Leita í fréttum mbl.is

Hugsana(niður)gangur

Ég hugsa of mikið um það
sem ég má ekki hugsa
og hugsa um af hverju
ég hugsa svo mikið um það
ég hugsa að ég verði að
hugsa um að hætta að
hugsa

- eða- ég hugsa- það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Sömuleiðis ég hugsa of mikið.

Kristín Katla Árnadóttir, 12.6.2007 kl. 10:04

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég er löngu hættur að hugsa. Þú ættir að gera það líka.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 12.6.2007 kl. 10:57

3 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Nákvæmlega þetta sama er ég búin að vera að hugsa síðan ég vaknaði í morgun.

gerður rósa gunnarsdóttir, 12.6.2007 kl. 14:09

4 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Að hugsa sér!!   Vér hugsuðirnir hugsum öll sömu hugsunina um að hugsa um að hætta að hugsa!

Svava frá Strandbergi , 12.6.2007 kl. 17:06

5 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

ó hvað ég þekki þessa tilfinningu vel.

Þú er og hefur lengi verið uppáhaldsljóðskáldið mitt.

Takk fyrir að vera til

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 12.6.2007 kl. 22:16

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Stundum hugsar maður of mikið, það er ljóst.

Jóna Á. Gísladóttir, 13.6.2007 kl. 01:07

7 Smámynd: Agný

Hugsanir um hugann fljúga..

höfuðið ætla að kljúfa.

Þrek og þor úr mér sjúga,

því er ég ekki að ljúga....

Agný, 13.6.2007 kl. 12:29

8 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ása Hildur

Svava frá Strandbergi , 13.6.2007 kl. 14:49

9 Smámynd: www.zordis.com

Gódar hugsanir til zín kaera vinkona!

www.zordis.com, 13.6.2007 kl. 22:05

10 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Sömuleiðis zordís mín.

Svava frá Strandbergi , 13.6.2007 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband