Leita í fréttum mbl.is

Af salmonellu og sígarettum

Ég gef nú ekki mikiđ fyrir ţessa nóróveiru, sem veldur einhverri nauđaómerkilegri gubbupest og skitu. Nei, ó, nei, ég er nú forframađri en svo,  ţví ég hef fengiđ alvöru salmonellusýkingu og ţađ inniliggjandi á sjúkrahúsi.
Ţađ var ljóta andskotans uppákoman. Hitinn rauk upp í 41 stig og ég eyddi svo miklum tíma á klósettinu ađ ţađ lá viđ ađ ég dveldi ţar viđstöđulaust nótt sem nýtan dag í fimm sólarhringa, samfleytt,  međ bullandi niđurgang.
Viđ lágum ţarna tvćr dömur á stofunni, nćr dauđa en lífi af ólgandi salmonellu.   En ţađ eina sem komst ađ í hausnum á okkar ađţrengdu og innantómu skrokkum,  ţegar smáhlé varđ á klósettrápinu,  var hugsunin um unađslega langan og góđan smók.

Viđ höfđum enga trú á ţví ađ okkur yrđi hleypt út af stofunni til ađ reykja,  svo nú voru góđ ráđ dýr. Ćttum viđ ađ opna gluggana upp á gátt og reykja bara í rúminu eins og drćsur?  Spurđi ég vongóđ. En stofufélaga mínum leist ekkert á ţá hugmynd.  Ertu vitlaus manneskja, viđ gćtum drepist úr lungnabólgu, međ svona rosalegan hita,  svarađi hún hneyksluđ. Nú viđ erum hvort sem er hálfdauđar,  tautađi ég í barm mér,  hundfúl.  Jú, ekki gat hún neitađ ţví.
Okey,  ţađ skiptir kannski ekki máli út af hverju,  viđ geispum golunni,  en ţađ verđur allt bandbrjálađ ef ţađ kemst upp um okkur,  bćtti hún 

Ţví varđ ţađ úr ađ viđ hringdum bjöllunni til ţess ađ bera upp ţá frómu ósk,  ađ fá ađ reykja inni á sjúkrastofunni,  međ galopna gluggana,  auđvitađ.  Viđ vorum vongóđar um ađ ganga ekki bónleiđar til búđar,  ţví viđ vorum bara tvćr sem lágum ţarna inni og báđar ţessir líka forhertu stromparnir og svo ofbođslega veikar ađ okkar hinsta ósk hlyti ađ verđa uppfyllt. 

En heraginn sem ríkir á  sjúkrahúsum lćtur ekki nauđaómerkilega sjúklinga snúa uppá sig. Ţví var okkur hent út af deildinni međ retturnar okkar og vísađ á dyr,  sem lágu út í norđangarrann.
Ţar máttum viđ svo húka skjálfandi á beinunum,  međ eins háan hita í kroppnum og ríkir í Dead Valley í Amríku,  eingöngu standandi á löppunum vegna einnar sígarettu.

 


mbl.is Nóróveiran leggur Íslendinga
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurđardóttir

Sigaretta hefur vakiđ margan manninn upp frá dauđum, bara ţađ eitt ađ ţurfa framúr til ađ reykja hefur veriđ kvetjandi, ţađ segja alla vega sumar hjúkkur.  Alltaf betra ađ hafa sjúklinga sem reykja, hinir nenna ekki fram úr rúmi.

Ásdís Sigurđardóttir, 29.1.2008 kl. 19:07

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Úff ekki hefđi ég viljađ ađ lenda í ţessu ađ fá svona ógeđslega pest. Hafđu ţađ gott Guđný mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 31.1.2008 kl. 10:13

3 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Púff, ţetta hefur veriđ óskemmtilegt, ég fékk aftur inflúensu af verri gerđinni, lá í viku, en ég reyki auđvitađ ekki.

Ester Sveinbjarnardóttir, 1.2.2008 kl. 22:46

4 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk fyrir innlitiđ, en nú er ég búin ađ vera hćtt ađ reykja síđan 10. októrber 2006. Jibbý, jćja, jibbý, jbbý, jei!

Svava frá Strandbergi , 2.2.2008 kl. 04:39

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband