13.10.2007 | 10:58
Þá er það ákveðið, einkasýning í febrúar.
Jæja þá! Nú er búið að samþykkja sýningu hjá mér í ArtIceland Skólavörðustíg 1a, einhvern tímann í febrúar á næsta ári og það sem meira er eigandi gallerisins segist bjartsýn á að ég selji þessar myndir sem ég hef sýnt henni.
Nú er að hrökkva eða stökkva, ég verð að mála og mála eins og brjálaður listamaður fram að sýningunni, annað dugir ekki. Mig vantar bara svo prentliti. Ég fór uppí Hvítlist til þess að kaupa liti en af því ég hafði hent gömlu dósunum gátu þeir ekki fundið litina. Ég veit ekkert hvað ég á að gera, en kannski að sonur minn sem vinnur við silkiprentun geti hjálpað mér, ef ég bið hann vel.
Ég ætla að sýna bæði þrykk-og blek myndir og vatnslitamyndir á sýningunni. Álfheiður eigandinn sagð, að þó að það þætti vera betri heildarsvipur á sýningum sem uppistæðu af myndum með sömu tækni, væru þessar tvær tækni aðferðir svo keimlíkar hjá mér, að þetta ætti að koma vel út.
Hún var hrifin af öllum myndunum sem ég sýndi henni sem betur fer. Svo nú ég verð að láta hendur standa fram úr ermum. Og þið kæru bloggvinir verðið náttúrulega velkomnir á opnunina, allir með tölu, þegar þar að kemur, ef þið viljið gera mér þann heiður?
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já hvort ég vil koma Elsku SVAVA mín..flott hjá þér. Hlakka mikið til að sjá sýninguna þína..og líka hina í Ágúst!!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 13.10.2007 kl. 11:04
Takk Katrín min, vertu velkomin.
Svava frá Strandbergi , 13.10.2007 kl. 11:08
Þrátt fyrir að vera ekki bloggvinur Svava, reikna ég með að mér sé boðið, þó ekki væri fyrir annað en skyldleikann. Vonandi gengur þetta vel hjá þér Svava mín, Kveðja.
Þorkell Sigurjónsson, 13.10.2007 kl. 11:56
Til hamingju með sýninguna Guðný mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 13.10.2007 kl. 11:59
Jú Keli minn þér er auðvitað boðið líka, þó það nú væri.
Takk Kristín mín og Arna.
Svava frá Strandbergi , 13.10.2007 kl. 13:21
Mig langar mikið til að koma á sýninguna þína.
Marta B Helgadóttir, 13.10.2007 kl. 13:48
Vertu velkomin Marta mín.
Svava frá Strandbergi , 13.10.2007 kl. 14:27
Til hamingju Guðný Svava. Og til hamingju með reykbindindið.
Kv. frá s. afríku
Ása Hildur
Ása Hildur (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 14:51
Til lukku .... frábaert hjá zér! Hef heyrt að Álfheiður taki nú ekki hvern sem er inn hjá sér! Glæsilegt og ef ég verð á klakanum þá er sko ekki spurning að ég kem.
Góða helgi!
www.zordis.com, 13.10.2007 kl. 16:40
Vona að þú komir Zorsís mín og góða helgi.
Svava frá Strandbergi , 13.10.2007 kl. 17:46
En spennandi. ÉG mæti sko örugglega. Er nú ekki hissa á því að hún hafi verið hrifin af myndunum þínum. Gangi þér vel að mála.
Ásdís Sigurðardóttir, 13.10.2007 kl. 19:48
Takk Ásdís mín. Ég sendi ekkert boðskort til ykkar bloggvinir. þið eruð sjálfboðin og komið bara á opnunina.
Svava frá Strandbergi , 14.10.2007 kl. 02:47
Takk Ása Hildur mín.Skemmtu þér vel í Afríku og passaðu þig á ljónunum og moskitóflugunum.
Svava frá Strandbergi , 14.10.2007 kl. 22:05
Vá frábært. Innilega til hamingju með þetta Guðný
Jóna Á. Gísladóttir, 14.10.2007 kl. 22:34
Takk Jóna mín. Það liggur við að ég krossleggi fingurna til þess að þetta gangi nú allt upp hjá mér. En það hlýtur að gera það með öllum þessum góðu óskum.
Svava frá Strandbergi , 14.10.2007 kl. 23:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.