Leita í fréttum mbl.is

Kynferðislegt ofbeldi plús heimilisofbeldi

Ég hef fylgst með umræðum á blogginu um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum eftir þessar hræðilegu fréttir um það sem gerðist í Heyrnleysingjaskólanum.

Lagði reyndar sjálf inn smá innlegg varðandi þessi mál hér á blogginu.
það eru mörg ár liðin síðan þessir glæpir voru framdir í Heyrnleysingjaskólanum en á þeim tíma voru svona hlutir þaggaðir í Hel. En sem betur fer hefur vaxandi umræða um þessi málefni orðið til þess að æ fleiri börn, konur og menn þora að segja sögu sína.

Áður fyrr var oft litið svo á að skömmin væri þeirra sem lentu í höndum glæpamannanna en ekki öfugt en það viðhorf hefur breyst með vaxandi umfjöllun þessarra ógeðfelldu mála.
Ekki síst má Þakka Thelmu Ásdísardóttur fyrir það hugrekki að segja sögu sína að fordómar gegn þeim sem lent hafa í þessum ósköpum hafa hreinlega gufað upp.
Einnig hafa samtökin Blátt áfram haft sitt að segja varðandi þetta efni með því að opna umræðuna enn frekar, bæði með fræðslu og einnig sérstaklega 'blátt áfram' auglýsingum í fjölmiðlum.

En það er annað ofbeldi sem ekki hlýtur eins mikla umfjöllun og það er heimilisofbeldi.
Þar eru það alla jafnan konur sem verða fyrir allskonar misþyrmingum og andlegri niðurlægingu jafnvel áratug eftir áratug af hendi eiginmanna sinna eða sambýlismanna.
Oftar en ekki eru þær konur sem verða fyrir þessu glæpasamlega atferli, ekki færar um að brjóta sér leið út úr svona sjúkum samböndum, því ósjaldan eru þær einmitt fyrrverandi þolendur kynferðislegs ofbeldis í æsku.
Og því miður bitnar heimilsofbeldi einnig á börnum sem verða vitni að því beint eða óbeint.

Því hvert það barn sem elst upp við það að geta ekki sofnað í rúmi sínu vegna ótta við það, að á hverri stundu geti það átt von á því að heyra hróp, grát eða hávaða af völdum átaka berast inn til sín, verður jafnan fyrir óbætanlegum skaða í lífi sínu.

Því tel ég mikla þörf á að stofnuð verði samtök sem ná til og vekja athygli á þessum börnum og konum sem búa við stríðsástand á heimili sínu, stað sem annars ættu að vera þeirra griðastaður.


þess konar samtök gætu vonandi eytt þeirri skömm sem fylgir þolendum heimilisofbeldis og komið í veg fyrir að allt of mörg börn verði á einhvern hátt undir í lífinu og jafnframt hjálpað mæðrum þeirra til þess að koma sér á réttan kjöl að nýju.
Síðast en ekki síst mætti komast fyrir þá óhamingju sem ofbeldisfjölskyldur lenda oft í sem er enn frekari upplausn og ósætti innan fjölskyldunnar t.d. milli hinna ógæfusömu mæðra og enn ógæfusamari barna þeirra.

Varðandi þá sem beita ofbeldinu ættu einnig að vera til hjálparsamtök og held ég að vænlegast til árangurs í þeim efnum væri tólf spora kerfið. Það er að segja eftir að þessir gerendur hafa tekið út sína refsingu eða meðferð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk fyrir innleggið Þrymur.

Svava frá Strandbergi , 16.1.2007 kl. 23:54

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er enn verið að reyna að koma skömm yfir á þoelndur, jafnvel á vinsælum bloggsíðum.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 17.1.2007 kl. 21:34

3 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Jæja, ekki hafði ég hugmynd um það Sigurður. Þakka þér fyrir ábendinguna.

Svava frá Strandbergi , 17.1.2007 kl. 22:11

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Vinnufélagi minn á níunda áratugnum átti dóttur í Vesturhlíðaskóla sem varð fyrir slíku ofbeldi.

Hún fyrirfór sér.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 18.1.2007 kl. 01:03

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

P.s.

Falleg myndin þín.

Minnir á handansýn.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 18.1.2007 kl. 01:04

6 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Þakka þér fyrir Heimir, en ertu að meina haus - myndina sem er efst?
(Glitskýin?)

Svava frá Strandbergi , 18.1.2007 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband