Leita í fréttum mbl.is

Ja hver andskotinn, bara lögreglubíll sendur hingað heim að húsinu!

Jæja! Maður er ekki fyrr komin heim frá útlöndum, en hér í stigaganginum upphefjast vandræði og hávaðarifrildi . Það er ekki vegna heimkomu minnar, guði sé lof fyrir það ,  heldur er ný fjölskylda flutt hér í stigaganginn. Ég var í flugvélinni á leið til Íslands síðustu laugardagsnótt og þá voru víst heljar læti hjá þessu sama fólki að því er mér var sagt.
Ég hitti þessa fjölskyldu þ.e.a.s. húsbóndann og konu hans hér fyrir utan húsið áður en ég fór til Krítar Þá voru þau að flytja inn og ég bauð þau velkomin í stigaganginn.
Í kvöld sat ég svo og horfði á imbakassann og heyrði þá rosalegan hávaða berast  af neðri hæðinni, skammir, öskur og grát. Ég hélt að fólkið niðri væri að horfa á einhvern hasarþátt í  sjónvarpinu og hefði það bara svona hátt stillt.
En sú var því miður ekki raunin, því fyrr en varði var kominn hér merktur lögreglubíll upp að dyrum.
Lögreglumennirnir fóru inn í húsið og töluðu við ólátaseggina.  Ég heyrði konu gráta inni í íbúðinni og vorkenndi henni einhver ósköp. Samt er ég ergileg yfir því að eitthvert óreglufólk sé flutt hér inn, því í þessum stigagangi hefur verið blessunarlega rólegt hingað til.
Annars hef ég verið að  pæla í  því að flytja í nokkuð langan tíma, áður en þessi vandræði komu til,  á jarðhæð með sérgarði í tví eða þríbýlishúsi. Líklega er kominn tími til að kýla á það.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já endilega  Guðný mín það er ekki hægt að búa við svona fólk ekki mundi ég þola það ég mundi drífa mig í burtu.

Kristín Katla Árnadóttir, 15.7.2007 kl. 10:09

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Fluttu bara til Krítar! Þar er friður og ró.

Sigurður Þór Guðjónsson, 15.7.2007 kl. 10:34

3 Smámynd: www.zordis.com

Greinilega eru öll merki ad segja zér ad fara ad svipast um eftir nýjum áfangastad í lífinu!  Gangi zér vel ad finna út úr zessu.  Krít er ekki slaemur kostur tek undir med brósa zínum!

Hafdu zad gott kaera og njóttu lífsins!

www.zordis.com, 15.7.2007 kl. 10:58

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Aaaahh.. ég hef upplifað þetta. Maður fær hjartslátt og fer að sperra eyrun við minnsta hávaða. Mjöööög óþægilegt. Flytja strax.

Jóna Á. Gísladóttir, 15.7.2007 kl. 12:44

5 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Ég myndi kaupa jarðhæðina á Íslandi, og leigja hana út, og nota svo leiguna til að leigja hér á Krít, það er svo miklu ódýrara að leigja hér. En þá er samt vandinn að finna góða leigjendur. Ég þurfti einmitt að rjúka til Íslands á sínum tíma þegar ég leigði út mína íbúð á Íslandi til að henda einhverjum ólátaseggjum út, slökkviliðið og löggan og alles var farið að þurfa að mæta reglulega.

gerður rósa gunnarsdóttir, 15.7.2007 kl. 13:28

6 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Já ætli maður fari ekki að líta í kringum sig, ég hugsa það. Kannski það endi með því að maður flytji bara til Krítar, það er aldrei að vita. 

Takk fyrir góðar kveðjur og Siggi velkominn heim! Hringi í þig í kvöld og kíki þín einhvern næstu daga.  

Svava frá Strandbergi , 15.7.2007 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband