21.6.2007 | 00:30
Rolando Villazón, Placido Domingo og La traviata
Ég sat sem heilluð yfir heimildamyndinni í sjónvarpinu í kvöld um mexíkóska tenórsöngvarann, Rolando Villazón.
Hann söng m. a. aríur úr 'Rigoletto' og 'Carmen' og svo uppáhaldinu mínu 'La traviata', þar sem hann söng og lék framúrskarandi vel, nokkra valda parta úr hlutverki ´Alfredos' á móti 'Violettu Valery'.
Hann syngur eins og engill og leikur af miklum ástríðuhita, eins og hetjutenórar eiga að gera, slagar meira að segja hátt upp í Placido Domingo átrúnaðargoðið sitt og líka mitt auðvitað.
Mér fannst Placido samt myndarlegri á velli þegar hann var upp á sitt besta, heldur en Rolando, þó Rolando hafi líka þennan suðræna sjarma eins og Placido.
Ég fór nú ekki sjaldnar en tíu sinnum á 'La travita', fyrir rúlmlega 20 árum síðan. Þá var Placido í hlutverki Alfredos en Theresa Stratas söng og lék Violettu Valery. Ég vílaði meira að segja ekki fyrir mér að ganga alla leið ofan úr efra - Breiðholti um hávetur í öll þessi tíu skipti, niðrí Sambíóin í Mjódd og klofaði stundum snjóinn upp fyrir miðja kálfa. Alltaf var ég útgrátin að hverri sýningu lokinni, samt var ég búin að sjá 'La traviata', tvisvar áður, í Óperunni með Carðari Cortes og Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur og grét þá líka auðvitað eins og múkki.
Óperur er mitt helsta yndi að hlusta á og horfa. Sögusvið óperanna er líka oft svo dramatískt og eða rómantískt, þær spila á allan tilfinningaskalann. Að horfa á óperu finnst mér vera svipuð upplifun eins og maður sé svo ástfangin að maður sé beinlínis á bleiku skýi eða í sjöunda himni.
Semsagt, ég elska óperur og ég ætla að horfa á annað óperu- myndbandið sem sonur minn keypti handa mér á Ítalíu fyrir fjölda ára, við fyrsta tækifæri. Ég hef ekki tölu á hve oft ég hef horft á þetta myndband, sem er auðvitað með 'La traviata' og Placido Domingo og Theresu Stratas í aðalhlutverkunum. Ég ætla að horfa á óperuna með rauðvínsglas í annarri hendi og snýtuklút í hinni. Og ég hlakka óskaplega til.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:36 | Facebook
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Af mbl.is
Íþróttir
- Ósáttur hjá franska stórliðinu
- Ótrúleg VAR mistök í Þjóðadeildinni
- Enn meiðsli hjá íslenska landsliðsmanninum
- Steinlá gegn Víkingi en seldur fyrir metfé
- Áfall fyrir Liverpool-leikinn
- Orri Steinn frá keppni vegna meiðsla
- Tveggja leikja bann fyrir illkvittna aðgerð
- Fyrirliðinn meiddur í annað sinn á tímabilinu
- Alfreð Finnbogason: Takk fyrir allt
- Leikur ekki meira á keppnistímabilinu
Athugasemdir
ætla að segja þér leyndarmál... hef aldrei farið á óperu. Ætla að kynna mér málið við fyrsta tækifæri.
Jóna Á. Gísladóttir, 21.6.2007 kl. 01:21
Ég hef farið á óperu það var skemmtilegt.
Kristín Katla Árnadóttir, 21.6.2007 kl. 10:20
Ég elska tónlist af öllum toga og þá sérstakelga klassík og sumar óperur en hef aldrei séð eina. Er það ekki skrítið???
Eins og að elska hafið en hafa aldrei vaðið...
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.6.2007 kl. 11:59
Missti af þessu en trúi þér alveg. Hef ekki séð óperur nema í TV en þær eru oft æðislegar.
Ásdís Sigurðardóttir, 21.6.2007 kl. 12:48
Þú hlytur þá að gráta alveg gríðarlega á Rigolettó þegar hann drepur dóttur sína í misgripum í lokin og ég tala nú ekki um á Toscu þar sem mig minnir að allir drepist. Ég man ekki hvað stórstónskáld það varð að skilja eina óperuna sína ófullgerða af því að hann var óvart í sköpunargleði sinni búinn að drepa allar persónurnar þegar sagan var bara hálfnuð.
Sigurður Þór Guðjónsson, 21.6.2007 kl. 15:27
Já stelpur, þið verðið að fara í óperuna það hafa bara verið svo framúrskarandi leiðinlegar óperur í Íslensku óperunni undanfarið að þið verðið að fara til útlanda til að sjá alvöru óperu.
Siggi, ég nota ekki snýtuklút þegar ég horfi á Rigoletto og Toscu, já og líka Aidu heldur borðklút.
Svava frá Strandbergi , 21.6.2007 kl. 16:21
Ég fór einmitt svipað oft á First Blood ... sko fyrstu Rambó-myndina ;)
Ég reyni ekki einu sinni að fara á óperur - ég grenja með ekkasogum bara af því að horfa á ballettsýningu! BALLETT!! Ég fíla ekki einusinni ballett!
gerður rósa gunnarsdóttir, 21.6.2007 kl. 21:28
Hvers vegna grenjarðu þá með ekkasogum þegar þú horfir á ballet þegar þú fílar ekki einu sinni ballett Gerður Rósa? Grenjarðu þá úr leiðindum?
En þú ættir að horfa á fílana dansa ballett í einni í Disney teiknimyndinni þá myndirðu garga af hlátri, hvað heitir myndin nú aftur? Hún er líka með Mikka mús í hlutverki lærssveins galdrameistarans og tónverkið Lærisveinn Galdrameistarans er spilað í þeim parti myndarinnar sem er öll byggð upp kringum klassíska músík.
Svava frá Strandbergi , 21.6.2007 kl. 23:45
Myndin heitir Fantasía.
Sigurður Þór Guðjónsson, 21.6.2007 kl. 23:52
Já einmitt, ég var með það einhvers staðar í minninu í hausnum á mér en gat ómögulega náð í það. Takk.
Svava frá Strandbergi , 22.6.2007 kl. 00:09
Æ bara svona sýningar, þið skiljið (??) ... Allt of áhrifamikið eitthvað.
Panta þessa FANTA-síu með næstu ferð.
gerður rósa gunnarsdóttir, 23.6.2007 kl. 22:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.