Leita í fréttum mbl.is

'Römm er sú taug'

Ég horfđi á kvikmynd Páls Steingrímssonar og Magnusar Magnussonar í kvöld en ţar var fjallađ um ginklofann, sjúkdóminn hrćđilega sem herjađi á eyjarnar St.Kilda og Vestmannaeyjar á 19. öld.
Ţađ var skrýtiđ ađ sjá hve landslagiđ á ţessum eyjum var keimlíkt og eins lifnađarhćttirnir og fólkiđ sjálft.
Margar voru minningarnar úr Eyjum, en ţar er ég borin og barnfćdd, sem rifjuđuđust upp fyrir mér ţegar ég horfđi á ţessa einstöku kvikmynd.
Mér finnst til dćmis alltaf hafa veriđ sól og sumar í Vestmannaeyjum.
En stundum voru veđur ţó fljót ađ skipast í lofti.
Eins og einn heitan júlídag ţegar viđ frćndsystkinin vorum ađ leika okkur á Vallargötunni, léttklćdd í blíđunni, ţá vissum viđ ekki fyrri til en á okkur skall haglél á stćrđ viđ byssukúlur.

Svona eru Eyjarnar mínar stundum óútreiknanlegar en ţó eru ţćr fyrst og fremst svo ótrúlega vinalegar og ćgifagrar.

Ég ćtla ekki ađ telja upp fleiri minningar úr Eyjum hér, til ţess myndi mér ekki endast kvöldiđ og engin heldur nenna ađ lesa um ţćr.

En ég lćt ţetta ljóđ um ađ tjá tilfinningar mínar, úr fjarlćgđ, til Ćfintýraeyjunnar minnar.

Heimaey

Bárunnar blúndukögur
skrýđir dimmbláa
klettaströnd
ţar sem svarthvítir
bjargfuglar sveima
viđ hljómţýđan
söngleik vindanna.

Í ţverhníptu bergi óma
ótal vonglađar raddir
vorsins sígrćnu drauma.

Hugur minn horfir og saknar
er ung ég undi og unni
-í fađmi ţér
fagra eldborna eyja.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ţú verđur endilega ađ drífa ţig ţig Eyja einhvern tímann Arna Hildur. ţú munt ekki sjá eftir ţví.

Kveđja

 Guđný Svava. 

Svava frá Strandbergi , 5.2.2007 kl. 21:40

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Já Hásteinsvegur er til í Eyjum en viđ ţann veg átti ég einmitt heima sem lítiđ barn. Kannski hefurđu veriđ ađ moka uppi á ţaki á húsinu sem ég átti heima  í.  Ţađ er langstćrsta og hćsta húsiđ viđ götuna. Ţađ var oft kallađ Stóra húsiđ hér áđur fyrr.

Svava frá Strandbergi , 5.2.2007 kl. 21:49

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband