Leita í fréttum mbl.is

'Ég er komin heim í heiðardalinn

Ég er komin heim með slitna skó' Krít var æðisleg, veðrið 32-33 stig, meiriháttar ferðafélagar og Gerður sem kom þessu öllu í kring var eins skemmtileg og ég hafði búist við og líka frábær leiðsögumaður.
Ég bjó í einbýlishúsi með sundlaug og bar, alveg rétt hjá og var í um fimm mínútna göngufæri frá húsinu hennar Gerðar þar sem ferðafélagarnir gistu.
Í hverju tré þarna í kring bjuggu milljón krybbur sem sungu mig í svefn á kvöldin og vöktu mig samviskusamlega á morgnanna, en næsti nágranni minn var froskur sem bjó á bak við stóra leirkrukku sem stóð í horni upp við húsið.
Síðan kom engispretta í heimsókn eitt kvöldið þegar við héldum pick-nick heima hjá mér. Heiða myndaði hana í bak og fyrir og fannst hún vera frábær fyrirsæta. Ég var alveg á nálum yfir nálægð engisprettunnar enda ástæða til, því þegar henni fór að leiðast fyrirsætubransinn tók hún sig til og stökk á mig.
Ég trylltist hreint og beint, öskraði og gargaði, hoppaði og hristi mig og æpti móðursýkislega. Ohh ég þoli þetta ekki, ég þoli þetta ekki!! Ég þarf varla að taka það fram að Heiða, Gerður og Siggi láku næstum niður af hlátri en  sem betur fór gat Gerður samt bjargað aumingja engisprettunni. En það komu fleiri gestir þetta kvöld því einmana þúsundfætla kom einnig í teitið og hún var auðvitað mynduð líka í bak og fyrir. Semsagt þetta var geggjað partý sem verður lengi í minnum haft.
Hitinn var alveg mátulegur nema þegar við gengum brekkurnar, þá hefði hann mátt vera minni og það var mikið af brekkum.
Það var gaman að hitta  asnana hennar  Gerðar  í  eigin  persónu  enda fannst mér þeir vera einskonar sálufélagar mínir,  sem og  hænuna , hundana og  kettina.  Siggi  var svo  heppinn að  einn  kötturinn tók  ástfóstri  við hann og lúllaði hjá honum á hverju kvöldi meðan ég mátti sofa  ein og Títólaus.
Gamli bærinn í Chania var yndislegur göturnar svo þröngar sumstaðar að varla meira en fjórar mannseskjur gátu mæst þar með góðu móti . Við rápuðum milli verslana og skoðuðum mannlífið og enduðum svo á því að borða kvöldverð á hafnarbakkanum og horfðum á sólina setjast.
Á milli borðann gegnu spikfeitir hundar og kettir sem voru svo matvandir að þeir hunsuðu flest allt sem við fleygðum til þeirra af örlæti okkar.
Við átum líka síðdegisverð í hæstu hæðum uppi á fjalli einu þar sem við skoðuðum eldgamalt þorp og enn eldri rústir sem Gerður sagði okkur að hétu Akropolis.
Við heimsóttum líka ótal fleiri þorp og eyddum  einnig drjúgum tíma við sundlaugina í sólbaði eða dýfðum okkur aðeins í laugina. En laugin var vinsæl af fleirum en okkur því svölurnar flugu þarna rétt yfir vatnsborðinu og fengu ser vatnsopa og nokkrar kindur ráfuðu þarna í kring og dreyptu öðru hvoru á sundlaugarvatninu. Ég tek það fram að ég sjálf drakk ekki vatnið úr lauginni heldur rauðvín sem maddaman á barnum færði mér ásamt ostum og öðru góðgæti.
Þetta ferðalag var í einu orði sagt  YNDISLEGT  og ég á örugglega eftir að fara aftur til Krítar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Velkomin heim, mikið rosalega hafið þið haft það skemmtilegt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.7.2007 kl. 13:46

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk Jenný, já það var rosa skemmtilegt hjá okkur.

Svava frá Strandbergi , 11.7.2007 kl. 15:33

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Komdu fagnandi kæra vinkona. Nú veit ég að kisurnar hafa kæst, mamma komin heim.  Mikið er gaman að heyra fyrstu sögur, vonandi lumarðu á fleirum. Sé alveg fyrir mér alla líkamsræktina sem þú hefur lent í með þessari krybbu og engisprettudansinn eru örugglega geggjaður. Verst að sjá ekki myndir    er heilsan ekki þokkaleg eftir fríið?? enn og aftur velkomin heim

Ásdís Sigurðardóttir, 11.7.2007 kl. 19:45

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Velkomin heim Guðný mín þetta hefur verið æðislegt hjá þér já það hefur verið svona gaman í dýrpartínu hjá þér Auðvita ferðu aftur. Tók ekki tító vel á móti mömmu, það er ég viss um.

Kristín Katla Árnadóttir, 11.7.2007 kl. 19:48

5 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ásdís, ég ætla að halda dansnámskeið í engisprettudansi.
Annars þóttist Tító ekki þekkja mig þegar ég kom heim, hann var svo móðgaðr útí mig. Var líka kominn með bullandi niðurganga  út af stressi. Ég hefði ómögulega getað verið lengur hans vegna. Svona er að vera með þessi blessuð dýr.

Kristín , já það var ÆÐISLEGT með stórum stöfum. Tító er varla búinn að taka mig í sátt ennþa´yfir að hafa yfirgefið hann.  

Svava frá Strandbergi , 11.7.2007 kl. 20:21

6 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Ég ætlaði einmitt að spyrja hvort Tító væri búinn að taka þig í sátt ;)

Þetta var nokkuð góður sprettur sem þú tókst þarna með engisprettunni ;) Ótrúlegt hvað fólk getur orðið kvikk í sumum kringumstæðum - hélt kannski að þú værir að sýna engisprettunni að þú gætir alveg hoppað hátt líka hehe

gerður rósa gunnarsdóttir, 11.7.2007 kl. 20:49

7 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Gerður, heheheh

Svava frá Strandbergi , 11.7.2007 kl. 21:04

8 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Já velkomin heim. Gott að ferðin tókst svona vel.

Borgarfjarðarferðin gekk líka að óskum þó við höfum nú saknað þín.

Blogga um hana á morgun er orðin örþreytt

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 11.7.2007 kl. 21:23

9 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Velkomin heim,og þú kemur rétt í þann mund sem ég er að fara til Skotlands,8 tímar í flug.
EN,já,ég er söngvari í Hraðakstur bannaður.

Magnús Paul Korntop, 11.7.2007 kl. 22:56

10 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Hvað segirðu Magnús 8 tímar í flug? Ekki hefur það svo langan tíma þegar ég hef farið til Skotlands. Þú hlýtur að fljúga eitthvað annað í leiðinni. Það eru 5 tímar og 40 mínútur til Krítar sem liggur sunnar en Norður - Afríka. En góða ferð og skemmtu þér vel. Þú ert skemmtilegur og góður söngvari.

Svava frá Strandbergi , 12.7.2007 kl. 00:20

11 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Velkomin heim Guðný. Frábært hvað ferðin hefur verið vel heppnuð. Ég get sko sagt þér að ég hefði fríkað út líka ef engispretta hefði stokkið á mig.

Jóna Á. Gísladóttir, 12.7.2007 kl. 00:33

12 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk Jóna mín. Já ég spretti svo sannarlega úr spori þegar engisprettan stökk á mig. Þetta var heldur ekkert smástökk hjá henni enda með ógeðslega langar lappir. Samt myndaðist hún vel hjá Heiðu enda eru fyrirsætur yfirleitt leggjalangar eins og allir vita.

Svava frá Strandbergi , 12.7.2007 kl. 00:46

13 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Zorba ..the greek var frá Krít! 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.7.2007 kl. 03:57

14 Smámynd: www.zordis.com

Hrikalega hefur verid gaman hjá ykkur!  Jafnast ekki neitt á vid góda ferdafélaga og hugmyndaríkan gestgjafa ..... Spurning ad fá ad sjá einhverjar myndir úr partýinu

www.zordis.com, 12.7.2007 kl. 07:37

15 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Anna, einmitt, enda var lagið úr kvikmyndinni Zorba oft spilað á restaurantnum The Greek Corner sem við borðuðum stundum á. Þar voru líka sýndir þjóðdansar í þjóðbúningum á laugardögum.

 Zordís myndirnar koma seinna, þær eru í tölvu bróður míns og hann sendir mér þær.

Svava frá Strandbergi , 12.7.2007 kl. 12:14

16 Smámynd: Agný

Velkomin heim í heiðardalinn Það halda nú margir að ég sé búin að vera á sólarströnd svo svört sem ég er..... Þú og engisprettan þín minna mig á mig og grænu eðluna sem hafði hallað sér á sólbekkinn minn á meðan ég svamlaði í sjónum..ég var svo næstum búin að leggjast ofan á kvikindið  en öskrin í mér heyrðust víst um alla ströndina, því allir hlupu þangað sem ég var en eðlu greyðið flúði jafn hrædd og ég var  inn á milli klettanna þarna.. En mikið var hlegið að manni fyrir gungu háttinn en þetta eru sauðmeinlaus grey þó að frekar ófríðar séu.

Svo er ég að fara til Danmerkur þann 27 júlí til 10 ágúst en gæti farið að ég yrði lengur..en ég fékk ferðina í afmælisgjöf.....Eins gott að taka sólina með sér þangað svo að og skilja regnið eftir hér....

Agný, 12.7.2007 kl. 19:31

17 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hæ, Svava. Sé þig á sunnudaginn.

Sigurður Þór Guðjónsson, 12.7.2007 kl. 19:48

18 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Agný. hehe, þú hefur semsagt vakið álíka lukku  og ég með engisprettuna, en aumingja eðlan hefur bara ætlað að fá sér sólbað í stólnum þínum.

En í guðanna bænum ekki fara með alla sólina með þér til Danmerkur, ég bara þoli ekki að fá regn núna eftir alla sólina fyrst á Krít og svo hér á íslandi.Góða skemmtun í Danaveldi, þar er alltaf yndislegt.

Hæ Siggi, hlakka til að sjá þig og mundu nú please, eftir sokkunum mínum. Ég kem í heimsókn til þín fljótlega til að skoða myndirnar.

Ég verð líklega uppi í sumarbústað með Guðjóni og fjölskyldu og Rabba á sunnudag, en sé þig vonandi á mánudag. 

Svava frá Strandbergi , 12.7.2007 kl. 22:17

19 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Agný, til hamingju með afmælið.

Svava frá Strandbergi , 12.7.2007 kl. 22:21

20 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Sæl, kem heim í nótt kl. 3.

Sigurður Þór Guðjónsson, 14.7.2007 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband