22.3.2007 | 01:20
Upplýsandi umræður milli Íslendinga og innflytjenda
það var mikið fjör á síðasta húsfundi og margt spjallað á íslensku, ensku, litháísku og pólsku. Albanarnir á neðstu hæðinni sem ollu mér þungum búsifjum þegar þeir puðruðu drullunni úr loftræstikerfinu yfir þvottahúsið mitt létu ekki sjá sig. þess vegna var engin albanska töluð á þessum fundi.
Við ræddum um nauðsyn þess að láta mála stigaganginn og teppaleggja og fleira.
það fussaði í litháísku konunni þegar við töluðum um að láta mála. það svo expensive láta mála, í Litháen fólk gera svona sjálft saman, sagði hún.
Það varð smá þögn við þessi orð konunnar en svo sagði formaðurinn þungur á brún. Og hver á svo með leyfi að labba á milli íbúða og fá fólk til þess að vera samtaka í því að mála sjálft the stigagang ? Ekki geri ég það, bætti hún svo við í fússi.
Allt í lagi, ég vera húsvörður. Ég gera þetta, sagði sú litáíska. Formaðurinn missti andlitið en leit samt spurnaraugum á okkur hin. Hverjir eru samþykkir þessu, spurði hún svo í uppgjafartón.
Allir réttu upp hendina og þar með kusum við fyrsta 'innflytjandann' í húsinu í þetta virðingarverða embætti.
það líka þarf laga the roof, sagði nýji formaðurinn. það leka hjá okkur efst uppi.
Jahá, hún ætlaði aldeilis að færa sig uppá skaftið, eyða bara öllu um efni fram um leið og hún var búin að taka við embættinu.
Jaá það verður náttúrulega að láta laga það. Fáum einhvern iðnaðarmann til að líta á þetta, önsuðum við.
Nei, nei allt í lagi maðurinn minn gera það. Gera hvað? Tala við iðnaðarmanninn.? Spurðum við eins og hálfvitar.
Nei hann maðurinn laga the roof, svaraði nýji formaðurinn. Það svo cheap gera það sjálf. Ekki láta gera það, expensive
Hann bara þarf vita hvar kaupa the stuff for the roof, bætti hún við.
Við samþykktum þetta auðvitað eins og skot náttúrulega gegn því að borga manninum eitthvað fyrir verkið.
Við vorum búin að átta okkur á því að innflytjendurnir sem bjuggu í blokkinni okkar vissu hvernig átti að fara að hlutunum. Okkur rámaði líka eitthvað í það að hér áður fyrr hefði fólk á Íslandi vitað það líka.
Ég minntist meira að segja á það með stolti að þegar ég var einbýlishúss eigandi á mínum yngri árum hefði ég sjálf múrað útidyratröppurnar og fleira og málað húsið mitt að utan upp undir þakskegg á annarri hæð.
Það þurfti líka að skipta um ljósarofa á ganginum og bauðst Pólverjinn til að taka það að sér gegn pay en auðvitað cheaper en the electrician.
Svo upplýsti hann okkur um það að hann væri búinn að leigja út íbúðina sína í stigaganginum og væri að flytja í aðra íbúð sem hann hefði keypt í Fossvogshverfi.
Helmingur umfjöllunar um innflytjendur á síðasta ári var hlutlaus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Bloggar, Vinir og fjölskylda, Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.3.2007 kl. 17:22 | Facebook
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson
Athugasemdir
Já finnst þér ekki? Já ég veit hvaða blokk þú átt við Anna.
Svava frá Strandbergi , 22.3.2007 kl. 01:46
Er hann þá ekki orðinn útflytjandi?
Gúrúinn, 22.3.2007 kl. 08:45
Hahahaha alger snilld
gerður rósa gunnarsdóttir, 22.3.2007 kl. 10:26
Hahaha, þetta er sú alskemmtilegasta færsla sem ég lengi hef lesið, og meira að segja 3las. Takk fyrir daginn Guðný, honum er reddað.
Sigfús Sigurþórsson., 22.3.2007 kl. 18:54
Verði þér nú reglulega að góðu Partners minn.
Svava frá Strandbergi , 22.3.2007 kl. 19:51
það er greinilega mikið fjör að búa í þinni blokk Guðný mín.
Innflytjendur og útflytjendur og allir að spara og laga saman..hehe.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 22.3.2007 kl. 20:57
Ekki skortir áhugann á að gera hlutina not of expensive! Kokhraustir íslendingar þekkja þetta ekki lengur. Fá bara tilboð og þar með allt í gúddý ......
Skemmtileg lesning og röggsöm þessi útlenska kona.
www.zordis.com, 22.3.2007 kl. 21:27
Þú verður að fá stóran orðabókastyrk dúllan mín
Pétur Þór Jónsson, 22.3.2007 kl. 22:05
Mikið fjör og með þessum nýtilkomna sparnaði endum við öll í einbýlishúsum. Alla vega innflytjendurnir.
Já hún er röggsöm þessi kona og úrræðagóð sem við Íslendingar kunnum ekki lengur.
Ég sæki strax um styrk Pétur.
Svava frá Strandbergi , 23.3.2007 kl. 00:02
Já ég kannast við rekkverkið en ég hef aldrei séð hana. Ég öfunda hana af þessum litla garði móti sól því ég átti einu sinni stóran garð og undi mér löngum í honum. Annars hugsa ég ein um garðinn hér í blokkinni. Plantaði upp á mitt eindæmi trjám, runnum og fjölærum plöntum. Ég bið að heilsa þessari konu.
Svava frá Strandbergi , 23.3.2007 kl. 01:00
Alltaf gott að hafa handlagið fólk í kringum sig ég er í fjölskyldu þar sem allir gera allt sjálfir, svo það er enn til hjá íslendingum.
Ester Sveinbjarnardóttir, 24.3.2007 kl. 06:28
Gott að vita það Ester.
Svava frá Strandbergi , 24.3.2007 kl. 07:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.