10.3.2007 | 04:41
Ég er þrælmontin!!
Í dag eru komnir fimm mánuðir síðan ég hætti að reykja. Ligga, ligga, lá!!
Mér finnst ég búin að vera mjög dugleg og ég ætla að vera það áfram. Ég hætti að reykja af því að annars hefði ég hreinlega hrokkið uppaf. Ég var fjórum sinnum búin að fá lungnabólgu á tveim árum og samt mætti ég alltaf í vinnu þó ég væri svona veik. Meira að segja reykti ég eins og ekkert væri þó ég væri á með bullandi lungnabólgu og með sterk sýklalyf við henni.
Já ég hegðaði mér eins og fífl! Algjört fífl!!
Ég pældi ekkert í því að hætta, þó hafði frænka mín sem mér þótti mjög vænt um dáið úr lungnakrabba vegna reykinga. En loks í fimmta sinn sem ég fékk lungnabólguna var hún svo skæð að ég var lögð inn á lungnadeild Landspítalans og var frá vinnu í fjórtán daga.
Ég þurfti meira að segja að fá súrefni þar sem ég lá í rúminu á sjúkrahúsinu böðuð í svita, því súrefnismettunin í blóðinu var komin niður í 85%. Þetta var ekki glæsilegt!
Ég var dauðhrædd um að ég myndi þurfa að að dröslast með súrefniskút á eftir mér þegar ég gæti loks staðið í lappirnar aftur
En sem betur fer slapp ég við súrefniskútinn. Ég þakka Guði fyrir að ég skuli vera lifandi í dag. En þetta þurfti nú til að drepast næstum til þess að sjá alvöruna í þessu.
Nú fimm mánuðum seinna er mæðin horfin fyrir löngu síðan og súrefnismettun í blóðinu er komin upp í 97%.
Ég er ekki lengur bullsveitt ef ég hreyfi mig eitthvað og mér líður mun betur andlega. Nú kvarta börnin mín ekki undan reykingalykt hjá mér þegar þau koma í heimsókn, barnabörnunum er heldur ekki boðið uppá þá slæmu fyrirmynd að sjá ömmu reykja úti á svölum og blessaðir kettirnir mínir Tító og Gosi lifa við hreinna andrúmsloft á sínu heimili. Ég var oft með slæmt samviskubit að reykja yfir varnarlausum dýrunum.
Síðast en ekki síst hef ég meiri auraráð.
Ég hef að vísu fitnað aðeins en alls ekki mjög mikið og ég veit að það tekur svona ár að sigrast á auka kílóunum sem ég bætti á mig. Ég er líka búin að ákveða að fara í gönguferðir daglega með vinkonu minni til þess að halda mér við efnið og ég byrja aftur í líkamsrækt í næstu viku.
Fimm mánuði án reyks held ég upp á í dag og svo fer heimsóknafjöldinn á bloggsíðunni minni alveg að fylla fimmta þúsundið. Ég er alsæl.
ps Reykingakellingina teiknaði ég blindandi en ekki hjartað.
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson
Athugasemdir
Flott hjá þér, ég er ekki svona duglegur, er reyndar alltaf að hugsa um að hætta en einhvernveginn ýti ég því frá mér þó svo að ég finni að þetta er aldeilis ekki að gera mér gott.
Pétur Þór Jónsson, 10.3.2007 kl. 09:51
Fínt hjá þér kona. Svo bara gerir það eitthvað mikilvægt fyrir man að sigrast á einhverjum lesti í sjálfum sér og lætur mann finnast maður vera flott manneskja.
Til hamingju.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 10.3.2007 kl. 09:57
Til hamingju. Best að byrja rólega í líkamsræktinni og auka svo smátt og smátt við.
Ragnar Bjarnason, 10.3.2007 kl. 10:37
Takk kærlega Anna.
Já Arna það er satt þetta er það besta sem ég hef gert.
Pétur takk, vona að þú hættir líka.
Katrín, takk, já nú finnst mér ég hafa sigrað sjálfa mig og vera aldeilis flott.
Takk Ragnar, ég byrja örugglega rólega í ræktinni.
Svava frá Strandbergi , 10.3.2007 kl. 13:11
Spurnig til þín, ákvaðstu bara að hætta á eigin viljastyrk eða notaðirðu þennan plástur eða tyggigúmmíið eða eitthvað annað.
Pétur Þór Jónsson, 10.3.2007 kl. 13:30
Ég hætti bæði með eiginn viljastyrk og einnig með hjálp Nicorette innsogslyfja.
Það eru nikotínúða stautar sem eru settir inn í plast eftirlíkingu af sígarettu. Þetta friðar mann til að byrja með. Í dag er ég oft bara með plastrettuna í hendinni og velti henni milli fingranna
Ég gæti allt eins notað penna í staðinn því ég er eiginlega alveg hætt að sjúga nikotínið
Annars sagði vinkona mín sem er hjúkrunarfræðingur mér að nikótínið væri skaðlaust og allt í lagi að nota það. Það væri reykurinn sem væri banvænn
Í sígarettureyk eru yfir fjögur þúsund efni sem eru skaðleg heilsunni þar á meðal eru blásýra, arsenik, koltvísýringur eins og kemur úr púströrum bíla og fl. og fl. Svo það er ekki að furða að fólk drepist úr reykingum.
Svava frá Strandbergi , 10.3.2007 kl. 13:48
Hvernig er ef þú færð þér hvítvínsglas eða eitthvað í þá áttina, langar þig ekkert í gömlu sígarettuna.
Pétur Þór Jónsson, 10.3.2007 kl. 14:15
Ég hætti að reykja fyrir 23 árum. Samt er ég hrokkinn upp af standinum! Og ístran góða sem þú gerðir sem mest gys að var bara í nokkra mánuði.
Sigurður Þór Guðjónsson, 10.3.2007 kl. 14:29
Nei Pétur mig langar ekkert í sígarettu þó ég fái mér í glas en að vísu kemur plast sígarettan þá oft í staðinn.
Jæja Sigurður, mig minnir nú að þú hafir nú verið svona vel vaxinn í heilt ár.
En það er kannski misminni mitt. En mikið ofboðslega varstu duglegur að hætta að reykja á þessum tíma þegar engin hjálaparmeðul voru til. Jamm.
Svava frá Strandbergi , 10.3.2007 kl. 16:08
Sæl frænka. Ég álít að hamingjan verði þín úr þessu. Ég fyllti þennan flokk sem reykti en ekki lengur.Minni samt á eins og spakmælið segir: Vindillinn er samvafin tóbakslauf, með eldinn í öðrum endanum og heimskingjann í hinum. Kveðja. Þ.Sig.
Þ.Sig. (IP-tala skráð) 10.3.2007 kl. 17:02
Takk Arna mín.
Svava frá Strandbergi , 11.3.2007 kl. 03:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.