilbúin          til sölu.            

Sigurður Þórðarson, 17.7.2008 kl. 12:40

11 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Nú skil ég þig ekki aal-veg, Sigurður minn?

Svava frá Strandbergi , 17.7.2008 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband