12.4.2008 | 02:00
Kóparnir stundum fláðir lifandi?
Heyrt hef ég að í sumum tilvikum sé æðibunugangurinn á veiðimönnunum svo mikill að þeir gefi sér ekki tíma til þess að rota selkópana almennilega áður en þeir flá þá. Því meiri hraða sem þeir tileinka sér við drápin, því fleiri kópa komast þeir yfir að drepa og því fleiri skinn, því meiri gróða. Rotuðu selkóparnir deyja ekki við fláninguna að minnsta kosti ekki strax. Þeir rakna úr rotinu algerlega skinnlausir og sárkvaldir og dauðastríðið er víst langt og strangt.
En hverjir bera ábyrgð á þessum sadisma? Eru það veiðimennirnir, eða eftirspurnin sem skapar hann? Það er spurningin? Eftirspurn er eftir selskinni, því að hinn almenni borgari kaupir það. Selskinn er í tísku m.a. til þess að nota það í púða á nýju glæsilegu sófasettin okkar. Selskinn er einnig notað í fatnað, töskur og fleira. Það er eftirspurnin, eða við sjálf sem kaupum selskinnið, sem berum ábyrgðina á þessum miskunnarlausu og hrottafengnu drápum.
Þessi þjáning selkópanna er þess vegna ekki tilkomin sökum þess að við séum að drepast úr hungri og kjöt sjaldséð á borðum handa okkur og börnunum okkar. Og við þurfum því að flýta okkur sem mest við slátrun kópanna til þess að ná sem mestu kjöti á sem stystum tíma.
Nei, þessi kvalafullu dauðastríð eru tilkomin vegna eins ómerkilegs fyrirbæris og tískunnar.
Tískan stjórnar einnig fleiri ógeðfelldum hlutum, hún stjórnar heiminum með harðri hendi og allir sem vilja vera menn með mönnum, hlýða kalli hennar.
En sem betur fer hafa margir hugsandi menn og konur skorið upp herör gegn því að ganga í feldum af dýrum. Og það ekki aðeins kópaskinnum heldur öllum dýraskinnum eða loðfeldum, eins og til dæmis, refa og minkaskinnum. Enda er litlu skárri meðferðin á refum og minkum sem ræktaðir eru vegna loðfeldanna. Dýrin eru höfð í svo litlum búrum að þau geta vart snúið sér við í þeim svo þau verða brjáluð af innilokunarkennd og æða stanslaust um í sínu örlitla rými sem þeim er skammtað til þess að lifa í sitt stutta líf. Hvar eru dýraverndunarsamtökin þá? Já, og hvar eru líka katta og hundavinir þá, sem eiga þessi náskyldu dýr sem gæludýr og vita hve mikla ást þau geta gefið?
Hún var eftirminnileg auglýsingin sem ég sá í sjónvarpinu fyrir nokkrum árum af tískusýningu. Sýningarstúlkurnar sprönguðu um pallinn á dýrindis loðfeldum og þegar þær höfðu gengið rampinn á enda stoppuðu þær fyrir framan áhorfendur sem horfðu gapandi af aðdáun upp til þeirra. Stúlkurnar létu þá loðfeldina síga niður af öxlunum og sveifluðu þeim glæsilega á eftir sér svo blóðsletturnar skvettust af feldunum framan í andlitin á agndofa fólkinu í salnum.
Öll þessi dýr, sem við látum drepa vegna hégómleika okkar, hafa sál og tilfinningar. Þau eru eins og Steina bloggvinkona mín sagði, litlu systkinin okkar hér á jörð. Og svona förum við með þessi systkini okkar. Sýnum þeim aðeins ótrúlega grimmd og hrottafengið miskunnarleysi.
Selveiðum að ljúka við Kanada | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Af mbl.is
Innlent
- Einn fluttur á slysadeild: Miklar umferðartafir
- Myndir: Náttúrulegur þröskuldur að taka við
- Aldrei runnið vestar: Um 100 metrar á klukkustund
- Nýr samningur við sjálfstætt starfandi leikskóla
- Yfir 300 stæði fóru undir hraun
- Fullvissa ferðamenn um að hér sé öruggt
- Flogið á milli ljósaskipta
- Beint: Kosningafundur eldri borgara með frambjóðendum
- Tafir á þjónustu vegna ágreiningsmála um þjónustu
- Viðgerðir munu taka nokkra daga
Athugasemdir
En selhnallinum er samkvæmt ýmsum heimildum ekki alltaf beitt alveg á réttan hátt, leyfi ég mér að segja.
Svava frá Strandbergi , 12.4.2008 kl. 02:15
Góða helgi Guðný mín
Kristín Katla Árnadóttir, 12.4.2008 kl. 11:15
Hrikalegt alveg. Selkóparnir eru svo fallega saklausir, ótrúlegt að einhver geti lagt sig svo lágt. En, eru líkamar skildir eftir í rotinu og bara skinnið hirt?
Alveg ömurlegt!
Elsku Guðný Svava nú er ég spennt vegna sýningarinnar þinnar.
www.zordis.com, 12.4.2008 kl. 20:26
Já, Zordís ég hef lesið um og séð dæmi þess í sjónvarpi. En sem betur fer held ég að þetta sé undantekning frá reglunni. Mér finnst samt að konur eigi ekki að klæðast loðfeldum, ekki karlar reyndar heldur. Margar þekktar konur í Bandaríkjunum láta aldrei sjá sig í pelsum af nokkru tagi.
Já, sýningin mín verður opnuð sunnudaginn 20. apríl kl. 15,30 til 17.00. Hún stendur til 14. maí og er opin alla daga frá kl.11.30 fyrir hádegi til kl. 22.00. ég vildi óska að þú gætir komið.
Svava frá Strandbergi , 13.4.2008 kl. 00:37
Þetta er nú meiri hryllingurinn að lesa..grey litlu skinnin eiga ekki séns gagnvart græðginni..
Ha hva hvað? Sýningin á skólavörðustígnum?
Endilega segðu meir..og gangi þér bara vel að koma hennni upp. Veit að fólk er stundum í svolítið sérkennulegu ástandi svona rétt fyrir sýningu...redda öllu og gera allt og koma fyrir.
Velgengni til þín.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 13.4.2008 kl. 11:03
Takk Katrín, sýningin verður ekki á Skólavörðustígnum því Álfheiði var sagt upp húsnæðinu þar, svo hún var flutt í Geysis húsið Aðalstræti 2 inn á Bistro & Bar sem er þar í húsinu. Vonast til að sjá þig þar næstkomandi sunnudag.
Svava frá Strandbergi , 13.4.2008 kl. 23:53
Ég mæti sko...frábær staður að sýna á Guðný mín. Krosslegg fingur og tæf fyrir þig og fallegu myndirnar þínar.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.4.2008 kl. 16:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.