17.5.2008 | 00:16
Náði kettlingnum undan bústaðnum með gúllasdós
Þegar ég las þessa frétt skaut upp gamalli minningu í huga mér. Þegar ég var 12 ára dvaldi ég með foreldrum mínum og systkinum í sumarbústað við Hreðavatn eitt sumar. Dag einn kom faðir okkar heim í bústað, með kettling sem hann hafði tekið hálfvilltan frá móður sinni í vöruskemmu í Borgarnesi.
Þetta var ósköp sætur kettlingur, svartur og hvítur en frekar mannfælinn og þegar við fórum með hann út til þess að leika við hann, slapp hann frá okkur og stökk beint strik, undir sumarbústaðinn.
Við krakkarnir vorum óhuggandi og margreyndum að lokka hann til okkar, en ekkert gekk allan daginn.
Kisi litli sat sem fastast undir bústaðnum. Við vorum orðin viss um, að næðist hann ekki myndi hann leggjast út í hrauninu í kringum Hreðavatn og verða að villiketti.
En þar sem við vorum þrautgóð á raunastund datt okkur í hug að lokka kattarómyndina til okkar með mat. Kettlingurinn hlyti að vera orðinn svangur eftir að vera búinn að dúsa heilan dag undir húsinu.
Ég fékk dós með lyktsterku gúllasi hjá mömmu og lagðist síðan niður í grasið við opið undir bústaðinn og kallaði á kettlinginn. Ég sá að hann var þarna ennþá því ég sá ég glitta í augun á honum, svo ég skreið aðeins inn undir bústaðinn. Þó hryllti mig við því að skríða þarna í moldinni þar sem örugglega væri allt fullt af pöddum og köngulóm og kannski rottum líka?
En ég lét mig hafa það, því að ég varð að ná kettlingnum. Kisi litli hörfaði eftir því sem ég kom nær, en ég var nú komin inn undir miðjan bústaðinn og þar var aðeins meira rými. Tók ég þá til bragðs að henda gúllasdósinni í átt að kettlingnum sem stóðst ekki mátið og byrjaði að háma í sig matinn.
En þá voru örlög hans líka ráðinn, því einhvern veginn lyfti ég mér upp á hnén og spyrnti við fótum og bókstaflega henti mér í loftinu á kettlinginn, eins og rándýr sem stekkur á bráð. Ég miðaði höndunum á hálsinn á honum og náði góðu taki og negldi hann fastann við jörðina.Höggið var svo mikið, að litli líkaminn lyftist frá jörðu þar sem ég keyrði hausinn á honum niður í moldina.
Ég var heppin að kettlingurinn meiddist ekki neitt enda ætlaði ég mér það aldrei, ætlaði aðeins að ná þessum litla, hálfvillta þrjóskubolta.
Ég bar svo kettlinginn inn í bústaðinn og klappaði honum og strauk í bak og fyrir. Kisi litli virtist gera sér grein fyrir því að leikurinn væri tapaður því hann lá kyrr eins og lítið ljós í höndum mér.
Fjölskyldan, sérstaklega systkini mín voru ósköp fegin að fá kettlinginn óhultan til baka, því ekki hefði verið gæfulegt að missa hann frá sér.
Kettlingurinn lauk við að éta upp úr gúllasdósinni þegar inn var komið. Ég held að það hafi runnið upp fyrir honum, að líklega væri betra fyrir hann að búa hjá þessum ókunnugu mannverum, sem gáfu honum að éta og leyfðu honum að kúra á ullarteppi inni í hlýjunni, heldur en að húka í kuldanum undir híbýlum þeirra.
En eftir þessa óskemmtilegu reynslu var kisi litli ætíð bundinn með snæri við staur, þegar hann fór út að viðra sig, fyrir utan bústaðinn, eins og væri hann hundur.
Meintur innbrotsþjófur reyndist kattaeigandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson
Athugasemdir
Litla skottið, honum hefur örugglega liðið vel hjá þér.
Ásdís Sigurðardóttir, 17.5.2008 kl. 20:09
Skemmtileg mynd.
Marta B Helgadóttir, 17.5.2008 kl. 23:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.