Leita í fréttum mbl.is

Júhúúú! Það verður sól á sunnudag um allt land, segja þeir á veðurstofunni

Mikið var eftir meira en mánaðar rigningu, þá verður líka notað tækifærið og farið í haustlitaferð á Þingvöll með dóttur minni, ef að mér verður batnað kvefið. Vona bara að það verði ekki öll lauf fokin af trjánum. Monta mig aðeins af dóttur minni, er hún ekki falleg á myndinni og tengdasonurinn myndarlegur? 

Tító er kominn með sýkingu í öndunarfærin, nánar tiltekið í trýnið í þriðja sinn, síðan hann var settur á  sterana. Hann byrjaði að hnerra einhver ósköp í gær og í dag var nefið á honum orðið eldrautt.

Þessir sterar eru víst gróðrarstía fyrir bakteríur segja dýralæknarnir. Svo nú er hann í þriðja sinn á stuttum tíma kominn á sýklalyf fyrir utan sterana. Annars líður hvorugu okkar vel því ég get ekki haft hann uppi í rúmi hjá mér, þar sem kattaofnæmið gaus upp hjá mér og ég gat eiginlega ekkert sofið fyrir kláða í nefinu og bara alls staðar.

Svo Tító og Gosi sofa frammi í stofu og ég ein í rúminu mínu. Ég var svo aum í gærkvöldi yfir að geta  ekki haft Tító í fanginu að ég sofnaði með tárvota vanga, uhu, hu.
Tító er bæði veikur og sár út í mig því hann skilur ekki af hverju hann fær ekki að sofna uppí hjá mér. Gosi er ekki eins háður mér og Tító og hann sættir sig betur við þetta. En ég veit að með þessu áframhaldi hjá Tító mínum er það  mikið til á mínu valdi hve lengi hann lifir.  En ég vil ekki missa  hannTító minn og mun koma fram gagnvart honum eins og hann sé manneskja varðand veikindi hans.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Elsku Tito, ósköp er þetta erfitt fyrir hann. Auðvitað skilur hann ekki ofnæmið þitt.  Ég vona að honum skáni eitthvað og þér líka af ofnæminu.  Falleg stúlkan þín og tengdasonurinn.  Helgarknús og kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 5.10.2007 kl. 23:40

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Sömuleiðis Ásdís mín, helgarknús og kveðja til þín.

Svava frá Strandbergi , 5.10.2007 kl. 23:45

3 Smámynd: halkatla

æ aumingja litli Tito! Ég vona að ykkur skáni þegar líður á helgina, ég sendi ykkur öllum fullt af og vonandi getiði knúsast saman fljótlega.

halkatla, 6.10.2007 kl. 08:09

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Æi hvað þetta er erfitt. hvað er Tító orðinn gamall?

Dóttir þín er gullfalleg og tengdasonurinn myndarlegur. Glæsilegt par þarna á ferð.

Jóna Á. Gísladóttir, 6.10.2007 kl. 09:49

5 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk Anna Karen mín og Jóna  , Tító er nú að verða níu ára í nóvember. Dýralæknirinn sagði mér fyrir skömmu að heilbrigðir balinese kettir yrðu svona 10 til 12 ára, en Tító hefur nú aldrei verið heilbrigður allt sitt líf með þennan nýrnagalla sem er tilkominn vegna  'innbreed' vanhugsandi fólks á þessum köttum.
Annars er nebbinn á Tító minna rauður í dag en í gær eftir að vera búin að fá tvær sýklalyfjapillur. Nú ætla ég að prófa að þvo kisurnar einu sinni í viku, bara bleyta þá. Mér er sagt að ef maður gerir það hætti þeir að framleiða munnvatnshormónin sem veldur ofnæmi hjá mönnum.

Svava frá Strandbergi , 6.10.2007 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband