Leita í fréttum mbl.is

'Römm er sú taug'

Ég horfði á kvikmynd Páls Steingrímssonar og Magnusar Magnussonar í kvöld en þar var fjallað um ginklofann, sjúkdóminn hræðilega sem herjaði á eyjarnar St.Kilda og Vestmannaeyjar á 19. öld.
Það var skrýtið að sjá hve landslagið á þessum eyjum var keimlíkt og eins lifnaðarhættirnir og fólkið sjálft.
Margar voru minningarnar úr Eyjum, en þar er ég borin og barnfædd, sem rifjuðuðust upp fyrir mér þegar ég horfði á þessa einstöku kvikmynd.
Mér finnst til dæmis alltaf hafa verið sól og sumar í Vestmannaeyjum.
En stundum voru veður þó fljót að skipast í lofti.
Eins og einn heitan júlídag þegar við frændsystkinin vorum að leika okkur á Vallargötunni, léttklædd í blíðunni, þá vissum við ekki fyrri til en á okkur skall haglél á stærð við byssukúlur.

Svona eru Eyjarnar mínar stundum óútreiknanlegar en þó eru þær fyrst og fremst svo ótrúlega vinalegar og ægifagrar.

Ég ætla ekki að telja upp fleiri minningar úr Eyjum hér, til þess myndi mér ekki endast kvöldið og engin heldur nenna að lesa um þær.

En ég læt þetta ljóð um að tjá tilfinningar mínar, úr fjarlægð, til Æfintýraeyjunnar minnar.

Heimaey

Bárunnar blúndukögur
skrýðir dimmbláa
klettaströnd
þar sem svarthvítir
bjargfuglar sveima
við hljómþýðan
söngleik vindanna.

Í þverhníptu bergi óma
ótal vonglaðar raddir
vorsins sígrænu drauma.

Hugur minn horfir og saknar
er ung ég undi og unni
-í faðmi þér
fagra eldborna eyja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Þú verður endilega að drífa þig þig Eyja einhvern tímann Arna Hildur. þú munt ekki sjá eftir því.

Kveðja

 Guðný Svava. 

Svava frá Strandbergi , 5.2.2007 kl. 21:40

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Já Hásteinsvegur er til í Eyjum en við þann veg átti ég einmitt heima sem lítið barn. Kannski hefurðu verið að moka uppi á þaki á húsinu sem ég átti heima  í.  Það er langstærsta og hæsta húsið við götuna. Það var oft kallað Stóra húsið hér áður fyrr.

Svava frá Strandbergi , 5.2.2007 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband