Leita í fréttum mbl.is

Það er allt að fara til Andskotans!

Okkur er sagt og við erum vitni að því sjálf, að jörðin sé að fara í gegnum miklar loftslagsbreytingar, sem ef til vill gætu verið af mannavöldum. Við mengum alla jörðina eins og hún sé ruslahaugur og ekki bara lofthjúp pláneturnnar, heldur líka höfin og jarðveginn víðast hvar. Við dælum koltvísýringi út í andrúmsloftið, urðum sorp og allskonar eitraðan úrgang og dælum skolpi með úrgangi okkar og frárennsli frá allskonar verksmiðjum í ár, vötn og sjó.
Við þykjumst vera herrar jarðarinnar og getum þess vegna komið fram við hana eins og hún sé undirokuð ambátt okkar en ekki móðir okkar allra, sjálf móðir jörð. Hvers konar börn eru það sem óvirða móður sína svo svívirðilega eins og við mennirnir óvirðum móður okkar jörðina?
Og ekki aðeins óvirðum við hana, heldur ötum hana einnig auri og skít og eitrum fyrir henni svo hægt og hægt er hún að deyja í því formi sem við höfum þekkt hana hingað til.
Innan tíðar mun jörðin e.t. v. verða auð og tóm af okkar völdum  En það er ekki aðeins sjálf jörðin móðir okkar sem við komum illa fram við, heldur meðbræður okkar og systur. Við erum rasistar og margar þjóðir þar á meðal Íslendingar níðast á útlendum meðbræðrum sínum sem koma hingað til landsins okkar til þess að leita að betra lífi.
Sumar þjóðir fara einnig með hernaði á hendur hvor annarri og morðingjar og níðingar allskonar vaða uppi. En við látum ekki þar við sitja. Við sem vel flest teljum okkur vera siðmenntuð og trúa á Guð eða einhvern æðri mátt, komum ekki aðeins illa fram við meðbræður okkar mennina ,heldur einnig flest öll dýr
Hvar eru dýraverndarfélögin þegar kemur að meðferð á refum og minkum í loðdýrabúum? Þeir eru í búrum allt sitt llif sem er svo þröng að þeir geta vart snúið sér við og svo eru þeir drepnir til þess eins að þjóna hégómagirnd mannanna, aðallega kvenfólksins. Svo eru það kjúklingabúin, þar eru fuglarnir lokaðir inni allt sitt líf og fá aldrei að sjá sólina og síðan drepnir og étnir. Nautpeningsbúin t.d. í Bandaríkjunum þar sem kálfarnir eru á svo þröngum básum að þeir geta varla hreyft sig sitt stutta líf og fl. og fl.
Mér finnst siðferðið hjá mannfólkinu gagnvart dýrunum, eins og öllu öðru sem viðkemur jörðinn vera á afar lágu plani. Svo þykjumst við trúa á Guð, hann skapaði líka dýrin og ekki til þess að við færum svona illa með þau.
Mannkynið er orðið úrkynjað og gerir dýrin það líka t.d. með erfðabreytingum og ræktunum. Það liggur við að ég segi að best væri að jörðin eyddist að mestu í eldi, brennisteini og með skelfilegum flóðum í hamförum náttúruaflanna svo mannkynið þurfi að byrja aftur á byrjuninni á  nýrri steinöld.
Vonandi bærum við þá gæfu til  þess  að  gera ekki sömu mistökin á nýjan leik.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Þetta er svo satt hjá þér. hef oft hugsað þetta með heimsendinn. Að við værum komin svo langt í tækninni og kunnum orðið ekki að lifa af landinu eins og kannski upphaflega var ætlast til. Þetta hljóti að enda með því að við deyjum út og að það verði nýtt upphaf.

Jóna Á. Gísladóttir, 24.6.2007 kl. 02:24

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

 Ég er svo sammála þér þetta er allt satt og rétt sem þú ert að tala um.

Kristín Katla Árnadóttir, 24.6.2007 kl. 11:45

3 Smámynd: halkatla

þetta er alltof satt margar framsæknar vinaþjóðir okkar hafa t.d bannað loðdýrarækt, við erum illilega eftirá með framkomu okkar við dýrin hér á 'islandi. En allt hitt er slæmt líka þó að ég nefni það bara.

halkatla, 24.6.2007 kl. 12:14

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er ótrúlega skammarlegt. Núna á RUV TV er að byrja þáttur sem heitir "Er hnatthlýnun gabb?" og svo Loftslagsbreytingar ég ætla að horfa á þá. Kannski kemst maður að einhverju nýju. Takk fyrir frábæran pistil

Ásdís Sigurðardóttir, 24.6.2007 kl. 13:48

5 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Við erum búin að fara illa með fósturjörðina sem okkur var falið að gæta svo afkomendur okkar gætu tekið við og svo koll af kolli. En nú er komið að síðustu tímum því miður.

Jens Sigurjónsson, 24.6.2007 kl. 15:40

6 Smámynd: Toshiki Toma

Já, ég er líka hjartanlega sammála því sem þú ert aað benda á.

Toshiki Toma, 24.6.2007 kl. 17:36

7 Smámynd: www.zordis.com

Er zetta ekki dapurt hvernig mennirnir fara med audaefin Módur Jörd!  Flott skrif og ég vona nú ad fólk vakni af dvala og fari ad bera meiri virdingu .... Ekki nýja steinöld!

www.zordis.com, 24.6.2007 kl. 19:09

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég horfði á þættina á RUV í dag og þeir voru góðir. Nokkuð misvísandi samt en maður verður að vega og meta. Gleymdi alltaf að svara spurningu þinni um hrútaberin, þetta var einhverskonar lyng.

Ásdís Sigurðardóttir, 24.6.2007 kl. 19:42

9 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Já Ásdís, ég hef heyrt talað um hrútaberjalyng.

Svava frá Strandbergi , 24.6.2007 kl. 20:25

10 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Sonur minn spurði mig áhyggjufullur í dag hvort tré væri lifandi.  Jú það er rétt sagði ég. En þau eru ekki með heila, sagði hann.  Jú mikið rétt sagði ég.  Og þau eru ekki með munn og geta ekki talað, hélt hann áfram.  Já það er rétt, og ég horfði á lifandi laufið sem við vorum að brenna.  Ég var að klippa kalkvisti af trjánum og hafði óvart klippt lifandi lim með.  Hvað er þau geta talað og auðvitað á maður ekki að brenna sprekin, heldur leyfa þeim að hverfa aftur til jarðarinnar.  Mín skoðun er sú að við eigum öll að vera mjög ábyrg í meðferð okkar á jörðinni, við eigum að byrja á okkur og heimili okkar og síðan fikra okkur áfram í umhverfið.

Ester Sveinbjarnardóttir, 24.6.2007 kl. 20:36

11 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Það verður þá allavega ekki eftirsjá af mannkyninu ;)

gerður rósa gunnarsdóttir, 25.6.2007 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband