Leita í fréttum mbl.is

Af salmonellu og sígarettum

Ég gef nú ekki mikið fyrir þessa nóróveiru, sem veldur einhverri nauðaómerkilegri gubbupest og skitu. Nei, ó, nei, ég er nú forframaðri en svo,  því ég hef fengið alvöru salmonellusýkingu og það inniliggjandi á sjúkrahúsi.
Það var ljóta andskotans uppákoman. Hitinn rauk upp í 41 stig og ég eyddi svo miklum tíma á klósettinu að það lá við að ég dveldi þar viðstöðulaust nótt sem nýtan dag í fimm sólarhringa, samfleytt,  með bullandi niðurgang.
Við lágum þarna tvær dömur á stofunni, nær dauða en lífi af ólgandi salmonellu.   En það eina sem komst að í hausnum á okkar aðþrengdu og innantómu skrokkum,  þegar smáhlé varð á klósettrápinu,  var hugsunin um unaðslega langan og góðan smók.

Við höfðum enga trú á því að okkur yrði hleypt út af stofunni til að reykja,  svo nú voru góð ráð dýr. Ættum við að opna gluggana upp á gátt og reykja bara í rúminu eins og dræsur?  Spurði ég vongóð. En stofufélaga mínum leist ekkert á þá hugmynd.  Ertu vitlaus manneskja, við gætum drepist úr lungnabólgu, með svona rosalegan hita,  svaraði hún hneyksluð. Nú við erum hvort sem er hálfdauðar,  tautaði ég í barm mér,  hundfúl.  Jú, ekki gat hún neitað því.
Okey,  það skiptir kannski ekki máli út af hverju,  við geispum golunni,  en það verður allt bandbrjálað ef það kemst upp um okkur,  bætti hún 

Því varð það úr að við hringdum bjöllunni til þess að bera upp þá frómu ósk,  að fá að reykja inni á sjúkrastofunni,  með galopna gluggana,  auðvitað.  Við vorum vongóðar um að ganga ekki bónleiðar til búðar,  því við vorum bara tvær sem lágum þarna inni og báðar þessir líka forhertu stromparnir og svo ofboðslega veikar að okkar hinsta ósk hlyti að verða uppfyllt. 

En heraginn sem ríkir á  sjúkrahúsum lætur ekki nauðaómerkilega sjúklinga snúa uppá sig. Því var okkur hent út af deildinni með retturnar okkar og vísað á dyr,  sem lágu út í norðangarrann.
Þar máttum við svo húka skjálfandi á beinunum,  með eins háan hita í kroppnum og ríkir í Dead Valley í Amríku,  eingöngu standandi á löppunum vegna einnar sígarettu.

 


mbl.is Nóróveiran leggur Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sigaretta hefur vakið margan manninn upp frá dauðum, bara það eitt að þurfa framúr til að reykja hefur verið kvetjandi, það segja alla vega sumar hjúkkur.  Alltaf betra að hafa sjúklinga sem reykja, hinir nenna ekki fram úr rúmi.

Ásdís Sigurðardóttir, 29.1.2008 kl. 19:07

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Úff ekki hefði ég viljað að lenda í þessu að fá svona ógeðslega pest. Hafðu það gott Guðný mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 31.1.2008 kl. 10:13

3 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Púff, þetta hefur verið óskemmtilegt, ég fékk aftur inflúensu af verri gerðinni, lá í viku, en ég reyki auðvitað ekki.

Ester Sveinbjarnardóttir, 1.2.2008 kl. 22:46

4 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk fyrir innlitið, en nú er ég búin að vera hætt að reykja síðan 10. októrber 2006. Jibbý, jæja, jibbý, jbbý, jei!

Svava frá Strandbergi , 2.2.2008 kl. 04:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband