21.6.2008 | 22:18
Útlit fyrir krabbamein einn daginn, hjartaáfall þann næsta...
Ég er sjö sinnum búin að fá lungnabólgu á örfáum árum. Þegar ég var að kenna í Fjölmennt fékk ég lungnabólgu á hverri önn í tvö ár í röð, sem sagt fjórum sinnum lungnabólgu á tveimur árum.
Mætti samt alltaf í vinnu og lifði bókstaflega á sterkum verkjalyfjum ásamt sýklalyfjunum og reykti þess utan eins og skorsteinn ofan í lungnabólguna. Mér fannst stundum þegar ég var að kenna, eins og ég væri óskaplega utan við mig og gleymin og pældi mikið í því hvort nemendurnir tækju eftir því að ég væri eitthvað skrýtin, kannski stórskrýtin??
Í fimmta skiptið sem ég fékk lungnabólgu, á fimmtu önninni, auðvitað, var ég lögð inn á sjúkrahús og þurfti að fá sýklalyf í æð og súrefni í nasir. Var komin niður í 85% súrefnismettun í blóðinu og var hreint úr sagt orðin hundveik. Þá ákvað ég loksins að hætta að reykja.
Ég bjóst við að lifa góðu lífi eftir það og kenna mér aldrei nokkurs meins. Ég byrjaði náttúrulega á því að fita mig um nokkur kíló eins og flest allir sem hætta að reykja og varð mjög blómleg og þrifleg um mig. En það stóð ekki lengi. Innan hálfs árs var ég enn komin með lungnabólgufjandann og þurfti að fá sýklalyf eina ferðina enn.
Síðan hef ég tvisvar fengið lungnabólgu, þó var hún svo lúmsk í sjöunda sinnið að hún fannst ekki við hlustun og ekki heldur við röntgenmyndatöku. En læknirinn og þó sérstaklega ég, vissum að eitthvað væri þarna í lungunum, því ég líðan mín og útlit hafði ekki verið gott svo mánuðum skipti. Svo ég var send í ómskoðun. Þá fundust tveir grunsamlegir blettir. Læknirinn setti mig á enn einn sýklalyfjakúrinn og nú var þetta extra langur kúr og töfluskammturinn á dag, var tvöfaldaður. En læknirinn stakk því að mér að ef blettirnir hyrfu ekki eftir lyfjakúrinn yrði að senda mig í sneiðmyndatöku, til að athuga hvort þeir gætu verið merki um einhvern annan alvarlegri sjúkdóm.
Svona á mig komin fór ég í utanlandsferð til Danmerkur með hópi fólks og ég sé ekki eftir því, þar sem það var vægast sagt æðislega gaman. Að vísu var ég oftast nær rennandi blaut af svita og í göngutúrum dróst ég alltaf aftur úr hópnum, vegna mæði og slappleika. En ég held samt að ég hafi haft gott af þessum labbitúrum því þrekið óx svo mjög að ég náði því að paufast alla leið upp í turn á Krónborgarkastala, auk þess að taka þátt í fleiri skemmtilegum rannsóknarleiðöngrum.
þegar heim kom liðu nokkrir dagar þar til ég átti að fara í röntgenmyndatöku til þess að tékka á hvort blettirnir væru þarna ennþá. Ég var vægast sagt fjandi taugaveikluð meðan ég sat á stól í biðstofunni og beið eftir úrskurðinum. Svo kom röntgentæknirinn til mín ábúðarfull á svip og sagði nærgætnislega við mig. Guðný mín, blettirnir eru þarna ennþá og okkur var fyrirskipað að væri ástandið óbreytt yrðum við að taka sneiðmynd af lungunum.
Svo var ég svo mikill aumingi að þegar átti að renna mér inn í sneiðmyndatækið, að ég fékk óskaplegan hjartslátt og verki fyrir brjóstið eins og reyndar daginn áður líka, þegar ég var að djöflast í garðinum. Ég harkaði samt af mér, en þegar sneiðmyndatakan var yfirstaðin, var ég orðin svo slæm að röntgentæknirinn kallaði til lækni. Doksi sagði mér að ég skyldi fara strax á bráðamóttökuna, því það þyrfti að rannsaka þennan brjóstverk betur.
Ég var samt svo kærulaus eftir að ég fékk að vita að blettirnir í lungunum væru ekki æxli heldur leifar eftir allar þessar lungnabólgur, að ég fór ekki á bráðamóttökuna fyrr en daginn eftir þegar ég fékk enn eitt brjóstverkjakastið.
Ég kom heim í dag eftir að hafa verið lögð inn í eina nótt og rannsökuð í bak og fyrir. Ekkert fannst að hjartanu annað en það, að það er enn á sínum stað, sem betur fer. En samt á ég að fara í áreynslupróf sem fyrst. Þannig að ég hrósa svo sannarlega happi, er hvorki með krabbamein, né búin að fá hjartaáfall þrátt fyrir útlit um hvoru tveggja. Og þið sem reykið, hættið sem allra fyrst!!
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson
Athugasemdir
*bank* *bank* *bank*´
Elsku Guðný Svava ! Það var sönn ánægja að vera með þér í Danmerkurferðinni.
Gott að heyra að hjartað þitt sé á réttum stað ( sem ég vissi svosem ) , af réttri stærð og ekki í slæmum málum.
Reykingar eru náttúrulega bara "ullabjakk"
Áttu góðan yndislegan dag,
Björg
Björg (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 08:56
Mikið er gott að þetta er hvorki krabbi né áfall sem er á ferðinni. Vonandi verður allt í lagi og það væri nú svo sem ekkert vitlaust hjá þér að venja þig á morgunsund og heitu pottana.
Farðu vel með þig kæra G.Svava, ég vil fá að hitta þig heila (í góðu lagi að vera smá skrítin hehehhehe) ...
www.zordis.com, 22.6.2008 kl. 09:40
Þegar ég fór í hjartapróf kom í ljós að ég er með steinhjarta!
Sigurður Þór Guðjónsson, 22.6.2008 kl. 10:41
knús knús og kiss kiss
Danmerkurferðin okkar var svo sannarlega heilsubætandi
Ása Hildur Guðjónsdóttir, 22.6.2008 kl. 10:56
Gott að heyra það er ekki krabbi vonandi að allt verði í lagi Guðný mín.
Knús inn í daginn.
Kristín Katla Árnadóttir, 22.6.2008 kl. 11:28
Takk fyrir kommentin kæru bloggvinir. Já, það var svo sannarlega gaman hjá okkur í Danaveldi, Björg og Ása Hildur.
Hehehe, við verðum stórskrýtnar saman Zordís. Hlakka til að sjá þig.
Þér hlýtur samt að vera þungt fyrir brjósti Nimbus að burðast með stærðarinnar steinhnullung í brjóstkassanum, eða er þetta kannski bara smávala?
Knús inn í daginn til þín líka, Katla
Svava frá Strandbergi , 22.6.2008 kl. 13:23
Það er nú sveimérþá allgott að þú fékkst á hreint, að þú værir með hjartað á réttum stað. Það eru ekki allir sem fá svoleiðis dóm. Gangi þér vel að ná bata, kæra kvinna.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 22.6.2008 kl. 21:42
Já það er gott og blessað að vita að hjartað hefur ekki farið á rölt eitthvert í buskann ;)
Kveðja
Guðrún Ing hinum megin á gangunum ;)
Aprílrós, 22.6.2008 kl. 23:35
Takk fyrir innlitin, nafna, Guðrún og Ægir.
Svava frá Strandbergi , 22.6.2008 kl. 23:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.