Leita í fréttum mbl.is

Það eru alltof oft hinar undarlegustu málfarsvillur í fréttaskýringum á mbl.is

Í frétt einni á mbl.is, sem ber yfirskriftina, 'Pénelope hrifin af Lundúnum', er greint frá því, að spænska leikkonan Penélope Cruz, hafi fallið 'kolflöt' fyrir borginni.
Mér er spurn, varð Penélope, af einhverjum ástæðum fyrir því óláni að detta um kolabing og hvernig í ósköpunum stóð á því að kolabingurinn varð á vegi hinnar frægu stjörnu?  Eða kollsteyptist hún kannski ofan í einhvern kolakjallarann og hver var þá svo óábyrgur, með leyfi, að hafa kolageymsluna sína opna upp á gátt, svo hver sem væri gæti pompað on´í hana?
Mér finnst að Lundúnabúar eigi skilyrðislaust að passa betur uppá kolin sín, svo að alsaklaust utanbæjarfólk þurfi ekki að óttast að falla svona um þau, eða fyrir þau.
Annars stóð ég reyndar í þeirri meiningu að það væri fyrir löngu hætt að kynda með kolum í Lundúnaborg, en það er líkast til minn misskilningur eins og svo margt annað.
Ég hefði kannski skilið þessa frétt betur, ef sagt hefði verið frá því, að Penélope hefði fallið kylliflöt fyrir borginni.

Er kannski 'sjens' á að fá vinnu sem prófarkalesari hjá mbl.is?

ps.
Fréttaritarinn er heldur ekki með það á hreinu hvort leikkonan fagra, heiti Pénelope, eða Penélope. 


mbl.is Pénelope hrifin af Lundúnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mér skilst að hún sé að leita sér að húsi konu stráið.

Kristín Katla Árnadóttir, 2.9.2007 kl. 19:44

2 Smámynd: www.zordis.com

Kanski að maður feti í fótspor hennar og steypi sér í næsta kolakjallara.  Hef aldrei komið í borgina og væri alveg til í að fara og skoða það sem í boði er!

www.zordis.com, 2.9.2007 kl. 19:57

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hún finnur kannski fallegt hús með kolakjallara.  Annars er ekki eðlilegt hversu illa talandi og skrifandi þessir fréttamenn eru nú til dags.

Ásdís Sigurðardóttir, 2.9.2007 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband