Leita í fréttum mbl.is

Gerðuberg í haust

Ég kom við á skrifstofunni í Gerðubergi fyrir nokkrum dögum og sýndi þeim myndirnar mínar og sótti um að sýna þar. Í gær fékk ég svo tölvupóst frá Gerðubergi þar sem mér er boðið að sýna þar í haust. Ég þarf ekkert að borga, hvorki fyrir salinn né nokkrar prósentur ef ég sel eitthvað og Gerðuberg sér um alla kynningu.
Þeir eru spenntastir fyrir  að sýna myndirnar mínar sem ég teikna blindandi og kannski einhverjar fleiri myndir.

Ég er bara svo blönk, á varla fyrir innrömmun. En ég er mjög ánægð með þetta. Svo verð ég nú með í samsýningunni í Ráðhúsinu og með einkasýningu á Thorwaldsens Bar í september á vegum ArtIceland. Já og svo get ég fengið að sýna á Mojo Monroe í Templarasundi. 

Það er verst að ég er ekki nógu dugleg við að mála, en verð að taka mig taki. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

innilega til hamingju með þetta. gerðuberg er góður staður. nú er bara að sjá fyrir sér að allt seljist, og þá selst allt og þú færð pening.

Kærleikur til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 28.6.2008 kl. 11:23

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk Steina. Kærleikur til þín líka.

Guðný Svava 

Svava frá Strandbergi , 28.6.2008 kl. 14:02

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Til hamingju með þetta, er strax farin að hlakka til.    vona að þetta gangi upp með innrömmunina, ég væri alveg til í að sponsera eina mynd í innrömmun, kannski geta fleiri tekið þátt og þá verður þetta auðveldara.  Knús á kisur

Ásdís Sigurðardóttir, 28.6.2008 kl. 14:09

4 Smámynd: www.zordis.com

TIL HAMINGJU þetta er æðislegt!  Um að gera að vera dugleg að mála því það er greinilega nóg framundan hjá þér í listinni!!!!

Hvenær verður þú í Gerðubergi, vonandi kemst ég!

www.zordis.com, 28.6.2008 kl. 18:16

5 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk, Ásdís og Zordís. Sonur minn reddaði mér æðislega með innrömmunarkostnaðinn. Fór með mig í Ikea og þar fæ ég ramma sem eru fjórðungu ódýrari en hjá innrammara. Þeir eru meira að segja með kartoni, en ég þarf sjálf að setja myndirnar í, skera þær til og svoleiðis og líma þær niður. Þarf líka sjálf að setja upphengivírinn á.
En þetta borgar sig aldeilis ef maður er með myndir sem passa í þessa ramma.
En ég get ekki keypt rammana fyrr en Gerðuberg er búið að velja myndirnar.

Zordís, mér var bara sagt að ég kæmist að í haus. Vona líka að þú komist  Skila knúsi á kisur Ásdís og sendi knús til frk Bóthildar.

Svava frá Strandbergi , 28.6.2008 kl. 21:40

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hvæs frá okkur Mala!

Sigurður Þór Guðjónsson, 28.6.2008 kl. 21:44

7 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Fnæs, hvæs, urr og skyrp frá mér, Gosa og Tító. Og smá mal í restina.

Svava frá Strandbergi , 28.6.2008 kl. 22:45

8 Smámynd: arnar valgeirsson

jamm, hamingjuóskir með þetta. glæsilegt.

annars veit ég um stað þar sem væri tilvalið að mála nokkrar vikur í haust. og leika sér með kol og blý. gæti eitthvað skemmtilegt komið út úr því. aldrei að vita.

arnar valgeirsson, 29.6.2008 kl. 00:54

9 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Já, Arnar, I know, það er góður staður!!

Svava frá Strandbergi , 29.6.2008 kl. 01:17

10 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Innilega til hamingju. Ekki amalegt þetta. og snilld ef þú getur reddað þér svona varðandi innrömmunina.

Svo er að herða sig í máluninni kona.

Jóna Á. Gísladóttir, 29.6.2008 kl. 14:19

11 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

til hamingju hlakka til

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 29.6.2008 kl. 14:20

12 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk öll. Ég vona að þið mætið á sýninguna í Gerðubergi

Svava frá Strandbergi , 29.6.2008 kl. 15:14

13 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Til hmingju með þetta tækifæri. Ég er svosem ekki hissa, því myndirnar þínar eru algert ævintýri. Er ekki hægt að sækja um styrki fyrir kostnaði við undirbúning sýningar; af hverju finnst mér ég hafa séð nýlega auglýst eftir umsóknum um list-tengda styrki. Blessuð flettu þessu upp.  Good luck!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 29.6.2008 kl. 22:51

14 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk, nafna. Ég athuga þetta örugglega.

Svava frá Strandbergi , 30.6.2008 kl. 03:33

15 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Til hamingju Guðný mín með þetta allt.

Kristín Katla Árnadóttir, 30.6.2008 kl. 18:02

16 identicon

Til hamingju!

Verður gaman að sjá sýninguna. 

Ragga (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 18:11

17 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk, Katla og Ragga.

Svava frá Strandbergi , 30.6.2008 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband