Leita í fréttum mbl.is

Kóparnir stundum fláđir lifandi?

Heyrt hef ég ađ í sumum tilvikum sé ćđibunugangurinn á veiđimönnunum svo mikill ađ ţeir gefi sér ekki tíma til ţess ađ rota selkópana almennilega áđur en ţeir flá ţá. Ţví meiri hrađa sem ţeir tileinka sér viđ drápin, ţví fleiri kópa komast ţeir yfir ađ drepa og ţví fleiri skinn, ţví meiri gróđa. Rotuđu selkóparnir deyja ekki viđ fláninguna ađ minnsta kosti ekki strax. Ţeir rakna úr rotinu algerlega skinnlausir og sárkvaldir og dauđastríđiđ er víst langt og strangt.

En hverjir bera ábyrgđ á ţessum sadisma? Eru ţađ veiđimennirnir, eđa eftirspurnin sem skapar hann? Ţađ er spurningin? Eftirspurn er eftir selskinni, ţví ađ hinn almenni borgari kaupir ţađ. Selskinn er í tísku m.a. til ţess ađ nota ţađ í púđa á nýju glćsilegu sófasettin okkar. Selskinn er einnig notađ í fatnađ, töskur og fleira. Ţađ er eftirspurnin, eđa viđ sjálf sem kaupum selskinniđ, sem berum ábyrgđina á ţessum miskunnarlausu og hrottafengnu drápum.

Ţessi ţjáning selkópanna er ţess vegna ekki tilkomin sökum ţess ađ viđ séum ađ drepast úr hungri og kjöt sjaldséđ á borđum handa okkur og börnunum okkar. Og viđ ţurfum ţví ađ flýta okkur sem mest viđ slátrun kópanna til ţess ađ ná  sem mestu kjöti á sem stystum tíma.

Nei, ţessi kvalafullu dauđastríđ eru tilkomin vegna eins ómerkilegs fyrirbćris og tískunnar.
Tískan stjórnar einnig fleiri ógeđfelldum hlutum, hún stjórnar  heiminum međ  harđri  hendi og allir sem vilja vera menn međ mönnum, hlýđa kalli hennar. 

En sem betur fer hafa margir hugsandi menn og konur skoriđ upp herör gegn ţví ađ ganga í feldum af dýrum. Og ţađ ekki ađeins kópaskinnum heldur öllum dýraskinnum eđa lođfeldum,  eins og til dćmis, refa og minkaskinnum. Enda er litlu skárri međferđin á refum og minkum sem rćktađir eru vegna lođfeldanna. Dýrin eru höfđ í svo litlum búrum ađ ţau geta vart snúiđ sér viđ í ţeim svo ţau verđa brjáluđ  af innilokunarkennd og ćđa stanslaust um í sínu örlitla rými sem ţeim er skammtađ til ţess ađ lifa í sitt stutta líf. Hvar eru dýraverndunarsamtökin ţá? Já, og hvar eru líka katta og hundavinir ţá, sem eiga ţessi náskyldu dýr sem gćludýr og vita hve mikla ást ţau geta gefiđ? 

Hún var eftirminnileg auglýsingin sem ég sá í sjónvarpinu fyrir nokkrum árum af tískusýningu. Sýningarstúlkurnar sprönguđu um pallinn á dýrindis lođfeldum og ţegar ţćr höfđu gengiđ rampinn á enda stoppuđu ţćr fyrir framan áhorfendur sem horfđu  gapandi af ađdáun upp til ţeirra. Stúlkurnar létu ţá lođfeldina síga niđur af öxlunum og sveifluđu ţeim glćsilega á eftir sér svo blóđsletturnar skvettust af feldunum framan í andlitin á agndofa fólkinu í salnum.  

Öll ţessi dýr, sem viđ látum drepa vegna hégómleika okkar, hafa sál og tilfinningar. Ţau eru eins og Steina bloggvinkona mín sagđi, litlu systkinin okkar hér á jörđ. Og svona förum viđ međ ţessi systkini okkar. Sýnum ţeim ađeins ótrúlega grimmd og hrottafengiđ miskunnarleysi.


mbl.is Selveiđum ađ ljúka viđ Kanada
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava frá Strandbergi

En selhnallinum er samkvćmt ýmsum heimildum ekki alltaf beitt alveg á réttan hátt, leyfi ég mér ađ segja.

Svava frá Strandbergi , 12.4.2008 kl. 02:15

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Góđa helgi Guđný mín

Kristín Katla Árnadóttir, 12.4.2008 kl. 11:15

3 Smámynd: www.zordis.com

Hrikalegt alveg.  Selkóparnir eru svo fallega saklausir, ótrúlegt ađ einhver geti lagt sig svo lágt.  En, eru líkamar skildir eftir í rotinu og bara skinniđ hirt?

Alveg ömurlegt!

Elsku Guđný Svava nú er ég spennt vegna sýningarinnar ţinnar. 

www.zordis.com, 12.4.2008 kl. 20:26

4 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Já, Zordís ég hef lesiđ um og séđ dćmi ţess í sjónvarpi. En sem betur fer held ég ađ ţetta sé undantekning frá reglunni. Mér finnst samt ađ konur eigi ekki ađ klćđast lođfeldum, ekki karlar reyndar heldur.  Margar ţekktar konur í Bandaríkjunum láta aldrei sjá sig í pelsum af nokkru tagi.

Já, sýningin mín verđur opnuđ sunnudaginn 20. apríl kl. 15,30 til 17.00. Hún stendur til 14. maí og er opin alla  daga frá  kl.11.30 fyrir hádegi til kl. 22.00. ég vildi óska ađ ţú gćtir komiđ. 

Svava frá Strandbergi , 13.4.2008 kl. 00:37

5 Smámynd: Katrín Snćhólm Baldursdóttir

Ţetta er nú meiri hryllingurinn ađ lesa..grey litlu skinnin eiga ekki séns gagnvart grćđginni..

Ha hva hvađ?  Sýningin á skólavörđustígnum?

Endilega segđu meir..og gangi ţér bara vel ađ koma hennni upp. Veit ađ fólk er stundum í svolítiđ sérkennulegu ástandi svona rétt fyrir sýningu...redda öllu og gera allt og koma fyrir.

Velgengni til ţín. 

Katrín Snćhólm Baldursdóttir, 13.4.2008 kl. 11:03

6 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk Katrín, sýningin verđur ekki á Skólavörđustígnum ţví Álfheiđi var sagt upp húsnćđinu ţar, svo hún var flutt í Geysis húsiđ Ađalstrćti 2 inn á Bistro & Bar sem er ţar í húsinu. Vonast til ađ sjá ţig ţar nćstkomandi sunnudag.

Svava frá Strandbergi , 13.4.2008 kl. 23:53

7 Smámynd: Katrín Snćhólm Baldursdóttir

Ég mćti sko...frábćr stađur ađ sýna á Guđný mín. Krosslegg fingur og tćf fyrir ţig og fallegu myndirnar ţínar.

Katrín Snćhólm Baldursdóttir, 14.4.2008 kl. 16:10

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband