29.1.2008 | 02:50
Hjarnið lá yfir hrauninu eins og hrímhvít blúndusæng
Ég sit hérna með Tító minn í kjöltunni við tölvuna og blogga. Úti er allt á kafi í snjó og spáð er miklu frosti í Reykjavík á næstunni. Maður verður þá bara að búa sig vel svo kuldaboli bíti mann ekki alltof fast.
Það er enn einu sinni búið að breyta tímanum á sýningunni minni, af því að fyrir misskilning var tvíbókað í sýningarplássið. Ég fæ þá ekki húsið fyrr en í fyrsta lagi 14. apríl. En það er bara betra. Farið að vora og fleira fólk á ferli í bænum.
Ég get þá slappað betur af við að klára myndirnar mínar svo þær verði frambærilegar. Og gefið Tító og Gosa meiri tíma. Burstað þá og leikið við þá. Þeir voru eiginlega lagstir í andleg áföll vegna þess að ég skipti mér of lítið af þeim. Alltaf að mála og svoleiðis.
Ég var meira að segja farin að halda að Tító ætti ekki langt eftir ólifað. Hann lá alltaf í bælinu sínu og kom varla þó að ég kallaði á hann. Hann hefur líka horast þó nokkuð.
Svo í dag eftir að ég vissi að ég hefði nógan tíma fram að sýningunni tók ég mér ærlegt tak og dekraði við vini mína í bak og fyrir. Burstaði þá og lék við þá og hélt á þeim í fanginu til þess að leyfa þeim að kíkja út um gluggann á snjókornin sem flögruðu hjá eins og hvítu fiðrildin.
Það var eins og við manninn mælt að Tító hresstist allur við og hafði mjög gaman af að leika sér að pípuhreinsaranum sem ég dinglaði fyrir framan nefið á honum og allt í kringum hann. Það var eins og hann gengi í endurnýjun æsku sinnar 63 ára gamall kötturinn.
Og ég áttaði mig á því að í fánýtum eltingaleik mínum við glæstar vonir um framabraut, hafði ég gleymt mínum bestu vinum, sem ekki einu sinni geta séð af mér þegar ég fer á klósettið.
Ég ætla svo sannarlega að láta mér þetta að kenningu verða framvegis.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menning og listir, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 03:14 | Facebook
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson
Athugasemdir
Og ég öfunda kvöldsvæft fólk eins og þig Hallgerður. Ég get aldrei drifið mig í rúmið og á þess vegna erfitt með að vakna á morgnannna. Sýningin verður í fyrsta lagi 14. apríl eða e.t.v. einni eða tveim vikum seinna.
Svava frá Strandbergi , 29.1.2008 kl. 09:39
Ekki er þessi nýjasta mynd síðri en hinar. Í hvaða stærðum eru þær yfirleitt hjá þér?? Haltu áfram að bera góð við kisulinga, þeir eiga það skilið.
Ásdís Sigurðardóttir, 29.1.2008 kl. 16:09
Jú auðvitað er skyldumæting hjá öllum úr Eyjum, Hallgerður. Ég býð ykkur Eylendingum og bloggvinum á bloggsíðunni minni.
Ásdís, stærstu myndirnar eru 100 sinnum 70 cm. fyrir utan karton og ramma. Þær verða allar með hvítt karton í kring og í gleri. Svo stærðin getur með því farið uppí 128 sinnum 99 cm. En svo eru margar aðrar stærðir fyrir neðan það og sumar myndirnar eru svo ponsu pínulitlar að þær minna helst á frímerki í XL stærð. Já, kisulingarnir eiga svo sannarlega skilið gott atlæti og vinahót, þessir bestu vinir manns.
Svava frá Strandbergi , 29.1.2008 kl. 16:34
Stórglæsilegar myndirnar þínar. Gengur þér vel að undirbúa þig fyrir sýninguna?
Ég er nátthrafn og finst mornarnir yndislegir. Ég þarf á fætur klukkan 05.00 í fyrramálið en það er vinnan sem kallar!
www.zordis.com, 29.1.2008 kl. 20:05
Takk Zordís mín. Já það gengur eins og maður segir. Hvernig gengur þér að selja flottu flísarnar þínar?
Svava frá Strandbergi , 29.1.2008 kl. 22:21
Bara vel .... en mikill vill meira sem þýðir ekki að þakklætið kúri í hjartastað!
www.zordis.com, 30.1.2008 kl. 17:20
'Þakklætið kúri í hjartastað'. Einn gullmolinn enn af þínum vörum. Það verður ekki af þér skafið að þú ert skáld Zordís mín.
Svava frá Strandbergi , 31.1.2008 kl. 02:15
ég vil senda hinum yndislega Titó mínar bestu kveðjur og dætra minna, Kassí og Karí
halkatla, 1.2.2008 kl. 11:52
Takk fyrir kveðjuna til Títós Anna Karen. Tító veitir ekki af góðum kveðjum því nú er hann veikari enn nokkru sinni fyrr. Ég er alvarlega farin að ihuga hversu mikið er hægt að leggja á þetta blessaða dýr af þjáningum. Hvort ég eigi kannski að látta þetta enda hjá honum. En fyrst vil ég vera viss um að ég sé að gera rétt. því fer Tító í blóðprufu og myndatökur í dag.Fór líka til læknis í gær og í fyrradag.
Sé svo til hvað kemur út úr rannskókninni hvort það sé forsvaranlegt að láta Tító lifa lengur.
Svava frá Strandbergi , 1.2.2008 kl. 14:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.