Leita í fréttum mbl.is

Skammdegið sverfur að. Saga um skammdegisþunglyndi

Mér líður ekki vel, mér líður hreint út sagt hörmulega. það er skammdegisþunglyndið sem sækir enn svo fast að mér. Ég á erfitt með að fara á fætur og finnst ekkert bíða mín nema myrkrið,  svo kolsvart og gínandi, og gapandi á móti mér,
Ég ligg í rúminu, kaldsveitt og hugsa með mér, að ég komi engu í verk og að ekkert sé hvort sem er varið í það sem ég sé þó að gera.
Ég kem mér ekki heldur, til þess að fara út fyrir hússins dyr og hitta vini mína og einangra  mig því frá þeim.
Mest kvíðí ég samt  jólunum, þó innst inni  langi mig auðvitað til þess að gleðjast með fjölskyldu minni.
Ég held að skammdegisþunglyndið hafi byrjað þegar ég ennþá var barn að aldri.. Líklega var ég tólf ára. Ég man að rétt fyrir jól, var ég að horfa á jólaskreytingu með logandi ljósi. Ég horfði inn í ljósið og reyndi að sjá litla Jesúbarnið  inni í ljósinu eins og ég hafði svo oft áður séð.
En í huga mér ríkti aðeins auðn og tóm og ég sá ekki Jesúbarnið, ég sá ekki einu sinni ljósið lengur,  heldur aðeins óljósan flöktandi skuggann af því.
Og ég man að ég hugsaði. 'Jesú er dáinn, það eru engin jól til lengur.' Og það þyrmdi yfir mig af ólýsanlegri sorg.

Ef ég ætti mér eina ósk, myndi ég óska þess, að Jesúbarnið sem dó  í sál minni,  forðum á jólum,  lifnaði við að nýju á þeirri jólahátíð, sem nú gegnur brátt í garð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Sæl Svava. Þú átt alla mína samúð. Ég sem talið hef mig sterkan, en lenti í því eftir síðustu dvöl mína á Vogi, fyrir tæpum tveimur árum síðan að þunglyndi helltist yfir mig. Sú líðan var skelfileg og ef Karl Björnsson læknir frændi okkar, hefði ekki "skaffað" mér gleðipillur, þá veit ég ekki hvernig farið hefði. Í haust fór að bera á þessu aftur og nú er ég aftur kominn í pilluna (Cipralex 10 mg )og nú líður mér sæmilega. En Kalli sagði mér af því, að pabbi hefði verið haldinn þunglyndi, þannig að þetta er í  ættinni okkar.  Vonandi nærðu þér á strik Svava mín.  Kveðja.  

Þorkell Sigurjónsson, 19.11.2007 kl. 13:29

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég vona bara elsku Svava að þér fari að líða betur, gott að tala um málið og ´fá hjálp. Ég horfi á myrkrið og hugsa, heppin, þá sé ég ekki rykið eins vel og er þá ekkert að ergja mig á því.  Vona að þú finnir ljósið.  Knús til þín.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.11.2007 kl. 16:20

3 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Kæri Guðmundur, Keli og Ásdís, takk fyrir góðar kveðjur. Ég hef leitað hjálpar, en samt er skammdegið mér alltaf erfitt. Kannski líka sérlega erfitt núna þar sem ég virðist ekki geta fundið mér vinnu við mitt hæfi. Það er bráðum komið ár síðan ég missti vinnuna í Fjölmennt, vinnu sem var mér svo mikils virði. Mér bauðst forfalla kennsla við að kenna dönsku í 8. 9. og 10. bekk grunnskóla, en ég þáði hana ekki. Fannst eins og það yrði alltof erfitt að fara að kenna, kannski erfiðum og uppivöðslusömum unglingum í svona skamman tíma. En ég var vitlaus að taka ekki þessa vinnu, ég sé það núna eftirá,  því auðvitað eru unglingar besta fólk og þetta var ósigur fyrir mig persónulega En ég ætla að taka mig saman í andlitinu og gera skurk í mínum málum. Segja bara við sjálfa mig eins og Rauðsokkurnar í den ' Ég veit ég kann og get og vil!'

Svava frá Strandbergi , 19.11.2007 kl. 18:18

4 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Keli, mér kemur það á óvart að Sjonni frændi, faðir þinn, hafi verið þunglyndur. Hann leyndi því svo sannarlega vel, annar eins æringi og hann var alltaf að því er mér fannst og fleirum.

Sjonni frændi var besti maður sem ég hef kynnst á ævi minni. 

Svava frá Strandbergi , 19.11.2007 kl. 18:24

5 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Já Svava mín hann Sjonni bílstjóri var mér fjarskalega góður faðir og mér þótti hann eins og þér, bestur allra. Ég sé eftir þeim þrettán árum sem ég dvaldi   í Kópavogi og njóta ekki þeirra forréttinda, að heimsækja foreldra mína dags daglega. Kalli sem alinn er upp á Vallargötunni hjá afa sínum ömmu og Viktori, sagði mér að með aldrinum, þegar Elli kerling fór að hrjá pabba, þá hafi hann séð breytingu til þunglyndis. - Þegar ég bjó á fastalandinu heimsótti ég móðir þína stundum hana Siggu frænku og veistu af hverju? Það var vegna þess að  þá fannst mér  sem ég væri kominn til pabba. En þau tvö, pabbi og mamma þín ólust upp  lengst af saman í Landakoti hjá mömmu sinni og afa, en Mundi og Gunna hjá vandalausum.

Þorkell Sigurjónsson, 19.11.2007 kl. 21:37

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Elsku Svava mín...myrkrið getur verið svo erfitt en það góða er að ljósið verður svo sýnilegt í því. Nú ættum við að fara að finna okkur tíma fyrir kaffisopa og spjall um sýninguna okkar í sumar..mikið verður gaman að hitta þig loksins. Sendu mér mail þegar þú ert í skapi til smá samveru og spjall..ok?

Langar líka að minna á að kosning er hafin í sögu og ljóðakeppninni á síðunni minni og mun standa yfir fram að miðnætti...mér sýnist að fallegu ljóðin þín séu að vekja þar verðskuldaða athygli.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.11.2007 kl. 09:32

7 Smámynd: www.zordis.com

 Kærleikur til þín kæra vinkona! 

www.zordis.com, 20.11.2007 kl. 13:09

8 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég er oft mjög þunglyndur en læt aldrei vita af því fyrr en eftir á.

Sigurður Þór Guðjónsson, 20.11.2007 kl. 16:48

9 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Já, núna sé ég t.d. ekkert framundan nema gröfina. Djúpa og kalda.

Sigurður Þór Guðjónsson, 20.11.2007 kl. 16:49

10 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég kem og heimsæki þig í gröfina þegar ég hrekk upp af og við syngjum saman. Tveir draugar sitja á  dauðs manns kistu, hæ, hó, hæ og ein rommflaska með!

það verður  ghostly geggjað stuð á okkur draugunum tveimur og kannski fleiri draugar sláist í hópinn. 

Svava frá Strandbergi , 21.11.2007 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband