Leita í fréttum mbl.is

Hér kemur pínulitla 'Pollock' myndin mín sem ég gerði þegar ég var fjórtán ára

Ég hafði ekki hugmynd um að Pollock væri til en datt það sama í hug og honum að setja efnið á gólfið og hella litunum yfir. Myndlistarkennarinn í skólanum var hrifinn af myndinni og hún fór á skólasýninguna um vorið. Flestir krakkanna gerðu grín að myndinni og kölluðu hana klessuverk og ég fór grenjandi heim. Svona er að  vera vitlaus persóna á vitlausum stað á vitlausum tíma. En það er kannski ekki of seint að segja eins og Jóhanna Sigurðardóttir. ' Minn tími mun koma'!

 

scan0034 small


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Mér finnst nú þetta öllu tilkomumeyra en eitt frægt strik, og þá meina égg það svo sannarleg.

Kveðja:

Sigfús Sigurþórsson., 30.5.2007 kl. 02:33

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ertu nokkuð að meina hið eina sanna Strik í Köben, eller hvad?

Svava frá Strandbergi , 30.5.2007 kl. 02:45

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Nei nei Svana,,,, Guðný Svana, ég meina strikið hanns picasso eða hver sem það nú var sem var svo fullur að það kom strik þegar hann dó brennivínsdauðanum við ramman er hann ætlaði að byrja að mála.

.

Jæja ok, sm skáldskapur hjá mér,, ein picasso eða einhver varð það sem málaði þetta fræga strik, ní ekki má heldur gleyma málverkinu með einum bletti, gati eða hvað það nú er, þetta vorur bara klessu kallar, má ég þá frekar byðja um Guðnýju Svövu.

Kveðja:

Sigfús Sigurþórsson., 30.5.2007 kl. 02:58

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þetta er flott mynd og gerð af 14 ár barni þú hefur verið orðin listamaður þá

Kristín Katla Árnadóttir, 30.5.2007 kl. 09:48

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Minnir mig á Kjarvals mynd sem hékk upp á vegg heima hjá ömmu. nema þín er flottari.

Jóna Á. Gísladóttir, 30.5.2007 kl. 10:46

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Snemma beygist krókurinn segi ég nú bara. Mjög góð myndog strax kominn stíllinn...mér tekst einganveginn að koma mér úr mínum. Fólk segir alltaf strax þetta er nú mynd eftir þig..alveg sama hvað ég reyni að gera öðruvisi.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 30.5.2007 kl. 12:59

7 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Fegin að þú segir Katrín 'og strax kominn stílinn' Ég var ekki viss um að ég hefði sérstakan stíl.

Svava frá Strandbergi , 30.5.2007 kl. 14:52

8 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Vá! Segi ég nú bara Jóna, takk.

Svava frá Strandbergi , 30.5.2007 kl. 14:54

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú ert GÓÐ stelpa.  kveðja.

Ásdís Sigurðardóttir, 30.5.2007 kl. 21:43

10 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég er búin að sitja og horfa á hana lengi og finnst hun bara flottari og flottari eftir því sem ég hofri áhana meir. Man eftir að hafa verið í húsi vinkonu minnar þegar ég var stelpa og við vorum að teikna og lita...faðrinn tók mín mynd og sýndi gesti sem þar var staddur og sagði.."Erum við ekki bara að eignast nýjan Kjarval hér? Vá hvað ég var stolt þó ég hafi ekki haft hugmyn um hver Kjarval var á þeim tíma.

En ég segi það og skrifa Guðný mín..þessi mynd er something. Hægt að lesa svo mikið í hana.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 30.5.2007 kl. 22:44

11 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk og knús til ykkar allra kæru bloggvinir.

Svava frá Strandbergi , 30.5.2007 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband