21.1.2008 | 17:24
Uss, ég er fyrir löngu síðan....
búin að skrifa mína minningargrein. Best að hafa vaðið fyrir neðan sig þó að maður sé ekki frægur eins og Britney. Það er líka handhægt fyrir ættingjana að ég sé hafi drifið í þessu sjálf og þannig get ég líka verið viss um að aðalminningargreinin verði ekki full af einhverri bölvaðri vitleysu, eins og t.d.
'Hún bjó manni sínum fagurt heimili ' Eða þá. 'Henni féll aldrei verk úr hendi.'
Ég sem tilkynnti mínum fyrrverandi það, um leið og við kynntumst, að ég ætlaði mér það ekki að ævistarfi, að verða húsmóðir.
Enda þótt ég hafi verið neydd út í það, því hann var aldrei heima, alltaf að burðast við að vinna einhvern andskotann, úti á landi. Svo þegar hann kom í bæinn var eins og það væru komin jól og jólasveinninn væri sestur upp á heimilinu í tvo daga til þess að láta stjana í kringum sig. Börnin alveg bandbrjáluð úr spenningi og allt heimilið á háa Céinu.
Fussum svei og ég sem hafði verið svo undurfögur skosk aðalsmær í fyrra lífi, einhvers staðar í Hálöndunum. Auðvitað sprakk allt heila klabbið með miklum hvelli í háa loft, enda ekki við öðru að búast þegar ung og fögur greifynja og stígvélaþræll hennar taka saman.
Já, minningargreinin mín verður bara hrein og bein skýrsla um mína einstöku ævi og ekkert nema skraufþurrar staðreyndir. Ekkert, 'Allt eins og blómstrið eina', þar, eða svoleiðis sko.
Minningargreinin um Britney tilbúin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson
Athugasemdir
Jæja ég er svo gáttuð bara tilbúin með minningagreinina ég get ekki annað en brosað af þessu.
Kristín Katla Árnadóttir, 21.1.2008 kl. 18:35
Þú orðar þetta mjög svo fínt fagra skoska mær! Það er vissulega dignitý yfir þessu og það er alls ekki vitlaust að láta blákaldar staðreyndir flakka. Gera tímamótadíl við Moggann og skrifa sína eigin.
www.zordis.com, 21.1.2008 kl. 21:55
Ég þoli ekki svona hangs! Viltu þá bara ekki fara að ljúka þessu af svo við fáum að sjá minningargreinina.
Sigurður Þór Guðjónsson, 22.1.2008 kl. 00:13
Stígvélaþrælar hennar hátignar hafa auðvitað ekkert munað hvaðan þeir voru að koma og misskilið illilega stöðu sína.
Minningagreinar ættu auðvitað ehelst að vera skrifaðar af manni sjálfum svo allt megi þar vera satt og rétt eftir haft..hehe.
Knús á þig skemmtilega kona.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 22.1.2008 kl. 15:36
Þetta fer nú að styttast Nimbus minn. En ég ætla að láta jarða mig á tveim stöðum, það er að segja annan helminginn hér í Reykjavík og hinn helminginn í Vestmannaeyjum.
Þetta er ekkert mál, ef maður lætur brenna sig og ég spurði að því hvort þetta væri löglegt og það er það.
Svo verður þú að mæta á báða staðina, hohohoho!! Annars geng ég aftur.
Stort knus til jer alle sammen.
Svava frá Strandbergi , 22.1.2008 kl. 17:55
Æ þú ert frábær. Elskan hún mamma mín var sko tilbúin með allt þegar hún fór. Söngur og fleira var allt að hennar eigin ósk og hún vildi stutta ræðu, ekkert smjaður og svo mikinn og góðan söng. Henni varð að ósk sinni og jarðarförin var góð.
Ásdís Sigurðardóttir, 22.1.2008 kl. 19:26
Samhryggist þér með hana mömmu þína, Ásdís mín. Það var svo yndislega falleg myndin þín af höndunum hennar.
Svava frá Strandbergi , 22.1.2008 kl. 19:51
Já, Hallgerður, ég er fædd ásamt yngri systkinum mínum að Strandbergi við Strandgötu, en langafi minn byggð Landakot og afi minn í móðurætt Fagurhól.
Móðurafi minn drukknaði síðan frá konu og börnum, aðeins 29 ára að aldri og amma stóð ein uppi með fjögur ung börn og flutti þá til Ögmundar föður síns heim í Landakot. Ert þú fædd í Eyjum?
Svava frá Strandbergi , 22.1.2008 kl. 22:59
Strandberg og Strand eru svolítið fyndin nöfn sem allir stranda á.
Svava frá Strandbergi , 23.1.2008 kl. 15:31
Akkúrat, Hallgerður, enda Eyjablóð í báðum.
Svava frá Strandbergi , 23.1.2008 kl. 19:29
Landakot brann aldrei. Ég kom inn í það fyrir nokkrum árum og þá sást greinilega hvernig byggt hafði verið við gamla Landakot, bæði inni og úti. Ég á myndir af Landakoti sem ég tók þá.
Sigurður Þór Guðjónsson, 24.1.2008 kl. 22:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.