Leita í fréttum mbl.is

NÍÐINGURINN

Hans myrka slóð
var
mörkuð brostnum
hjörtum
barna
er báru traust
og trú til hans.

Og þó að áratugir
hafi tifað
frá tíma þessa
auðnulausa manns
þá enn
á banaspjótum
berast hjörtun.
og blóðið leitar æ
í sporin hans.

 

Guðný Svava Strandberg.


mbl.is Börnin tjá sig á „óeðlilegan" hátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Býsna gott ljóð, einfalt og hittir í mark. 

Árni Gunnarsson, 30.4.2008 kl. 15:42

2 Smámynd: Ísdrottningin

Ég tek undir með Árna.

Ísdrottningin, 30.4.2008 kl. 17:39

3 Smámynd: Sunna Guðlaugsdóttir

Ég er sammála síðustu ræðumönnum. Gott ljóð um þetta hræðilega mál..

Sunna Guðlaugsdóttir, 30.4.2008 kl. 17:56

4 Smámynd: www.zordis.com

Vel gert ljóð um þetta sorglega mál!

kveðjur til þín kæra Guðný Svava.

www.zordis.com, 30.4.2008 kl. 22:09

5 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Þakka ykkur fyrir.

Kveðja til baka kæra Zordís. 

Svava frá Strandbergi , 1.5.2008 kl. 00:46

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Tek undir með Árna og hinum um ljóðið þitt.  Það eru sannarlega auðnu-

lausir einstaklingar sem fremja slíka glæpi. Myndirnar þínar eru hrífandi. 

Sigurður Þórðarson, 1.5.2008 kl. 05:14

7 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Gott ljóð,

Guðrún Sæmundsdóttir, 1.5.2008 kl. 11:43

8 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Þakka þér fyrir Sigurður og velkomin sem bloggvinur.

Takk fyrir Guðrún. 

Svava frá Strandbergi , 1.5.2008 kl. 12:50

9 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

það er rétt það hittir vel.

blessuð börnin og blessað fólkið.

Bless í kvöldið !

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 1.5.2008 kl. 19:30

10 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Blessi þig Steina.

Svava frá Strandbergi , 1.5.2008 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband