30.9.2007 | 02:50
Einvígið við ófreskjuna og fleira
Ég var að dunda mér í dag við hitt og þetta, en þó aðallega þetta. Ég var að gera þessa mynd sem ég kalla 'Einvígið við ófreskjuna'.
Ég er búin að tala við gallery á Skólavörðustíg. Reyndar sendi ég myndir þangað líka í tölvupósti. Gallerys eigandinn var mjög hrifin af myndinni Stúlkan í græna kjólnum, myndina Sólheimajökull og Manndómsbrekkan, já og svo nefndi hún líka að Ísilagt vatnið væri fín.
Ég get víst fengið sýningarpláss hjá henni í febrúar á næsta ári. En ég er samt ekki viss hvort ég verði komin með nægar myndir til að sýna, né næga peninga, því vikan hjá henni kostar 72 þúsund krónur, en það er reyndar með öllu. Það er að segja yfirsetu, boðskortum og hún sér einnig um að hóa í fjölmiðla og svoleiðis stöff.
Svo er galleryið með alþjóðlega heimasíðu sem er mikið heimsótt af kaupendum erlendis. Þarna er líka boðið uppá vaxtalaus lán til þess að fjárfesta í myndlist.
Jæja ég sé bara til, en vona samt að ég geti haldið þessa sýningu hjá henni eftir 4 mánuði.
Nú ef ekkert verður af þessu hef ég þó alltaf fyrirhugaða bloggvinkvennasýningu í Ráðhúsinu upp á að hlaupa, en hún verður opnuð 29. ágúst á næsta ári.
Ég er búin að segja upp í leikskólanum. Það var alltof mikið álag á bakið á mér að bogra yfir 7 börnum í einu, til að kenna þeim myndlist við svona pínulítil borð og stóla sem þau sátu á.
Ég er með kölkun í baki og mænuþrengsli og einnig í hálsi. Taugaverkir leiða niður í vinstri fót og vinstri handlegg. Ég hef alltaf verið svo vinstri sinnuð, þess vegna er ég með náttúrulega með vinstri verki. Þessi seinni helmingur af síðustu setningu, eða partur úr henni, er stolinn frá Sigga bróður, úr bókinni 'Í leit að sjálfum sér'
Ég sótti um vinnu í dag á netinu sem aðstoðarmaður iðjuþjálfa á geðsviði Landsspítalans. Æ, ég vona að ég fái þá vinnu, eða þa´vinnu sem skólaritari sem ég ætla að sækja um á mánudag.
Annars fékk ég smá aukavinnu í gær við að skrautskrifa á skjöl fyrir Halaleikhópinn. Það var þrælgaman að gera þetta. Mér þótti verst að þurfa að taka pening fyrir, því það var ein bloggvinkona mín sem bað mig um þetta. En ég er alltaf blönk svo ég tók við borgun fyrir verkið.
Svo slappaði ég af yfir sjónvarpinu í kvöld eftir sameiginlega máltíð okkar Títós og Gosa. Ég eldaði kjúkling og þeir vomuðu yfir mér frammi í eldhúsi, meðan ég var að elda. Mér fannst verst að geta ekki lagt á borð fyrir þá svo við hefðum getað haft það huggulegt við borðstofuborðið og snætt kjúklinginn saman í bróðerni.
En því miður tóku þeir ekki í mál að gera mér þann heiður, svo ég borðaði bara ein, fyrir framan sjónvarpið en þeir af skálinni sinni frammi í eldhúsi. En mikið lifandis skelfing sleiktu þeir mikið út um eftir að hafa hámað í sig kjúklinginn. Ég gerði það reyndar líka, svona fyrst að enginn sá til mín.
Á morgun ætla ég á kaffihús með vinkonu minni í Kringlunni. Skoða smá föt í leiðinni og svona.
Well best að fara að sofa
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson
Athugasemdir
gangi þér vel með þetta allt saman. stundum er gott að taka sjénsa.
sæt með þig og kisurnar þínar.
AlheimsLjós til þín
Steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 30.9.2007 kl. 06:54
Mér líst vel á þessa sýningu hjá þér í febrúar!!!! Vonandi verður af henni hjá þér ..... Farðu vel með þig kæra vinkona því heilsan er mikilvægust af öllu.
Ég hlakka til að hitta þig næsta sumar!
www.zordis.com, 30.9.2007 kl. 08:56
Ljós til þín líka Steina mín.
Já, það verður spennandi að hitta þig Zordís og ykkur allar á næsta ári.
Svava frá Strandbergi , 30.9.2007 kl. 12:22
Sæl Svava. Eitthvað innra með mér sem hvatti mig til að láta vita af mér. Veit ekki hvers vegna, en nú hefi ég komið því frá mér. Kveðja.
Þorkell Sigurjónsson, 30.9.2007 kl. 13:01
sæl Guðný mín. Það er margt að gerast hjá þér og sem betur fer fullt af spennandi og skemmtilegum hlutum. að taka séns ef það er möguleiki getur verið afar gæfuríkt. Good luck
Jóna Á. Gísladóttir, 30.9.2007 kl. 14:40
Ég er viss um að þér tekst að halda sýninguna enda áttu fullt af gullfallegum myndum. Gangi þér vel í atvinnuleitinni.
Skrautskriftin á skjölun var frábær og allir himinlifandi með þessi listaverk.
Ása Hildur Guðjónsdóttir, 30.9.2007 kl. 14:50
mér finnst þetta biluð mynd {flott}
gangi þérog kisunum allt í haginn
halkatla, 30.9.2007 kl. 18:05
Keli minn, þetta eitthvað innra með þér eru fjarhrif, því ég þurfti svo sannarlega á því að halda í dag að einhver léti í sér heyra. Þakka þér fyrir að láta vita af þér, mér þykir vænt um það
Takk Jóna, good luck to you too.
Ása Hildur, takk og það var gott að allir voru hrifnir af skjölunum.
Takk Arna og Anna Karen. Kveðja til Kassöndru litlu.
Svava frá Strandbergi , 30.9.2007 kl. 20:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.