12.7.2008 | 03:47
Freyja
Freyja er gyðja ástar og frjósemis í norrænni goðafræði. Nafn hennar merkir frú. Freyja er af ætt vana en bjó ásamt bróður sínum Frey og föður sínum Nirði í Ásgarði en þangað voru þau send sem gíslar og vináttuvottur eftir stríð þessara tveggja ætta goða.
Freyja var valdamikið gyðja og mikið dýrkuð af konum en einnig af konungum og hetjum. Hún jók frjósemd lands og sjávar og veitti hjálp í hjónabandi og við fæðingar.
Verandi ástargyðja er hún sögð hafa átt marga ástmenn bæði goð og konunga sem hún studdi svo í valdatíð þeirra.
Fjölskylduhagir og heimili Freyja er systir frjósemisguðsins Freys og dóttir sjávarguðsins Njarðar. Bóndi hennar er nefndur Óttar eða Óður. Hann þurfti oft að fara í langferðir og þegar hann var í burtu grét hún tárum úr skíragulli af söknuði.
Dætur þeirra eru Hnoss og Gersemi. Bær Freyju heitir Fólkvangur þar sem salurinn Sessrúmnir er en hann er bæði rúmgóður og lofthreinn. Þangað eru allir velkomnir. [breyta] Dýrgripir Freyju Freyja ferðaðist í vagni sem tveir kettir drógu.
Hún átti einnig valsham sem var þeim eiginleikum búinn að er hún klæddist honum breyttist hún í fugl og gat flogið hvert sem hún vildi. Þessi valshamur kemur mikið fyrir í goðsögunum og oft vegna þess að Loki stelst til að nota hann.
Freyja hafði miklar mætur á dýrum djásnum og átti hálsmen nokkuð sem var kallað Brísingamen kallað eftir dvergaætt þeirri, Brísingum, sem það höfðu smíðað. Freyja sá dýrgripinn hjá dvergunum og fékk mikla ágirnd á því. Þeir sögu að hún mætti fá það ef hún eyddi einni nótt með hverjum þeirra og hún samþykti það.
Þegar Óðinn frétti af þessu sem skipaði hann Loka að ræna meninu af Freyju. Loki breytti sér þá fló meðan Freyja svaf og beit hana í kinnina svo að hún velti sér á magann. Þá gat hann opnað lásinn og tekið menið. Þegar Freyja uppgvötaði að menið var horfið grunaði hana að Óðinn hefði tekið það og heimtaði að hann skilaði því.
Óðinn gerði það en fyrst þurfti Freyja að koma af stað vígum milli tveggja konunga, en víg þessi þróuðust yfir í eina af helstu hetjusögnum víkingatímans.
[breyta] Heimildir * Cottrell, Arthur. 1997. Norse Mythology. Ultimate Editions, London. * Brian Branston. Goð og garpar úr norrænum sögnum. 1979. Bókaforlagið Saga, Reykjavík . * Roy Willis. Goðsagnir heimsins. 1998. Mál og menning, Reykjavík.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 03:54 | Facebook
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson
Athugasemdir
Mig langar að bæta við þetta að verslannir Nóatúns heita eftir Nóatúni, sem er heimili Skaða og Njarðar foreldra Fryju og Freys. Njörður er Ás sjófarenda, einkum þeirra er stunda verslun. Vegna lauslætis er erfitt að henda reiður
á ætt Freyju en hún er af ætt Ása í föðurætt og jötna í móðurætt en var sjáf
stundum kölluð Vanadís. Þau systkinin Freyr og Freyja hafa að einhverju
leyti verkaskiptingu. Freyr helgað sig mjög frjósemi jarðar og því þykir gott
fyrir bændur að blóta hann. Freyr stofnaði til jóla (mjög falleg jólasaga)
með því að kvænast Gerði Gymnisdóttur, jötunmær. Þau elskuðust í 9 daga
og níu nætur og upp frá því hækkaði sólin á ný (Skírnismál)
Sigurður Þórðarson, 12.7.2008 kl. 08:37
Gaman að lesa, ævintýri að mínu skapi!
www.zordis.com, 12.7.2008 kl. 09:03
Þakka þér fyrir þetta, Sigurður. Alltaf gaman að goðafræðinni. Já, vanadís, já, stundum eru konur einmitt kallaðar, fagra vanadís.
Já, Zordis, kannski er norræn goðafræði einmitt nokkurs konar ævintýri.
Svava frá Strandbergi , 12.7.2008 kl. 13:44
Takk fyrir þennan fróðleik, töff mynd.
Ásdís Sigurðardóttir, 12.7.2008 kl. 13:46
Ekkert að þakka ég hef alltaf gaman að þessu, enda einn af stofnendum
Ásatrúarfélagsins. Mest held ég þó upp á jólahelgileikinn Skírnismál og
og sakna þess að þetta skuli ekki vera kennt í skólum. Sammála þér
Ásdís um myndina henna Guðnýjar, hún er frábær listamaður.
Sigurður Þórðarson, 12.7.2008 kl. 14:32
Þakka ykkur fyrir, Ásdís og Sigurður.
Sigurður, mig langar mikið til þess að fræðast meira um Ásatrúna, t.d.um jólahelgileikinn sem þú nefnir og fleira. Getur þú bent mér á hvert ég á að leita?
Svava frá Strandbergi , 12.7.2008 kl. 16:51
Svo er líka til Freyjudraumur!
Sigurður Þór Guðjónsson, 12.7.2008 kl. 17:11
Akkúrat, Siggi. Mér finnst hann ekki góður, enda er ég ekki karlmaður.
Svava frá Strandbergi , 12.7.2008 kl. 17:32
Guðný, helsta heimildina um jólahelgileikinn er að finna í Skírnismálum
sem eru í Eddukvæðum. Ásatrúarfélagið setti þessa leika upp á hverjum
jólum meðan Sveinbjörn var á lífi og nokkru eftir hans daga. Flottasta uppfærslan var í Ráðhúsinu fyrir u.þ.b 12 árum undir stjórn Ingunnar Ásdísardóttur. Sagan gengur út að Ásarnir réðu fyrir sólu og ljósi en jötnarnir réðu fyrir vetri og myrkri. Sólin var gengin svo langt niður og var ekki beinlínis á leið upp. Til forna voru meiriháttar deilur leystar með giftingum. Sólguðinn myndarlegi, Freyr Njarðarson var á lausu og það var líka hin fagra jötunmær Gerður Gymnisdóttir. Skírnir var sem sagt gerður út af örkinni til biðja hennar fyrir hönd Freys. Þetta var hin mesta svaðilför en allt fór vel að lokum. Hjónin elskuðust í 9 daga og 9 nætur og upp frá því fór sól hækkandi og það voru kölluð jól. En nú vil ég ekki taka frá þér ánægjuna við lesturinn.
Sigurður Þórðarson, 12.7.2008 kl. 18:58
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 12.7.2008 kl. 22:05
æði
Ása Hildur Guðjónsdóttir, 12.7.2008 kl. 23:59
Sigurður! Ég á Eddukvæði, en hef ekki lesið þau öll. Hef samt lesið, Hávamál, Þrymskviðu og fleira, en Skírnismál hafa alveg farið fram hjá mér. Ég mun örugglega lesa þau.
Ég hef mikinn áhuga á orðsifjafræði og held að ég fari með rétt mál, varðandi það að orðið jól sé e.t.v.skylt enska orðinu 'jolly', sjá einnig, ne, orðið Yule.
Í íslensku orðsifjabókinni eru m.a. , meðal umdeildra og óvissra tilgáta um uppruna orðsins, leiddar líkur að því, að 'jól' sé hljóðfirringarmynd af ie orðinu ´k'´ ek'´lo', 'hjól' og upphafleg merking, vetrarsólhvörf, árshringur.
En meira um Freyju:
Í Sólarljóðum er að finna eftirfarandi erindi:
Óðins kvon
rær á jarðar skipi
móðug á munað
seglum hennar
verður síð hlaðið
þeim er á þráreipum þruma.
En í sumum ritum frá síðmiðöldum, t.d. í Skíðarímu er Freyja talin kona kona Óðins, en ekki, samkvæmt öllum fornum heimildum, Frigg.
.
Svava frá Strandbergi , 13.7.2008 kl. 01:14
Sæl Guðný ég er nú farin að ryðga í þessu en það er örugglega rétt að Freyja er kona Óðs og Óðinn er kvæntur Frigg. Hitt er annað að það fóru sögur af kvennasemi Óðins og að Freyja hafi ekki verið við eina fjöl felld frekar en faðir hennar. Flest kvæðin eru örugglega miklu eldri en landnám en Sólarljóðin eru þar undantekning. Ég er alveg viss um skyldleika jolly og yule við jól. Mér finnst hjól og jól langsóttara út frá orðsifjafræði. En hvort sem það er tilviljun eða ekki þá er er greinileg hugmyndafræðileg tenging í jólum og miðsumars blóti, sem jafnframt var þingsetningadagur alþingis við Öxará, annars vegar og veraldarhjólinu sem skýrt kemur fram í Völuspá. Mikið hefur verið gert úr því að jólin hafi verið frjósemishátíð sbr Jörvagleði sungnir mansöngvar (daðrað) o.s.f. enda voru jólin brúðkaupshátíð frjósemisgoðsins. Miklu fleira bendir þó til þess að jólin fyrir kristnitöku hafi verið ærið lík því sem við þekkum í dag, nema að hátíðin var miklu stærri. Þannig mátti hvorki spara mat né öl við þurfamenn yfir jólin að viðlagðri refsingu.
Sigurður Þórðarson, 13.7.2008 kl. 01:57
Þakka þér fyrir, Sigurður.
Svava frá Strandbergi , 13.7.2008 kl. 02:06
Takk fyrir síðast Anna, ef ég man rétt sigldum við saman á Lagarfossi árið 1974 til Múrmansk og fórum í land og litum í kring um okkur.
Varðandi nafn verslunarinnar Nóatún:
Þetta er alls ekki eins langsótt og þig grunar. Stofnandi Nóatúns Jón Júlíusson upplýsti um þetta mál í stóru helgarviðtali ein dagblaðanna. Hann sagðist "sérstaklega vilja leiðrétta þann útbreidda misskilning að nafn búðarinnar væri dregið af götuheitinu". Nafnið sé tilkomið vegna þess að Nóatún sé heimili Njarðar, sem sé Ás kaupmennsku og siglinga. Hann hafi sjálfur verið til sjós og nú sé hann kaupmaður og hafi því fundist við hæfi að tileinka Nirði þetta nafn með þessum hætti. Sjálfur vissi ég ekki um Þrótt en tek orð Jóns trúanleg.
Sigurður Þórðarson, 13.7.2008 kl. 12:43
Fróðlegt og skemmtilegt Guðný
Ragnhildur Jónsdóttir, 14.7.2008 kl. 10:51
Takk fyrir innlitin öllsömun. Ég hef verið ansi löt við að fara blogghringinnn undanfarið. Hef verið upptekin við annað. En nú ætla ég að fara að bæta úr því.
Svava frá Strandbergi , 14.7.2008 kl. 14:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.