25.10.2007 | 16:59
Þetta finnst mér sorglegasta fréttin á mbl.is í dag
Aumingja blessuð dýrin sem geta engum vörnum við komið þegar þau eru leidd til slátrunar til þess að menn geti svo gætt sér á holdi þeirra. Flest allt það fé sem slátrað er, er ekki nema eins sumars gamalt, það eru litlu lömbin sem við elskum á vorin en étum á haustin
Það er svo mikill tvískinnungur í okkur mönnunum. Okkur finnst sjálfsagt að dekra við hunda og ketti og hafa þau dýr að vinum, en drepa og éta fé, svín og nautgripi og fleiri dýr. Samt geta þau dýr líka verið ágætis gæludýr og eiga allt eins skilið að lifa góðu lífi eins og gæludýrin okkar.
Þegar ég var níu ára dvaldi ég með fjölskyldu minni í nokkrar vikur á bóndabæ í Vestmannaeyjum, bóndabæ sem nú er kominn inn í miðjan Vestmannaeyjabæ.
Besti leikfélagi okkar systkinanna var lítil kálfur þarna á bænum. Og hann hafði gaman af því að leika sér líka við okkur krakkana. Hann rassakastaðist út um allt tún með okkur í eftirdragi, haldandi í halann á honum. Og við fengum að gefa honum að drekka úr fötu, því ekki fékk þetta litla kusubarn að drekka úr spenum móður sinnar. Þess vegna elskaði hann að sjúga puttana á okkur krökkunum með hrjúfu tungunni sinni. Litli kálfurinn sem lék sér svona áhyggjulaust við okkur mannanna börn var svo vafalaust drepinn og étinn um haustið. Kálfakjöt er jú svo ljúffengt finnst okkur mönnunum og fleiri kjötætum,
Ég hef heldur aldrei getið skilið það sveitafólk sem elur upp heimalninga og kynnist þeim náið sem litlum vinum sínum, en getur svo samviskulaust farið með þessa sömu heimalninga til slátrunar. Eða jafnvel hér áður fyrr slátrað heimalningnum sjálft heima við, ef gesti bar óvænt að garði sem þurfa matar með. Það hef ég reynt sjálf, því eitt sinn er við fjölskyldan komum í heimsókn á bóndabæ nokkurn, þegar ég var 12 ára gömul, var heimalningnum slátrað í matinn handa okkur gestunum.
Ég sem hafði leikið mér við þennan sama heimalning fyrr um daginn og gefið honum að drekka úr pela gat ekki borðað neitt, en laumaði kjötbitunum á disknum mínum undir borðið til hundana sem þar lágu. Þeir höfði líka leikið sér við heimalninginn, en þeim fannst allt í lagi að éta hann fyrir því.
Hvenær verður mannskepnan svo þróuð að hún hætti að drepa og éta ung börn dýranna meðbræðra okkar á jörðinni? Guð ætlaðist ekki til þess að mennirnir ætum dýrin, heldur hefðum þau sem vini okkar. Samkvæmt Biblíunni var það syndin sem maðurinn framdi sem fékk hann til þess að verða kjötæta, því við vorum í upphafi ekki sköpuð til þessarar óhæfu.
Tugir fjár drápust þegar flutningabíll valt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú verður að gera þér grein fyrir því að þessi dýr væru ekki til ef að það ætti ekki að slátra þeim og borða þau. Þessi dýr geta bara veirð þakklát fyrir þann tíma sem þau fá að lifa, þó að hann sé stuttur
Óli Jón Gunnarsson (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 17:18
þú semsagt étur bara gras og hrísgrjón, kannski kartöflur
Árni Sigurður Pétursson, 25.10.2007 kl. 17:39
Ég borða nú allt kjöt, en mismikið eftir tegundum,elska dýrin en er ekki svona dugleg að hafa þau ekki á matseðlinum hjá mér.
Ásdís Sigurðardóttir, 25.10.2007 kl. 17:56
Nei, Árni ég er ein af hinum syndugu og borða kjöt, en samt býður mér oft við því að borða það og finnst að ég sé að borða lík, sem kjötið er auðvitað af. ég var aðeins að vekja til umhugsunar um það hvers vegna við borðum kjöt. Ég veit annars ekki betur en að grænmetisætur lifi góðu lífi á 'grasinu'
Svava frá Strandbergi , 25.10.2007 kl. 19:37
Grasið er líka líf.
Sigurður Þór Guðjónsson, 25.10.2007 kl. 23:47
Já Nimbus, kannski við verðum bara að tileinka okkur ljóstillífun eins og það. Þér hefur löngum tekist að stinga uppí mann kæri bróðir.
Svava frá Strandbergi , 26.10.2007 kl. 00:14
iss... frí slátrun og svo er þetta geggjað með brúnni sósu og kartöflum, svo má gera pylsur og grilla þetta þannig að þú sérð að þetta er bara hið besta mál... jamm´og namm lambakjöt á diskinn minn!
bæ bæ
verði þér að góðu
Gunnar (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 01:03
Þú segir nokkuð Gunnar. Þú hittir einmittt naglann á hausinn,mér finnst nefnilega okey að borða svona kjöt í dulargerfi eins og pyslur, hakk og hamborgara og svoleiðis jukk. Líklega er ég bara hinn mesti hræsnari eftir allat saman.
Svava frá Strandbergi , 26.10.2007 kl. 09:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.