7.2.2007 | 23:17
Enn um Tító
Tító er aðeins farinn að taka við sér af sprautunum en hann er samt öðruvísi en hann á að sér að vera. Það er eins og öll gleði sé horfin úr augunum hans. Hann borðar sama og ekkert og þegar ég reyni að leika við hann sýnir hann lítinn áhuga.
Mér fannst í dag eins og ég gæti ekki meir og var eitthvað svo pirruð á öllu. Mig langaði að garga.
Ég skammaðist mín fyrir þennan pirring og fannst eins og ég væri vond manneskja.
En svo reyndi ég að standa með sjálfri mér og sagði við sjálfa mig 'Svava þú ert búin að þola þessi hryllilegu veikindi hans Títós bráðum í níu ár og þú hefur bara staðið þig vel miðað við þessar aðstæður.' 'Það kemur líka sá tími hjá öllum að þeim finnst þeir ekki geta meir.'
Tító er að deyja, hægt og hægt verða nýrun hans æ verr á sig komin og næst þegar honum hrakar enn meir ætla ég að kalla á dýralækninn heim og biðja hana að svæfa Tító svefninum langa.
Ég læt hann liggja í kjöltu minni og klappa honum og tala blíðlega við hann. Dýralæknirinn á svo að setjast við hliðina á okkur og strjúka Tító líka og spjalla við hann áður en hún sprautar hann með kæruleysissprautunni sem hann fær áður en hún gefur honum dauðasprautuna.
Guð minn góður ég verð að vera dugleg og gera þetta svo Tító getið dáið með reisn. þá þarf hann ekki lengur að berjast við ógleðina og uppköstin og hræðsluna við Gosa sem er byrjaður að leggja hann í einelti af því að hann finnur að hann er veikur fyrir. Náttúran er oft svo grimm.
Tító veinar oft af hræðslu þegar Gosi stekkur á eftir honum Áður var Tító kóngurinn sem réði yfir Gosa, en hann var aldrei vondur við hann samt.
Nú er hann Tító minn orðinn eins og lítið barn sem eltir mig vælandi um allt og leitar skjóls hjá mér titrandi á beinunum ef Gosi er í banastuði.
Ég veit að þegar Tító er dáinn verð ég í mikilli sorg og mun ekki síst sakna hans þegar ég fer að sofa. Þá mun mig vanta Tító minn upp við brjóstið mitt með aðra framlöppina um hálsinn á mér.
Ég mun sakna malsins hans og ég mun sakna litlu loppunnar hans á kinn minni þegar hann er að endurgjalda blíðuhót mín.
En mest af öllu mun ég þó sakna þess að geta ekki lengur horft í þessi ótrúlega safírbláu augu og séð ástina sem skín úr þeim né strokið flauelsmjúka feldinn hans sem eins og fílabein að lit roðagulli slegið.
Síðast en ekki síst mun ég sakna huggunarinnar sem hann veitir mér þegar mér líður eitthvað illa,því þá kemur hann alltaf til mín og leggst í fang mér.
Huggun
Þú kemur til mín ósköp hægt og hljótt
er húmið dökka sest um sefa minn.
Í hjarta mér þá helköld ríkir nótt
en heit mín tár sem falla á fölva kinn.
Þá lýsa mér þín augu blíð og blá
svo björt og hrein þar skín mér ástin þín
sem glæðir aftur gleymda von og þrá.
Þú göfga litla, hjartans kisan mín.
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Ljóð, Trúmál og siðferði, Vinir og fjölskylda | Breytt 11.2.2007 kl. 05:38 | Facebook
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 195827
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Af mbl.is
Innlent
- Lyklaskipti: Íhaldskonan er með alvöru lykil
- Ekki auðvelt að fylla í spor Þórdísar
- Bjarni afhenti lyklana að þriðja ráðuneytinu í dag
- Ókræsilegt veður yfir hátíðirnar
- Hjartans þakkir aftur Bjarni, ég vil fá knús
- Aðstæður í stjórnmálum geta breyst á einni nóttu
- Nær vonandi einhverjum jólamáltíðum
- Bjarni afhenti Kristrúnu lyklana
Athugasemdir
Þakka þér fyrir Guðmundur minn.
Svava frá Strandbergi , 7.2.2007 kl. 23:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.