Leita í fréttum mbl.is

'Mér varð hugsað til þín, hvers mynd í hjarta ég geymi'

 

scan0051 Sorg

                            

                                                           Teiknað blindandi 

 

Langt er síðan sá ég hann
sannlega fríður var hann.
Allt sem prýða má einn mann
mest af lýðum bar hann.

Augun mín og augun þín
ó þá fögru steina.
Mitt er þitt og þitt er mitt.
Þú veist hvað ég meina.

Þó að kali heitur hver
hylji dali jökull ber.
Steinar tali og allt hvað er
aldrei skal ég gleyma þér.

 

Úr vísum Vatnsenda Rósu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ekki vil ég vera dónaleg, en ég held að þú gætir vel náð að skynja konu með höndunum, ef þú yrðir blindur.

Svava frá Strandbergi , 27.3.2008 kl. 06:40

2 Smámynd: www.zordis.com

Eitt sinn fékk ég ljóð Vatnsenda Rósu í tækifæriskorti frá dreng sem ég unni ekki.  Hann var góður en aldrei minn.

Sniðugar blindandi myndirnar þínar!  Ótrúlega nákvæm og smart!

www.zordis.com, 27.3.2008 kl. 08:32

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Flott mynd og gera þetta blindandi þú er frábær. Mér þykir mjög væntu

vísurnar hennar Vatnsenda Rósu.

Kristín Katla Árnadóttir, 27.3.2008 kl. 10:23

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ótrúlegt að þetta sé blindandi, en þú ert snillingur Svva mín. Kær kveðja.

Ásdís Sigurðardóttir, 27.3.2008 kl. 10:24

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Sniðug mynd, mjög flott!

Marta B Helgadóttir, 27.3.2008 kl. 11:44

6 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk.

Svava frá Strandbergi , 27.3.2008 kl. 16:47

7 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Geggjuð mynd. Flott

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 27.3.2008 kl. 17:10

8 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þessar vísur eru svo fallegar og lagið við þær unaðslegt. Hefurðu heyrt Ragnheiði Gröndal syngja þær/það? Mæli með því.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 27.3.2008 kl. 21:40

9 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk Ása Hildur.

Já, nafna vísurnar eru fallegar og Ragnheiður Gröndal syngur þær mjög vel. Lagið er svo sérstakt og þjóðlegt. 

Svava frá Strandbergi , 27.3.2008 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband