Leita í fréttum mbl.is

Söngvakeppni

Svartklædd dís
með
silfurbelti
á fjólubláu skýi
stígur dans
flauelsmjúk leikmynd
himnalengja
lýsir með fjarstýrðum
stjörnukrans


hnyklar Bragi brýr
er brýnir raustu rós
rafurs roða ljós
rúskna sýnir drós



svartklædd dís
með silfurbelti
á fjólubláu skýi
stígur dans...

Okkur Tító og Gosa fannst akkúrat ekkert varið í lögin í söngvakeppninni í kvöld.
Þau voru nánast öll eins. Það var helst að síðasta lagið 'Húsin hafa augu' stæði aðeins upp úr meðalmennskunni enda komst það víst áfram ásamt einhverjum tveim öðrum sem við tókum ekkert sérstaklega eftir.
En ef framhaldið verður á þessa sömu leið nennum við ekki að horfa á þetta.
Það vantar allt púður í þetta stöff, það er ekki nógu Silvíu eða Páls Óskarslegt, sagði Tító.
Við Gosi vorum alveg sammála honum, enda vorum við öll alveg við það að sofna yfir þessu. scan0031


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband