15.5.2008 | 00:46
Vinátta og friður eða Ying og Yang
Hve ég vildi óska að allir menn í heiminum ekki bara í landinu okkar væru eins góðir vinir eins og hann Tító minn og hann Gosi minn, sem hér lúra saman eins og þeir gera svo oft.
það berast sífellt hræðilegar fréttir utan úr heimi, eins og t.d. frá Austurríki, þar sem hver hörmungaratburðurinn rekur annan. Mannvonskan virðist oft ekki eiga sér nein takmörk.
Jarðskjálftar skekja Kína þar sem fólk liggur grafið undir rústum og á sér enga lífsvon og í Mjanmar eða Búrma voru nýlega hryllileg flóð þar sem tugþúsundir ef ekki hundruð þúsund manna létu lífið.
Hér heima er allt á niðurleið, kreppan farin að segja til sín og fólki sagt upp störfum í tugatali. Lóðir sem fólk hefur keypt er skilað og óseldir bílar hrannast upp.
Og borgarstjórnin okkar er í bullandi upplausn, því þar er hver höndin upp á móti annarri, enda hafa sjálfstæðismenn tapað miklu fylgi meðal borgarbúa.
En þó skein sólin í dag í Reykjavík og túlípanarnir úti í garði opnuðu krónur sínar mót sólinni, lífgjafa okkar allra. Hunangsflugurnar sveimuðu á milli þeirra á fullu við að safna hunangi og börnin léku sér á hjólunum sínum og hrópuðu og kölluðu glaðlega sín á milli, á pólsku.
Ég horfði á þau og hugsaði með mér, hve allt er breytingum undirorpið. það eru ekki nema svona rúmur áratugur síðan flestallir Íslendingar voru innbornir hér á landi. En í dag er mannflóran orðin litríkari. Börnin hér í hverfinu og fullorðna fólkið líka, er orðið alla vegana á litinn, hvítt, brúnt, gult og svart. Og það heyrir til undantekninga að sjá litla glókolla að leik, hvað þá rauðhausa.
En mér er nokk sama hvernig fólk er á litinn, það er innrætið sem skiptir mestu máli en ekki hörundsliturinn og sjálf á ég þrjú barnabörn sem eru asísk í móðurætt,. Ég sé þau bara alltof sjaldan og bráðum bætist meira að segja eitt barn við hjá þeirri fjölskyldu.
En svo á ég eitt barnabarna í viðbót, sonarson sem er ljóshærður og með þau bláustu augu sem ég hef á ævi minni séð.,( fyrir utan augun hans Tíós.) En öll barnabörnin mín standa samt hjarta mínu jafnnærri.
Dóttir mín og tengdasonur sem fara utan á næstunni til þess að víkka sjóndeildarhringinn munu ekki gefa mér barnbörn næstu tvö árin sagði dóttir mín. Ég hugsa stundum hvort 'heilaþvottur' minn á henni þegar hún var lítil telpa hafi dugað svona vel eða hvort allt sem hún hefur gert sé alfarið frá henni sjálfri komið?
Ég innrætti henni fyrst og fremst að mennta sig vel, fá sér góða vinnu, eignast eigið húsnæði og sjá heiminn og svo skyldi hún fyrst þar á eftir, fara að huga að barneignum.
Allt hefur þetta gengið eftir hjá henni og nú er komið að því að búa í útlöndum. Svo eru þau líka að fara í sumar í tveggja vikna frí til Parísar. Þau fóru sniðuglega að því, þar sem þau hafa íbúaskipti við Parísarbúa.
Já, allt gengur sinn vanagang í heiminum þrátt fyrir stríð og ógnaröld og ég er bráðum á leiðinni út í heim líka. þó að ekki fari ég langt, aðeins til Danmerkur, en þangað er alltaf jafngaman að koma. Ég hef ekki áhyggjur af þeim Tító og Gosa á meðan, því börnin mín ætla að skiptast á um að koma til þeirra, (svo þarf auðvitað að vökva blómin mín á meðan líka.)
En fyrst og fremst munu kislingarnir mínir gæta hvors annars á meðan ég er í burtu, leika sér í blómskrúðinu á svölunum og kúra sig að hvor öðrum meðan þeir bíða þess að 'mamma' komi heim.
Ó hve það er góð tilfinning, að einhver muni sakna manns þegar maður skreppur frá í smátíma.
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
halkatla, 15.5.2008 kl. 01:13
Hugljúf færsla hjá þér. Hafðu það gott elskan og knús og kisulinga.
Ásdís Sigurðardóttir, 15.5.2008 kl. 15:14
Kisurnar þínar eru ekki áhiggjufullar og mikið eru þeir góðir vinir.Já það þarf ekki mörg ár til að breita ímsu hjá okkur og það er sosum góðu lagi ,ef gott fólk blandasr okkur.Veð verðum bara að vera bjartsýn við höfum áður lent í kreppu og meikað það ,við vinnum á þessu líka.Það er skelfilegt að ekki skuli meiga aðstoða Kínverjana ,en þetta eru þeir sjálfir sem vilja það ekki.Verulega er gama þegar geingur vel hjá fólkinu manns ,og þetta er fólk frammtíðarinnar.
Jón Reynir Svavarsson (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 21:42
Anna Karen
Takk, Ásdís mín og knús til þín og þinnar kisu.
Jón Reynir, það er satt hjá þér að við verðum að vera bjartsýn, þó að kreppa og hörmungar gangi yfir. En ég skil ekki afhverju Kínverjar vilja ekki hjálp, en þeir voru þó að fá hjálp frá Japönum.
Já, það er gaman þegar vel gengur hjá fólkinu manns og börnin manns eru framtíðin.
Svava frá Strandbergi , 16.5.2008 kl. 00:24
Ég hef bara ekki áttað mig á því að Ísland er orðið fjölmenningar land. Það er leiðinlegt að heyra afturhaldsseggi bölsótast yfir því endalaust. Ég segi bara meira fólk meira fjör, þannig var það og er á þjóðhátíð en við megum ekki dæma alla útfrá örfáum einstaklingum við eigum að læra af þeim örfáu hvernig ekki á að gera. Fordómar eru sprottnir af fávisku og fáviska elur af sér ótta, óttinn skapar ástæðu til að reka mann á flótta. Ekki satt?
Diddi (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 00:26
París er yndisleg borg ..... á eftir að fara í brúðkaupsferðina mína en nú eru liðin tæp 3 ár síðan við lofuðum eilífðina.
... njóttu danmerkurferðarinnar þinnar en ég stefni á köben í ár ...
www.zordis.com, 16.5.2008 kl. 13:31
Helvíti ertu góður! Dr. Jekyll. Já, það er fjör í Eyjum........
Svava frá Strandbergi , 16.5.2008 kl. 13:32
Ætlarðu þá í brúðkaupsferð til lKöben, Zordís? Anyway, skemmtu þér vel!
Svava frá Strandbergi , 16.5.2008 kl. 13:35
Til þín.
Kristín Katla Árnadóttir, 16.5.2008 kl. 13:56
þetta er svo mjúk og notaleg færsla, næstum eins og kisumal.
blessi þig á fallegu föstudagskvöldi
steinaSteinunn Helga Sigurðardóttir, 16.5.2008 kl. 17:25
Sömuleiðis Katla.
Blessi þig líka Steina.
Svava frá Strandbergi , 16.5.2008 kl. 23:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.