Leita í fréttum mbl.is

Ja hérna!

Ég sem er nýgenginn í VG og í fyrsta skipti sem ég gerist flokksbundin á ævi minni. Ég hafði trú á þessum flokki en þetta finnst mér nú vera að tala tungum tveim, vera algjörlega á móti Álverinu í Straumsvík en jafnframt að biðja um fjárstuðning frá sama fyrirtæki. 
 Svona tvíhliða  tækifærismennsku eða hvað ég á að kalla það get ég ekki viðurkennt og trúað á. Þess vegna ætla ég að segja mig úr þessum flokki hið snarasta.
Ég hélt að VG væru öðruvísi, væri hreinn og beinn flokkur og laus við alla þá spillingu og græðgi sem mér hefur fundist einkenna alla pólitík hingað til.
En svo bregðast krosstré sem önnur tré og eftir sit ég sorgbitin og svekkt og enn einu sinni minnt á fallvaltleika lífsins og þessarar fjandans póli- tíkar.

En það er ekki nóg með að póli -tíkin reyni að afla sér peninga á ólíklegustu stöðum. Bankarnir sem græða offjár á fólkinu í landinu með okurvöxtum og fleira svínaríi leita nú einnig að fórnarlömbum sínum meðal  yngstu kynslóðarinnar.
Hún er slungin auglýsingin frá Landsbankanum sem á svo sannarlega að höfða til barnanna og jafnframt náttúrulega að reyna að græða á vöxtunum sem þau gætu útvegað bankanum.

ERT ÞÚ Í SPROTUNUM?
TAKTU ÞÁTT Í SKEMMTLEGUM SPROTALEIK.
EINA SEM ÞÚ ÞARFT AÐ GERA ER AÐ LEGGJA 1000 KR.
INN Á REIKNINGINN ÞINN OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ
3 MIÐA Á 

'ÚTI ER ÆFINTÝRI.'

Já æfintýrið er svo sannarlega úti.
 


mbl.is VG óskuðu eftir fjárstuðningi Alcan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hélstu virkilega Guðný hér væri á ferðinni hreinn og beinn flokkur og laus við alla þá spillingu og græðgi sem mér hefur fundist einkenna alla pólitík hingað til?? Það á miklu meyra eftir að koma í ljós aðferði VG Varist Græna.

Þetta varðandi bankana er alveg makalaust, ég held að allir bankarnir séu með eitthvað álíka í gangi, það er sko óhætt að segja svei við þessi.

Sigfús Sigurþórsson., 5.4.2007 kl. 17:29

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég hef sagt og segi enn "það er sama rassgatið undir þeim öllum" en inn á milli má samt enn finna hreina og beina karaktera en þeim fer fækkandi. Annars ertu þvílíkt búin að rugla mig í Rimini með allar þessar fallegu myndir þínar, nú langar mig í þá nýjustu, finnst hún lýsa mér svo vel og svo náttl. á skjánum 5.apríl  :):) verð að kíkja á þig þegar ég kem suður í næstu viku. Fyrir nokkrum árum var verið að fjalla voða mikið um samninga milli foreldra og barna og áttu börn að lofa því að gera ekki eitthvað og á móti áttu foreldrar að borga X-upphæð pr.mán. Ég rauk alveg upp á há C og skrifaði grein í Moggann, hundhneyksluð á þessari fáránulegu uppeldisaðferð sem skilar engu nema óheiðarleika og öðru slíku að mínu mati, fékk nokkrar upphringingar þar sem mér var hrósað (skrifa alltaf undir nafni) og á meðal þeirra sem hringdu var Margrét Sverris. og hrósaði mér mikið. Já, fjandans bankagræðgin þeir seilast alla leiðina og lengra.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.4.2007 kl. 20:09

3 identicon

Ég get nú ekki orða bundist, Svava mín. Þér finnst athæfi VG tvískinnungur að fara fram á stuðning. Gerum okkur grein fyrir því hvað margt fólk sem kosið hefur íhaldið og býr við kröpp kjör og á  undir högg að sækja, eins og eldra fólk og öryrkjar.  Finnst þér þetta fólk eigi enn og aftur að kjósa íhaldið í vor? Nei segi ég.  Til að koma í veg fyrir áframhaldandi afskiptaleysi stjórnvalda af málum minni máttar gerði ég eins og þú Svava, ég gekk í VG eftir áramótin til að leggja mitt litla lóð á vogarskálarnar til að fyrirbyggja áframhald á misrétti í þessu þjóðfélagi. Lítum til feðra okkar og mæðra og höldum uppi baráttunni fyrir betra þjóðfélagi.   Kveðja til þín og láttu nú ekki deigan síga.

Þorkell Sigurjónsson (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 20:15

4 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Já Keli þú segir það. Ég veit bara ekki mitt rjúkandi ráð lengur. En mér brá þegar ég sá þessa frétt um fjárstuðninginn frá Alcoa. Þér hlýtur nú að finnast það svolítð skrýtið. Mér líst svo vel á Guðfríði Lilju og hún samþykkti meira að segja að verða bloggvinkona mín. Kannski ég hugsi málið betur, alla vega ætla ég ekki að kjósa íhaldið. Annars sýna nýjustu skoðanakannanir því miður að ríkisstjórnin muni halda velli þrátt fyrir allt. Andskotinn hafi það, ég get ekki hugsað mér þessa óstjórn lengur. Þeir ríku verða ríkari og ríkari, fátækt er enn við lýði hjá öryrkjum og eldri borgurum sem hafa ekkert nema lífeyrinn. Sú upphæð er svo skammarlega lág að ríkisbubbarnir myndu ekki láta sig muna um að skeina sig á þeim smápeningum. Ýmsir láglaunahópar hafa það heldur ekkert alltof gott. Almannatryggingar standa ekki undir nafni lengur. Læknishjálp og sjúkrahús eru orðin eins og í Ameríku sem stendur sig einna verst allra í heimi varðandi þau mál. Enda er barnadauði þar alls ekki óalgengur sökum þess að foreldrar hafa ekki efni á að fara með börn til læknis. Þegar ég var 28 ára og bjó í Bandaríkjunum var ég skorin upp og var í þrjá daga á sjúkrahúsi. Reikningurinn hljóðaði upp á eittþúsund dollara sem þá var mikill peningur. Svo er það síðasta skömmin sem ríkisstjórnin samþykkti að lögleiða vændi. Nei ég kýs ekki íhaldið.

Svava frá Strandbergi , 5.4.2007 kl. 21:09

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Kæra Guðný, ég er VG.  Mér brá líka þegar ég las þetta en ég trúi því ekki fyrr en ég tek á að þetta sé svona.  Einhverjar skýringar hljóta að vera á þessu. Bíddu róleg, það hljóta að koma einhver svör frá VG!

Gleðilega páska

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.4.2007 kl. 21:18

6 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Gleðilega páska. Já ég ætla að bíða róleg eftir skýringu og vera bara áfram í VG.

Svava frá Strandbergi , 5.4.2007 kl. 21:35

7 identicon

Heil og sæl, Guðný Svava og aðrir skrifarar !

Jú, jú........ meðan loddarinn, úr Þistilfirðinum er í formannssætinu, megið þið, hrekklausar og vammlausar sálir búast við öllu. Forysta VG hefir ei sýnt þann manndóm, að kjósa þann góða dreng; Ögmund Jónasson til starfans, eins og fyrir löngu átti að verða. Þótt Steingrímur J. haldi, að ræðutækni Leníns heitins dugi honum, þá er það svo langt í frá. En svona er þetta, við þjóðernissinnar hljótum auðvitað að fagna niðurslagi VG.

Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 22:08

8 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

....stundum er bara hollt að segja sem minnst. Læði inn einni hugsun  sem flögrar í gegn hjá mér...hvenær hvenær fer fólk að átta sig á að það er í raun enginn munur sem skiptir málinu ? Það taka bara við einir hagsmunir af öðrum..og hagsmunir fólksins eru ekki þar á meðal..hvergi, Það er látið líta svo ut með lágmarksaðgerðum....til a´fá atkvæði og vald til að fara að hygla sínum..hvort sem þeir eru hægra megin eða vinstra megin. Megi ruglið renna af fólki...ekkert skrítið að venjulegu fólki blöskri og það skilji hvorki upp né niður. Mótsagnirnar hjá þessu liði eru svo rosalegar...bjakk!!!!!

Ég mun halda áfram að sofa með mitt atkvæði undir koddanum um stund....kannski eiithvað fram á næstu öld. Sé ekki að þa verði neinar breytingar á næstunni.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 5.4.2007 kl. 22:20

9 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Mér líst líka vel á Ögmund en það er kannski ekkert að marka þar sem hann er nauðalíkur mínum fyrrv. heittelskaða kærasta enda eru þeir frændur.
Annars vildi ég í alvöru heldur sjá Ögmund eða Gufríði Lilju við stýrið heldur en Steingrím þó hann sé annars hinn frambærilegasti.

Já Katrín, ég verð að viðurkenna að maður er svolítið hræddur um að alltaf sæki í sama gamla farið hjá öllum þeim sem með völdin fara þ. e. að þeir hugsi fyrst og fremst um sjálfan sig. En samt verður maður að reyna að treysta á eitthvað á þessum síðustu og verstu tímum. 

Svava frá Strandbergi , 5.4.2007 kl. 22:42

10 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég hef nú ekkert frumlegra um stjórnmálaflokkana að segja en þetta: Það er sama rassgatið  undir þeim öllum.

Sigurður Þór Guðjónsson, 5.4.2007 kl. 23:55

11 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Þið Ásdís bloggvinkona hugsið alveg í takt Nimbus minn. 

Svava frá Strandbergi , 6.4.2007 kl. 00:04

12 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég skil vel að þér hafi brugðið við fréttina af ósk VG um frjárstuðning frá Alcan, a.m.k. hrökk ég í kút þegar ég las um þessi ósköp. Ég er mest hissa á að stjórnendur VG skuli láta hanka sig á svona atriði, sem í mínum huga ber vott um heldur stóran skerf af athugunar- og dómgreindarleysi þeirra sem í hlut eiga.

Ég er alveg sammála þér, þegar þú segist heldur vilja sjá Ögmund og Guðfríði Lilju við stjórnvöl VG, þó að Steingrímur sé hinn frambærilegasti.

Jóhannes Ragnarsson, 6.4.2007 kl. 12:12

13 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Ég má til með að reyna að hughreysta þig aðeins. Ég held að þetta sé nú ekki eins hábölvað eins og mér finnst margir gera þetta að. Ég lít nefnilega svo á að stjórnmál séu nauðsynlegur hluti lýðræðisins og þar með stjórnmálaflokkar í hvaða mynd sem þeir eru. Þessir flokkar þurfa að koma sér og stefnu sinni á framfæri og til þess þarf pening og þá þurfa þeir jafvel styrki. Mér finnst að það sé í lagi að menn fái styrki hjá þeim sem vilja styrkja jafnvel þó fyrirtækin eða ef út í það er farið einstaklingarnir séu á móti stefnu þess sem þiggur styrkinn. Ef menn ætla að fara í það að fá bara styrki frá þeim sem eru sammála stefnunni þá erum við kannski komin í þá aðstöðu að hægt sé að fara að segja að verið sé að kaupa stefnu eða/og stuðning.

Mín sýn í hnotskurn er sem sagt að það sé allt í lagi að fá stuðning frá þeim sem ekki eru endilega sammála stefnunni því þegar upp er staðið er það grunnstefnan að öll hugsanleg sjónarmið heyrist svo lengi sem þau séu siðferðislega rétt.

Vona að þetta hafi komist til skila, annars er ég tilbúinn í frekari útskýringar. Ekki vera döpur yfir þessu annars.

Ragnar Bjarnason, 6.4.2007 kl. 12:53

14 Smámynd: Svava frá Strandbergi

þakka þér fyrir góðan hug Ragnar.

Svava frá Strandbergi , 6.4.2007 kl. 16:53

15 identicon

Þátttaka í stjórnmálum kostar mikla peninga. Nýlega fréttum við af samkomulagi flokkanna um að takmarka kostnað við auglýsingar í fjölmiðlum við tæpar 30 milljónir króna og er sá kostnaður aðeins hluti heildarútgjaldanna. Þessi kostnaður er greiddur með þrennum hætti. Í fyrsta lagi styrkir ríkið stjórnmálaflokkana með verulegum fjárhæðum og er tilgangurinn sá að jafna aðstöðu þeirra sem sitja á þingi. Þá skilar stuðningsmannakerfi flokkanna einhverju t.d. með sölu happdrættismiða og frjálsum framlögum en afganginn sækja flokkarnir til fyrirtækja. Trúlega hafa öll stærstu fyrirtækin ákveðna stefnu í þessum efnum. Sum þeirra líta á það sem lýðræðislega skyldu sína að styrkja stjórnmálaflokkana en önnur gera það ekki. Allir stjórnmálaflokkar á Alþingi afla fjár með þessum hætti og eru vinstri grænir þar ekki undanskyldir. Fréttin um að VG hafi sníkt peninga hjá Alcan er "ekkifrétt". Það eru eðlileg vinnubrögð að sækja um stuðning til 100 stærstu fyrirtækjanna burtséð frá því hvort þau séu vinsamleg flokknum eða ekki. Sum veita stuðning önnur ekki. Það sem er í raun fréttnæmt í þessu er að Alcan er að reyna að hafa áhrif á kosningar til Alþingis með því að leka því að VG hafi sótt til þeirra peninga. Þannig er forstjóri Alcan að reyna að hefna sína á VG fyrir andstöðuna við stækkunina í Straumsvík.

Guðmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 8.4.2007 kl. 08:55

16 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég skil. Þakka þér fyrir Guðmundur. Mig var farið að renna í grun um að eitthvað væri þetta svona í pottinn búið.

Svava frá Strandbergi , 8.4.2007 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband