3.2.2008 | 02:24
Þrjú andlit Evu (Hugrof) Mixed media
Hugrof er röskun sem lýsir sér með því að einstaklingur upplifir mikla truflun á sjálfi sínu, minni eða meðvitund. Það felur í sér orsakir sálrænna erfiðleika, sem tengjast einhverjum hliðum á sjálfi einstaklingsins. Þrjár gerðir eru: 1. Óminni (amnesia). 2. Minnistap (fugue), og 3. Margklofinn persónuleiki (multiple personality disorder).
Þessi mynd mín er gerð með kvikmyndina Þrjú andlit Evu í huga, sem var sýnd hér á landi fyrir tugum ára við góða aðsókn og mikið umtal. Kvikmyndin fjallaði um líf konu sem hafði þrjá persónuleika, sem henni gekk illa að samræma hvor öðrum. Þetta var typisk Hollýwood kvikmynd þar sem heilbrigðasti persónuleiki sjúklingsins sigrar að lokum.
En í raun átti persónan í myndinni sér til raunverulega fyrrimynd. Það var kona sem við skulum kalla Önnu. Anna var með 32 persónuleika og saga hennar endaði ekki eins vel og í sögu persónunnar Evu, í kvikmyndinni.
Oft klofnar persónuleiki manna við það að þeir verða fyrir miklum áföllum í lífinu, oftast nær í bernsku.
Í dag eru til lyf og einnig samtalsmeðferðir fyrir hendi, sem gera þessum sjúklingum kleyft að lifa þokkalega góðu lífi. En fyrr á öldum nutu þeir vægast sagt ekki velvildar og voru oft álitnir andsettir. Þar af leiðandi urðu til margar óhugnanlegar sögur um þá sem þjáðust af klofnum persónuleika.
Ein frægasta sagan um tvíklofinn persónuleika er þó tvímælalaust, sagan af Dr. Jekyll og Mr.Hyde.
Oft hefur geðklofa verið ruglað saman við tvískiptan eða margskiptan persónuleika. En hér er um tvo ólíka sjúkóma að ræða. Þar sem geðklofi einkennist af ranghugmyndum, ofsóknarkennd og á stundum mikilmennskubrjálæði. Sem betur fer geta geðklofa sjúklingar nú til dags flestir lifað góðu lífi með hjálp lyfja og samtalsmeðferða og geta allflestir stundað vinnu svo lengi sem þeir taka lyfin sín.
Það er mikilvægt að gæta vel að geðheilsunni með því að hugsa vel um sjálfan sig. Því enginn veit sína ævina fyrr en öll er og geðsjúkdómar gera oft ekki boð á undan sér.
Geðorð Geðræktar eru byggð á því sem einkennir farsælt fólk og eru þannig ábendingar til þeirra sem sækjast eftir velgengni og vellíðan í lífinu. Geðorðunum hefur verið dreift víða um land á undanförnum árum á veggspjöldum og póstkortum. Sumarið 2002 skrifaði Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, þáverandi verkefnisstjóri Geðræktar, neðantaldar greinar í Morgunblaðið um einstök geðorð undir merkjum Heilsunnar í brennidepli.
Geðorðin tíu
1. Hugsaðu jákvætt, það er léttara
2. Hlúðu að því sem þér þykir vænt um
3. Haltu áfram að læra svo lengi sem þú lifir
4. Lærðu af mistökum þínum 5.
Hreyfðu þig daglega, það léttir lundina
6. Flæktu ekki líf þitt að óþörfu 7.
Reyndu að skilja og hvetja aðra í kringum þig
8. Gefstu ekki upp, velgengni í lífinu er langhlaup
9. Finndu og ræktaðu hæfileika þína
10. Settu þér markmið og láttu drauma þína rætast
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál | Breytt s.d. kl. 02:25 | Facebook
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Komdu sæl Guðrún Svava.
Ég er búinn að vera að hugsa um þessa mynd daginn út og inn þessa dagana svo allt í einu kemur þú með þessa fínu grein.Ég var svo hugfanginn að myndefninu á sínum tíma og ekki skemmdi fyrir að hún var byggð á sönnum atburðum.
Mih langaði svo að sjá þessa mynd þar sem að hún er stórmerkileg og ættu sem flestir að sjá hana.Mér finndist að ruv, ætti að sýna hana. Annars veist þú hvar er hægt að nálgast hana.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 04:30
Sæl og blessuð frænka. Góð grein hjá þér og ekki er myndin síðri.
kveðja.
Þorkell Sigurjónsson, 3.2.2008 kl. 06:56
Ég sá þessa mynd sem lítil stúlka og hún festist í minni mínu. Ég sá þessa mynd til sölu á dvd síðasta sumar og bara varð að kaupa hana. Gott horf en virkilega dapurt ástand þegar hugurinn fer í einangruð hlutverk klofans.
Mæli með þessari mynd!
www.zordis.com, 3.2.2008 kl. 11:08
Sæll Þórarinn, takk fyrir innlitið. Zordís bloggvinkona segir hér í kommenti að hún hafi keypt myndina á DVD diski. En hún býr á Spáni og ég veit ekki hvort hún fæst hér. Kannski væri best að leita að henni á stórum videó leigum. Já, mé finnst líka að ruv ætti að sýna þessa mynd og taka til sýninga fleiri góðar gamlar myndir.
Svava frá Strandbergi , 3.2.2008 kl. 13:31
Myndin er mögnuð ( þin mynd) var alveg búin að sjá um hvað þú værir að fjalla áður en ég las textann. Mjög sterk. Kveðja á kisulinga.
Ásdís Sigurðardóttir, 3.2.2008 kl. 16:21
Takk fyrir Ásdís, Tító og Gosi biðja að heilsa Bóthildi baðdrottingu.
Svava frá Strandbergi , 3.2.2008 kl. 17:46
Ég sá þessa mynd nokkrum sinnum sem ung stúlka og hún er greypt í minni mitt. Takk fyrir pistilinn.
Jóna Á. Gísladóttir, 3.2.2008 kl. 19:03
Mín goðorð.
1. Ég hugsa aldrei neitt. Það er langléttast.
2. Ónótast út í aumingja Mala.
3. Ég hef aldrei getað lært neitt.
4. Geri aldrei mistök.
5. Ligg alltaf eins og skata.
6. Er
Sigurður Þór Guðjónsson, 3.2.2008 kl. 19:15
6. Þetta fór af stað óklárað.
7. Skil aldrei neitt.
8. Tek bara þátt í spretthlaupum.
9. Er gjörsamlega hæfileikalaus.
10. Nú er þetta loksins klárað.
Sigurður Þór Guðjónsson, 3.2.2008 kl. 19:18
mig langar svo að sjá þessa mynd, hefurðu annars lesið Sybil? hún er um það sama.
halkatla, 3.2.2008 kl. 19:33
Takk sömuleiðis Jóna. Já, það er satt þessi mynd er sem greypt í minni manns eins og þú segir.
Jæja Nimbus allsherjargoði, Þín goðorð eru sjálfum þér lík eins og vera ber. Vantar ekki húmorinn frekar en venjulega. Annars til hamingju með viðtalið í Fréttablaðinu á laugardaginn. það mætti halda að þú værir barasta 'very importan person' .
Anna Karen, mig langar líka að sjá þessa mynd aftur Leikkonan sem fór með aðalhlutverkið er eiginkona Paul Newmanns til áratuga, Joanne Woodward heitir hún.
Nimbus, þú ert svo fróður um videómyndir, veist þú hvort maður getur fengið þessa mynd á einhverrri videóleigunni?
Nei, Anna Karen, ég hef ekki lesið Sybil, en það væri gaman að lesa hana. Hvað heitir höfundurinn?
Svava frá Strandbergi , 3.2.2008 kl. 21:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.