30.8.2007 | 23:17
Ég sá hann í dag ' Vitfirrt ást'
Ef þú kæmir til mín
myndi ég ráðast á þig
og rífa utan af þér fötin.
Svo myndi ég leggja þig flatan
á fínpússsað eldhúsgófið
og fleka þig með bestu lyst.
Það er nú það, ljúft er að láta sig dreyma. Það verður víst hvort sem er aldrei neitt meira úr þessu.
En það getur líka verið ágætt að vera ástfangin í leyni.
En hvað með það, ég er loksins búin að fá vinnu. Eiginlega samskonar vinnu og ég vann á síðasta vinnustað,, þ.e. að kenna myndlist, nema í staðin fyrir að kenna fólki í framhaldsskóla, mun ég nú fara að kenna leikskólabörnum.
Ég fer niður á við í aldri nemenda minna, úr fullorðnu fólki og niður í smábörn. Ætli það endi ekki bara með því að ég fari bara að taka á móti börnum og gerist ljósmóðir?
Ég fór í bankann minn í dag og sótti um styrk til að halda einkasýningu. Ætla að reyna að halda smásýningu á undan samsýningunni okkar bloggvinkvennanna sex í Ráðhúsinu eftir ár, ef allt gengur að óskum. Til vara sótti ég reyndar um yfirdráttarlán líka. Ég sagði þjónustufulltrúanum að mig vantaði líka pening til þess að gefa út ljóðabók sem ég ætla að myndskreyta sjálf, en við urðum ásáttar um að taka bara eitt fyrir í einu.
Nú er Tító kominn á lyf við ógleðinni sem hrjáir hann vegna þess að þvagefnið í blóðinu hefur aukist. Nýrun hans eru að bila smátt og smátt. Lyfin verka vel á hann, allavega er hann hættur að kasta upp út um öll gólf, en ég held að þessi lyf hafi slævandi verkun því hann er alltaf dormandi. Svo er hann eiginlega alveg hættur að borða. Ég man ekki til að hafa séð hann borða í marga daga.
Gosi graðnagli finnur og sér hve Tító er orðinn lítill bógur og leggur hann í einelti. Hann varnar honum þess að komast á kattaklósettið sem er úti á yfirbyggðu svölunum. Ég vaknaði einn morguninn við ofboðsleg hræðsluvein í Tító og rauk fram, þá sat hann skíthræddur við svaladyrnar og þorði ekki út, því Gosi réðist á hann ef hann dirfðist svo mikið að reyna að stíga fæti út á svalirnar. Svo ég neyddist til þess að láta kattaklósettið inná bað.
Tító sem hingað til hefur verið kóngurinn á heimilinu og hátt yfir Gosa hafinn í goggunarröðinni er nú undir hælnum á Gosa graða. Náttúran er grimm, því ef að dýr finna að eitthvert annað dýr er orðið mikið veikt leggjast þau á það. Þó hefur Gosi verið góður vinur Títós í gegnum árin.
Þegar Tító er ekki sofandi þá eltir hann mig vælandi um allt og vill láta halda á sér og bera sig um. Ég hef smá áhyggjur af því þegar ég fer að vinna að skilja Tító og Gosa eftir eina heima þegar ástandið er orðið svona .
Ég vona bara að allt muni koma til með að ganga vel hjá mér í nýju vinnunni.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ljóð, Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:19 | Facebook
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson
Athugasemdir
Til lukku með nýju vinnuna. Ég er viss um að hún á eftir að gefa þér mikið. Mér finnst rosalega gaman að skoða myndlist barna. Gaman væri að fara á sýningu hjá þér, ertu búin með þau verk sem þú ætlar að sýna eða ertu að bæta við?? Knús í krús og faðmlag til Tító
Ásdís Sigurðardóttir, 30.8.2007 kl. 23:26
Takk Ásdís. Ég er að bæta við myndum. Vona að ég geti haldið sýninguna eftir hálft ár. Já, ég held bara að það verði gaman að kenna börnunum.Skila knúsinu til Títós. Nú er hann að væla greyið af því að ég er í tölvunni.
Svava frá Strandbergi , 30.8.2007 kl. 23:31
Hæ hæ... ég vona að vinnan gefi þér margt, sonur minn málaði mikið þegar hann var lítill, ég geymdi fullt af myndum eftir hann, þær voru svo frábærar. Vildi óska að hann hefði haft kost á því að fá leiðbeiningu frá þér. Æji... elsku Tító.. hann á ekki sjö dagana sæla og leitar í skjól hjá æðsta yfirvaldinu á bænum. Vona að þetta gangi allt vel hjá ykkur.
Ester Sveinbjarnardóttir, 30.8.2007 kl. 23:31
Takk Ester. Já myndlist barna er oft stórskemmtileg.
Svava frá Strandbergi , 30.8.2007 kl. 23:32
Takk Guðmundur minn, Já, endilega farðu að mála. þú hefur örugglega gaman af því. Ég mun alveg getað sagt þér til ef þú vilt. Annars er þetta ekki saga sem er efst á færslunni heldur ljóð sem var eitt sinn ljóð dagsins á Ljóð.is
Svava frá Strandbergi , 31.8.2007 kl. 01:02
Voðalega er þetta dónalegt ljóð eitthvað.
Sigurður Þór Guðjónsson, 31.8.2007 kl. 02:01
Elsku tító já það er erfitt að skilja þá eftir en vonandi verður það í lagi. Til hamingju með ljóðbókina og nýu vinnuna.
Kristín Katla Árnadóttir, 31.8.2007 kl. 09:53
Til hamingju með vinnuna Guðný Svava.
Leitt með Tító
Ég hlakka til að koma að sjá sýningu hjá þér.
Já kannski maður fara að fikta til liti með Guðmundi, leyndir listamannadraumar blunda alltaf rétt handan við veruleikann
Ása Hildur Guðjónsdóttir, 31.8.2007 kl. 10:17
takk allar.
Nimbus, þú mátt ekki við miklu. Ég myndi nú segja að þetta væri bara erótískt ljóð.
Svava frá Strandbergi , 31.8.2007 kl. 10:51
jahérna Guðný Mér fannst nú ljóðið í dag vera betra en færslan sem þú birtir í gær Hvað varðar sýninguna þína, er ekki upplagt að sýna líka með Steinu og Hauki sem voru með bloggmyndlistasýninguna um daginn? ég sá að Steina var að pæla í jólasýningu og þau vilja fá fleiri myndlistamenn í hópinn. En frábært fyrir börnin að fá alvöru listamenn í kennsluna, gangi þér vel
Guðrún Sæmundsdóttir, 31.8.2007 kl. 18:12
Takk Guðrún. Það væri kannski ekki svo vitlaust að sýna með þeim ef ég verð komin með nægar myndir.
Svava frá Strandbergi , 31.8.2007 kl. 20:37
Erótík er hin besta tík .... Til hamingju með starfið, það verður án efa mjög gefandi og skemmtilegt. Nemendur opnari en gengur og gerist .....
Blessun til Tító, veit vel hvað það er að vera með veikan kisulyng og að missa! Knús á þig kæra og gangi þér vel með einkasýninguna, ljóðabókina og allt sem rekur á fjörurnar.
www.zordis.com, 31.8.2007 kl. 21:45
til hamingju með nýju vinnuna! og gangi þér vel með allt sem er framundan.
aumingja litli Titó, ég og Kassandra sendum honum hlýja strauma
halkatla, 31.8.2007 kl. 21:48
Til hamingju með núja jbbið, vegni ykkur Tíó sem allra best.
Kveðja:
Sigfús Sigurþórsson., 31.8.2007 kl. 22:53
Já, erótíkin er fínasta tík zordís. Knús til baka og takk fyrir blessunina til Títós. Ekki veitir af því nú er búiið að bæta á hann steralyfjum til þess að reyna að hífa hann upp úr dorminu og lystarleysinu. Hann situr í kjöltu minni núna og lá oná maganum á mér áðan þegar ég horfði á sjónvarpið.
Anna Karen og Kassandra, takk fyrir kveðjuna til Títós og góðar óskir.
Sigfús, takk fyrir hamingjuóskir með nýja jobbið og árnaðaróskir til okkar Títós
.Kveðja
Svava frá Strandbergi , 31.8.2007 kl. 23:42
Leiðinlegt að heyra þetta með Tító og Gosa. En það er ekkert að marka mig ég er geldur. En ég og Max vinur minn, eigum í innilegu sambandi .....voðalega er ég orðinn dramatískur
kloi, 31.8.2007 kl. 23:58
Kær kveðja til þín Klói og bið líka að heilsa Max.
Svava frá Strandbergi , 1.9.2007 kl. 00:50
Til hamingju Guðný mín. Þú munt örugglega njóta þess.
Jóna Á. Gísladóttir, 1.9.2007 kl. 01:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.