23.2.2007 | 00:39
Móðgunargirni
Það er meira hvað sterarnir fara illa í hann Tító. Hann er orðinn eitthvað svo taugaveiklaður og móðgunargjarn.
Ég þarf meira að segja að dekstra hann til þess að snúa sér að mér þegar við erum komin upp í rúm. Hann liggur alltaf út á ystu brún á rúmstokknum og snýr bakinu í mig og maður sér það alveg á baksvipnum hvað hann er ákveðinn í að sýna mér að hann sé illur út í mig.
Svei mér þá ef við værum í hjónabandi myndi ég halda að við ættum við alvarlegan vanda að stríða . Eyrun á honum vísa alltaf beint aftur eins og hann leggi kollhúfur og skottið sveiflast fram og til baka af þessum líka fítonskrafti. Hann er ekki neitt slappur í því þessi skrattakollur þó hann sé á lyfjum.
Stundum langar mig mest til að klípa hann í þetta loðna skott sitt. En ég stilli mig alltaf um það því hann er nú einu sinni ástarpungurinn minn þó hann sé þessi fýlupoki. Þess vegna passa ég mig á því að tala alltaf blíðlega til hans og spyr hvort það sé ekki allt í lagi með hann og svoleiðis. En hann þykist aldrei heyra í mér og virðir mig ekki viðlits frekar en ég veit ekki hvað.
Kannski hann sé orðinn heyrnarlaus líka. Hann er allavega orðinn það gamall að hann gæti verið farinn að missa heyrn kominn á sextugasta og fimmta aldursár ef hann væri maður en ekki köttur.
En þetta endar alltaf með því að ég læt í minni pokann og dreg hann ósköp varfærnislega að mér og klappa honum í bak og fyrir í leiðinni meðan ég hjala við hann í gælutón.
Og haldiði ekki að kattarskömmin mali svo hástöfum eftir allan leikaraskapinn þegar hann er búinn að koma sér fyrir með aðra framlöppina um hálsinn á mér.
Segiði svo að kettir séu ekki klókir.
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Af mbl.is
Fólk
- Gæti fengið allt að 24 ára dóm
- Sláandi lík föður sínum
- Trump Jr. og Bettina Anderson farin að búa saman
- Stórbrotið verk Bjarkar í sýningu hérlendis
- Skoran á Sanchez vakti athygli á innsetningu Trumps
- Þetta lærði Tinna af móður sinni
- Klessti á vegg og átti ekki mjög gott tímabil
- Ýtir undir sögusagnir um skilnað
- Heimili Tyru Banks varð eldinum að bráð
- Írönsk poppstjarna dæmd til dauða
Athugasemdir
Það kýs hver og einn sinn bólfélaga.
Pétur Þór Jónsson, 23.2.2007 kl. 01:00
Einmitt.
Svava frá Strandbergi , 23.2.2007 kl. 01:05
Já Guðmundur þarna kom skýringin. Þakka þér fyrir.
Svava frá Strandbergi , 23.2.2007 kl. 11:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.