Leita í fréttum mbl.is

Vorgyðjan

scan0012 Vorið

 

Ég hlakka svo til
þegar vorgyðjan kemur dansandi
með sunnangolunni
um sólkvik stræti og torg
og smellir
svo brennheitum kossi
á nakin trén
að þau opna feimnislega
litlu
brumhnappana
og klæðast
sínum laufléttu kjólum

Og blómin
sem hafa sofið
á sitt græna eyra
undir snjó og köldum klaka
kipra augun mót birtunni
og brosa hringinn
alveg eins og ég.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Falleg vorgyðjan og ljóðið

Kristín Katla Árnadóttir, 10.3.2008 kl. 09:37

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gjörsamlega magnað !! takk takk

Ásdís Sigurðardóttir, 10.3.2008 kl. 11:55

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Yndislegt. Takk, nafna.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 10.3.2008 kl. 21:10

4 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk allar sömuleiðis.

Svava frá Strandbergi , 10.3.2008 kl. 23:44

5 Smámynd: www.zordis.com

Vorgyðjurnar eru yndislegar!  Þær eru í heimsókn hjá mér svo þýðar og blíðar! 

www.zordis.com, 11.3.2008 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband