11.7.2008 | 13:12
Það er mikið að þeir bjóði ekki upp á mannakjöt,
því mér finnst það álíka viðbjóður að fólk leggji sér hunda til munns eins og mannakjöt.
það er líka óásættanlegt hverning farið er með hundana sem slátrað er. Þeir eru múlbundnir og síðan hrúgað saman í þröng búr, sem þeir eru fluttir í til slátrunar, þar sem þeir eru skotnir í hausinn.
Flestir hundar vita til hvers byssur eru notaðar og eina mynd sá ég á netinu af múlbundnum hundi sem horfði bænaraugum á slátrarann sem miðaði byssunni á höfuð hans. Það var auðséð á þvi augnaráði að dýrið vissi hvað beið þess.
Ætli það fólk sem étur hunda, hafi nokkurn tíma átt hund sem vin og félaga, eða hvað?
Eða kannski finnst þessu fólki bara í góðu lagi að éta sinn besta vin.
Ekkert hundakjöt á boðstólnum í Peking | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson
Athugasemdir
tjah... hvað ætli sveitabörnin eigi mörg lömb sem vini áður en þeim er slátrað? ;)
Davíð S. Sigurðsson, 11.7.2008 kl. 13:13
Ég hef aldrei skilið það fólk sem kallar sig 'vini' dýra sem það lætur drepa. og étur síðan.
Svava frá Strandbergi , 11.7.2008 kl. 13:18
Ég hef borðað kengúru, thats as far as I go. Góða helgi
Ásdís Sigurðardóttir, 11.7.2008 kl. 13:26
Efast um að þeir sem slátri veslings hundunum sé að mynda einhver tengsl við þá...
Davíð S. Sigurðsson, 11.7.2008 kl. 13:28
´
Þegar ég var 12 ára og nýkominn úr sveit, þ.e., á sauðfjárbúi, þar sem ég kynntist dýrunum og þótti vænt um þau, þá var ég settur til vinnu í sláturhúsi þar sem aðalstarf mitt var annarsvegar að sækja lömbin inn í stíuba og draga þau inn í skotklefaann þar sem þau voru skotin með "naglabyssu" í hausinn sem þá tíðkaðist. Á meðan hélt ég lambinu föstu, með höfuðið í klofinu. Svo var ég einnig settur í að hræra blóðið sem þá var notað og einnig að hreinsa garnirnar sem voru seldar til útlanda til pylsugerðar. Ég leit á þetta sem hverja aðra vinnu. Ég hafði vanist í sveitinni að hjálpa til við heimaslátrunina.
Mér þótti þá og þykir enn, mjög vænt um dýr. Þá spyr ég þig, Guðný Svava: "Hversvegna þarf maður að hata þau dýr sem maður borðar. Ég borða allan mat, lömb, rjúpu, kanínur, gæsir, kjúklinga, hvalkjöt, fisk allskonar, er ég vondur maður, bara af því að mér þykir vænt um þessi dýr á meðan þau eru lifandi?"
Ég hef ekki enn smakkað hundakjöt, en ég hefði ekkert á móti því, mér er sagt að í vissum héruðum Kína eru St. Bernharðshundar ræktaðir vegna kjötsins og það er dýr matur. Hversvegna líkir þú hundakjötsáti við mannát? Hvort þykir þér vænna um hundinn þinn en börnin þín? Það eru til fréttir af Bandaríkjamönnum sem dekra hundana sína en svelta börnin sín. Hví þessi tvískinningur?
Kær kveðja,
Börn bóndi.
´
Sigurbjörn Friðriksson, 11.7.2008 kl. 13:52
Ertu semsagt að líkja mönnum við hunda, eða hundum við menn?
Hvað er að því að í öðrum löndum borði menn hunda, rottur, apa eða ýmislegt annað sem að okkur er framandi? Við ættum kannski að banna hákarl, svið og súrmat af því að það gæti farið fyrir brjóstið á gestum þessa lands.
Aðalsteinn Baldursson, 11.7.2008 kl. 13:57
Ágæta Guðný Svafa
Þetta er það mesta bull sem ég hef nokkurntíma heyrt. Það að líkja hundaáti við mannát er komið langt út fyrir öll velsæmismörk.
Þú ert líklega ein af þessum manneskjum sem heldur að kjötið sem þú kaupir í búðinni sé búið til í verksmiðju og að lifandi dýr hafi aldrei komið þar nálægt.
Ég er líka alveg sannfærður um að þú ert einn af þessum einstaklingum sem ferð með gæludýrið þitt hvert sem er hvort sem það er bannað að vera þar með gæludýr eða ekki því: Þitt gæludýr er ekki dýr heldur félagi og vinur.
Þú ættir að prófa að búa í sveit í nokkra mánuði og kynnast því hvernig það er að vera dýravinur og vita líka hvernig veröldin virkar raunverulega.
Kulukarfinn, 11.7.2008 kl. 14:17
tjah... það er víst bannað með lögum að borða hunda í kína og hong kong, en í í kóreu,vietnam ofl þykir hundur víst mikið lostæti.
Það er ekki hægt að fordæma heilu þjóðirnar út frá því að þeir borði önnur dýr en við eigum að venjast...
En hey... það er allt í lagi að drepa 3 stk ísbirni í útrýmingahættu, afhverju er fólk að æsa sig yfir einhverjum hundspottum? ;)
Davíð S. Sigurðsson, 11.7.2008 kl. 14:22
Þessi fordæming á hundaát Asíubúa er rétt eins og fordæming á hvalkjörstáti okkar Íslendinga og fleiri þjóða. Fólk ætti bara að hugsa um það, sem kemur því við. Það er engin munur á því að borða hundakjöt og kindakjöt.
Sigurður M Grétarsson, 11.7.2008 kl. 15:28
Ég get gubbað Hvernig getur Fólk borðað hunda ég hef aldrei skilið það.
Kær kveðja Guðný mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 11.7.2008 kl. 16:43
Ég verð að segja alveg eins og er Björn bóndi, að mér þykir jafn vænt um kettina mína eins og þeir væru börnin mín.
Ég sagði aldrei að maður þyrfti að hata þau dýr sem maður borðar. Það eru þín orð en ekki mín.
Sömuleiðis held ég því ekki fram að þú sért vondur maður, enda efast ég um að þú sért það.
Þú ert bara alinn upp við það, að slátra dýrum sem þér þykir vænt um, en ekki ég, sem er algjört borgarbarn að því leyti.
En mig langar til að benda þér á það, Björn, að í Bretlandi var fyrir nokkru síðan gerð rannsókn á því hvort fólki þætti vænna um gæludýrin sín en börnin sín og aðra nánustu ættingja. Það kom í ljós að flestir þeir sem tóku þátt írannsókninni svöruðu því til að þeim þætti vænna um gæludýrin sín.
Aðalsteinn, er eitthvað að því að líkja mönnum við hunda og hundum við menn?
Erum við mennirnir ekki líka dýr? Dýr sem hafa tekið sér það vald að ráðskast með 'lægra sett' dýr hér á jörð.
Ágæti, Óskar. Hvers konar bull er þetta, að halda að ég viti ekki hvaðan kjötið er komið? Ég veit það ósköp vel, enda kaupi ég ekki kjöt, nema ég eigi von á gestum í mat.
Ég get líka fullvissað þig um það Óskar, að gæludýrið mitt er svo sannarlega dýr, þó að þú í fávisku þinni haldir öðru fram og það er eitt að mínum bestu vinum. En það fer ekki með mér hvert sem er jafnvel þú haldir því fram án þess að hafa nokkra sönnun fyrir því.
Ég get líka upplýst þig um það, að ég veit, fullt eins vel og þú hvernig veröldin virkar. En við höfum ekki sömu sýn á hlutunum, enda eru skoðanir manna jafn misjafnar og þeir eru margir.
Davíð, en hey, mér finnst það nú óvart vera Íslandi algjörlega til skammar að ísbirnirnir sem glæptust hingað, skyldu vera drepnir, enda eru þetta dýr sem eru friðuð og eru í útrýmingarhættu.
Jæja, Sigurður, þú hefur þá smakkað hundakjöt?
Svava frá Strandbergi , 11.7.2008 kl. 19:58
bara stuð í kommentunum hjá minni :-)
Ása Hildur Guðjónsdóttir, 11.7.2008 kl. 21:17
Ég er innilega sammála þér Guðrún í því að menn eru dýr, ég hef aldrei
heillast af kennningum Gamla testamentisins um að Adam hafi verið
skapaður í Guðsmynd til að ráða yfir jörðinni. Ég er kannski sá eini hérna
sem hef borðað hundakjöt enda hef ég oft farið til Kóreu. Ég get upplýst
að það smakkast vel. Ég hefði aldrei borðað þennan mat ef ég hefði haft minnsta grun um að illa væri farið með dýrin og vona að það sé undantekning.
Sigurður Þórðarson, 11.7.2008 kl. 21:48
Það er fútt í umræðunum á þessum Drottins degi. Hundar og menn, ja hérna hér.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 11.7.2008 kl. 21:50
Já, mér finnst það ekki rétt að líkja hundum við menn. Það má vel vera að við mennirnir séum bara dýr, enda er ég á þeirri skoðun að við séum grimmasta skepnan á þessari jörð. Nógu mikið kunnum við að valda öðrum skaða, bæði okkar tegund sem og öðrum. EN! Hundar eru ekki menn þannig að líkja hundaáti við mannát er hrein firra. Ég hef ekki borðað hundakjöt en ég mun smakka það ef ég verð einhvern tíma á ferðalagi um lönd sem upp á slíkt bjóða.
Aðalsteinn Baldursson, 12.7.2008 kl. 00:16
Verði þér að góðu, Aðalsteinn.
Hvort rétt er að líkja hundum við menn, finnst mér fara eftir forsendunum sem gefnar eru fyrir því.
Til dæmis finnst mér rétt að líkja hundum við menn að því leyti að, í fyrsta lagi eru bæði hundar og menn rándýr.
Í 2. lagi eru báðar tegundirnar spendýr.
Í 3. lagi, eru hvoru tveggja tegundirnar félagsverur og fylgja foringjanum oftast í blindni.
Í 5. lagi veiða bæði þessi rándýr gjarnan saman í hópum.
Í 6. lagi eru hundar stundum hundheimskir og eða hundtryggir, líkt og margir þeir sem til mannkyns teljast.
Í 7. lagi, eru til margs konar hundakyn svipað og til eru mismunandi kynþættir manna.
Í 8. lagi eru tamdir hundar oft mjög líkir eigendum sínum.
í 9. lagi, éta villtir hundar ( stundum tamdir líka) og forfeður allra hunda, úlfarnir, stundum menn, líkt og sumir menn éta hunda.
Og í 10. lagi hefur hundurinn fylgt manninum í tugþúsundir ára allt frá því að fyrstu úlfarnir hændust að manninum, eða öfugt.
Svava frá Strandbergi , 12.7.2008 kl. 01:15
Það er til staðfestar heimildir frá Indlandi á síðustu öld um úlfa sem ólu önn fyrir tveimur systkinum.
Sigurður Þórðarson, 12.7.2008 kl. 08:57
Einmit, Sigurður. Fleiri heimildir og sögur af börnum öldum upp hjá úlfum eru til. Ég held að þessi tilhneiging úlfa til þess að taka að sér börn, sem liklega hafa týnst, eða verið borin út eigi sér langa sögu.
Sjá t.d. goðsögnina um Rómúlus og Remus sem áttu að hafa verið aldir upp af úlfynju. En eins og vitað er er Rómúlus stofnandi Rómar. Í Róm er styttan af úlfynjunni með Rómulus og Remus á spena.
Svava frá Strandbergi , 12.7.2008 kl. 16:46
Éttu hund!
Sigurður Þór Guðjónsson, 12.7.2008 kl. 17:03
Viltu að ég fari í hundana, Siggi?
Svava frá Strandbergi , 12.7.2008 kl. 17:37
Þannig að það er í lagi að éta öll dýr sem sum hver gætu verið gæludýr svo lengi sem þau hlýði ekki þessum formerkjum þínum?
Davíð S. Sigurðsson, 12.7.2008 kl. 18:29
Þú hefur greinilega ekki lesið kommentin mín, nógu vel Davíð.
Ég sagði í einu þeirra að ég kaupi helst ekki kjöt, nema von sé á gestum til mín í mat. Mér finnst nefnilega, (þvert á móti sem þú heldur fram að það sé í lagi að éta öll dýr, sem sum hver gætu verið gæludýr, svo lengi sem þau hlýða ekki þessum formerkjum mínum.),
að það sé alls ekki í lagi.
Mér býður nefnilega oftast nær við því að borða kjöt af dýrum með heitt blóð. Þetta eru ekkert annað en lík, eða hræ, sem við leggjum okkur til munns.
Aftur á móti borða ég fisk og annað sjávarfang með kalt blóð, eins og t.d. rækjur sem éta stundum mannakjöt ef þær komast í það, með góðri lyst.
Íronískt, ég og fleiri erum þá eftir allt saman, hálfgerðar mannætur, svona óbeint. eða þannig sko.
Bendi þér einnig á það, að í þessari formerkjaupptalningu minni, var ég ekki að svara þeirri spurningu hvort það væri í lagi að borða hunda, heldur var þetta upptalning mín, á þeim tilvikum, þar sem mér finnst rétt að líkja mönnum við hunda og öfugt.
Þakka þér kærlega fyrir upplýsingarnar um orðið hundheimskur. Þær koma sér afar vel, því ég hef mikinn áhuga á uppruna orða og orðsifjafræði.
Svava frá Strandbergi , 13.7.2008 kl. 01:56
Gefur það ekki auga leið, Andrés? Umræðan snýst að miklu leyti um það, hvort ekki megi allt eins borða mannakjöt eins og hundakjöt. Ég varpaði þessari spurningu fram sökum þess að dýr með heitt blóð, eins og t.d. hundar og mörg fleiri dýr eru svo skyld okkur mönnunum. Það er því mín persónulega skoðun að það sé ekki rétt að borða hold 'annara dýra', sem eru ámóta uppbyggð og við sjálf.
Svava frá Strandbergi , 14.7.2008 kl. 02:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.