Leita í fréttum mbl.is

Samheldin fjölskylda er sýndarveruleiki og ýtir undir þunglyndi eldra fólks.

Það er satt að margar fjölskyldur eru andstyggð. Innan þeirra þrífst líkamlegt og andlegt ofbeldi, já og jafnvel líka kynferðislegt ofbeldi oft á sömu einstaklingum. Systkini talast ekki við, öfundast og hatast út í hvort annað. Uppkomin börn vanrækja foreldrana, tala oft ekki við þau svo vikum eða mánuðum skiptir, hvað þá að þau nenni að ómaka sig til að heimsækja þau.  Það er oftlega þannig, að áður en gamalmennunum er plantað á elliheimilið eru þau í reynd búin að vera dauð fyrir börnum sínum um áratugaskeið.

Það er ekki að ósekju að margt gamalt fólk er þunglynt og mér finnst það ósköp eðlilegt að framkvæmdastjóri Geðhjálpar vilji láta fremja krufningu á öllu gömlu fólki sem deyr heima. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mikið er þetta rétt og satt sem þú segir ég þekki þetta ég var alin upp í þögn en það sem ég var alin upp en ég lenti í svolítið sem frændi minn gerði ég var bara 13 ára gömul  ég var sofandi þegar hann reyndi að gera  mér ýlt ég var mjög hrædd þá ég mun aldrei gleyma því ég þori ekki að fara með þetta lengra . Guðný mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 1.9.2007 kl. 22:27

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

 fyrirgefðu stafsegningar villurnar.

Kristín Katla Árnadóttir, 1.9.2007 kl. 22:32

3 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Allt í lagi Kristín mín.

Svava frá Strandbergi , 1.9.2007 kl. 22:38

4 Smámynd: Lovísa

Þetta er því miður sorgleg staðreynd. Ég ætti að vita það, komandi úr svona fjölskyldu.

En ég vona að með því að opna fyrir umræðuna um þetta að þá verði fólk meðvitaðra um hvað er að gerast í kringum það og láti þetta ekki viðgangast lengur. 

Lovísa , 1.9.2007 kl. 22:40

5 identicon

Það vill líka gleymast að margar fjölskyldur eru mjög sjúkar og getur það verið útaf draugum horfinna feðra. Ættarbölvanir vegna td. misnotkunar á litlum börnum. Þær geta líst sér í sjúkum tengslum milli foreldra og barna eða systkyna.

Sá þátt á rúv um daginn sem sagði frá rannsókn, minnir mig einhvers Scandinavísks læknis og þar kom í ljós að við getum erft þætti frá foreldrum okkar fram að tvítugu.

Rabbus (IP-tala skráð) 1.9.2007 kl. 23:03

6 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég gleymi því ekki Rabbus að margar fjölskyldur eru mjög sjúkar. Það er einmitt það sem ég á við, því hvar viðgengst svona viðbjóður annars staðar? Varla hjá heilbrigðum fjölskyldum? Sömuleiðis, hvar byrjar þessi ógæfa? Er hægt að bend á einn einstakling í einni fjölskyldu og segja; ' Þetta er honum/henni að kenna´? Svona afbrigðilegheit ganga oft kynslóð fram af kynslóð og enginn getur sagt að hann sé stikkfrír.  En það er engin bót að því að hamra á því að allt sé sjúkdómi að kenna. Sjúkar fjölskyldur geta leitað sér lækninga, ef einhver vilji er þá til þess.

Svava frá Strandbergi , 1.9.2007 kl. 23:23

7 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég las líka bloggið hennar Lovísu Sigmundsdóttur og grét yfir því en gladdist um leið vegna þess að hún hefur fundið hamingjuna með góðum manni.  Hún samþykkti að verða bloggvinkona mín. Ég vona að allt lagist annað  í lífinu hjá henni.

Svava frá Strandbergi , 1.9.2007 kl. 23:27

8 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Fjölskyldur eru andstyggilegar. Það hef ég alltaf sagt. Ég sé hins vegar enga ástæðu til að kryfja gamalt fólk nema eina: Ef vera skyldi að með því væri hægt að vekja það aftur til lífisns. En það mun víst ekki vera ætlunin.

Sigurður Þór Guðjónsson, 1.9.2007 kl. 23:43

9 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Nimbus, ætlunin með því að kryfja gamalt fólk á víst að vera sú að komast að því hvort það hafi framið sjálfsvíg. Hafi það framið sjálfsvíg er því enginn greiði gerður með því að vekja það aftur til lífsins, nema það sé hægt sé að bæta aðstæður þess þannig að það hafi löngun til þess að halda áfram að lifa.

Svava frá Strandbergi , 1.9.2007 kl. 23:52

10 identicon

Það sést nú í fréttum af hæstaréttadómum að oftast fá barnaníðingar ekki nema nokkurra mánaða dóm. Af því ætti að vera ljóst að dómurunum finnast þetta léttvæg brot. Þessu er engan vegið samlíkt við tilfinningalegt tjón barns sem verður fyrir broti og foreldra og nánasta fólks og erfileika sem þau munu ganga í gegnum á lífsleiðinni.

Þar er munurinn mikill.

Rabbus (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 01:24

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er lukkunnar pamfíll því ég ólst upp í heilbrigðri fjölskyldu. Örugglega er það ástæðan fyrir því hvað mér hefur gengið vel að takast á við erfiðleika sem upp hafa komið í lífinu. Svo á ég líka báða foreldra mína enn á lífi og get talað við þau daglega og geri það reyndar mjög oft. Ég ætla að lesa bloggið hennar Lovísu núna.

Ásdís Sigurðardóttir, 2.9.2007 kl. 07:36

12 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Getur ekki verið að sumt gamalt fólk hafi sýnt og sýni þvílíka grimmd gagnvart börnunum sínum, að "börnunum" (oftast orðið fullorðið fólk) líði ömurlega nálægt þeim?

Guðrún Sæmundsdóttir, 2.9.2007 kl. 17:57

13 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég held að grimmd geti verið til í dæminu Guðrún í sumum tilvikum, en því miður eru til ótal vitnisburðir um það að gamalt fólk á elliheimilum sé ekki aðeins geymt þar heldur einnig í alltof mörgum tilvikum líka gleymt.

Svava frá Strandbergi , 2.9.2007 kl. 19:19

14 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Guðný það var gott hjá þér að vekja máls á þessu, yfirleitt á gamla fólkið mikið betra skilið. en ég er bara búin að lesa of mikið um kynferðislega misnotkun á börnum, skil ekki þessa grimmd

Guðrún Sæmundsdóttir, 2.9.2007 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband