Færsluflokkur: Dægurmál
22.5.2007 | 08:57
Ekki fór vel fyrir mér, mig langar til þess að garga!!
Ég komst ekki til Kanarí í nótt. Ég ofgerði mér á því að taka aðeins til í íbúðinni til þess að koma að henni hreinni þegar ég kæmi heim og svo var allt stússið við að pakka niður. Ég með mína kölkun í hryggnum og þrýsting á mænuna þoldi ekki ekki þessa smátiltekt, enda er venjulega allt í drasli hjá mér.
Ég fór að leggja mig klukkan hálf eitt og átti að vakna hálf fimm til að fara upp á völl. Ekki get ég sagt að ég hafi sofnað. Bakið á mér logaði og taugaverkurinn niður í vinstri fót var svo sár að ég bar varla af mér. Ég tók hverja parkódín forte töfluna á eftir annarri en hafði ekkert upp úr því annað en liggja í svitabaði í rúminu.
Ég hef aldrei lent í öðru eins og kom ekki dúr á auga fyrir kvölum. Ég sá svo fram á það að svona af sér gengið hró eins og ég myndi aldrei í ofanálag þola fimm til sex klukkutíma flug.
Mig langar að garga! Ég var náttúrulega búin að kaupa gjaldeyri, borga ferðina, búin að pakka öllu niður, íbúðin hrein og fín og hlakkaði til að fara. En svona fór um flugferð þá.
Nú er það eina von mín að fá læknisvottorð svo ég fái endurgreidda ferðina. Ég sé ekki fram á að komast til útlanda framar nema að ég verði skorin upp eins og til stóð. Eða þá að biðja einhverja aðra að koma íbúðina í sæmilegt lag til að skilja við hana í smátíma og pakka svo niður fyrir mig.
En Tító er glaður, hann vældi svo mikið í gærkvöldi því hann fann á sér að ég var að fara. Nú liggur hann og sefur eins og engill.
En það er annað sem mig langar til að víkja að. Ég hef ein séð um að hugsa um garðinn hérna við stigaganginn og meira en það því allt sem í honum er af gróðri hef ég kostað og plantað niður með leyfi hinna eigendanna.
Svo slæ ég grasið vikulega á hverju sumri og fæ vinsamlegast borgað fyrir það, klippi kantana á beðunum og reyti arfa.
En nú er garðurinn allt í einu orðinn að parkeringsplássi fyrir einn tjaldvagn sem er haganlega ýtt langt inn á miðja grasflötina.
Ég tók mig til um daginn og ýtti helvítis vagninum í bílastæðið mitt þar sem ég á engan bíl en daginn eftir var tjaldvagninn kominn inn í miðjan garð aftur.
Hver andskotinn er eiginlega að þessu fólki veit það ekki að þetta er ólöglegt? Það þarf samþykki meiri hluta íbúa stigagangsins til þess að eitthvað ákveðið svæði sé notað til annars en því er ætlað.
Ég ætti að vita það því ég er meðlimur í Húseigendafélaginu. Hvað get ég gert? Ég veit ekkert hver á þennan fjandan tjaldvagn, á ég að labba á milli íbúða í húsinu og spyrja fólk hvort það eigi þennan andskota og biðja það vinsamlegast að færa hann?
Hvað ef fólkið bregst hið versta við á ég þá að tala við Húseigendafélagið? Svo er bílastæðið mitt alltaf upptekið, þó svo að ég noti það ekki þá væri nú hægt að biðja um leyfi og svo geta gestir sem til mín koma ekki lagt bílunum sínum.
Ég er rosalega útúr pirruð.
20.5.2007 | 22:58
Er að fara á sólarströnd á morgun

Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.5.2007 | 22:42
Krían mín litla
Mér þykir það alltaf stórfrétt þegar krían kemur á vorin, þá fyrst finnst mér öruggt að það sé komið sumar. Ég tengist líka kríunni sterkari böndum en margir aðrir því sem barn höfðum við kríu sem gæludýr á heimilinu í heilan vetur.
Pabbi hafði fundið veika kríu niður við Tjörn sem ekki hafði haft krafta til þess að fylgja kynsystrum sínum eftir þegar þær flugu suður á bóginn um haustið.
Krían varð mjög hænd að okkur krökkunum og það var gaman að gefa henni að éta ýsustrimla sem mamma skar niður í hæfilega bita.
Hún átti sér ból undir eldavélinni í pappakassa með mjúku fóðri og hún vék sjaldan frá bæli sínu nema þegar hún fékk matinn sinn, þá flögraði hún uppá eldhúsborðið og át úr lófa okkar barnanna.
Aldrei minnist ég þess að hún hafi flogið um íbúðina enda var hún máttlaus í vængjunum . Svona leið veturinn og krían virtist þrífast vel á ýsunni.
En svo kom sá óheilladagur þegar mamma aldrei þessu vant keypti sardínur í olíu til þess að hafa ofan á brauð.
Krían sá okkur krakkana gæða okkur á þessum girnilega fiski og flögraði upp á borð. til þess að forvitnast nánar um þetta góðgæti.
Við vildum ekki gefa henni með okkur héldum að olían á sardínunum gæti kannski verið óhollt fyrir hana, en því miður var mamma ekki á sama máli og hélt einni sardínunni beint fyrir framan nefið á henni. Krían var ekki lengi að sporðrenna fiskinum og vildi meira. Um kvöldið var hún orðin fárveik, hún lá þarna undir eldavélinni í pappakassanum sínum og sífellt dró meira og meira af henni.
Ég var harmi slegin en ég var líka mjög reið út í mömmu fyrir að hafa gefið kríunni sardínurnar, því Þó ég væri aðeins tólf ára gömul var ég þess fullviss að krían hefði ekki þolað olíuna á þeim og væri þess vegna að deyja.
Ég lá þarna á eldhúsgólfinu við hliðina á litla pappakassanum sem var heimili kríunnar litlu sem nú háði sitt kvalafulla dauðastríð. Tárin runnu niður vanga mína og ég barðist við reiðina út í mömmu sem hafði verið svona fávís að gefa henni þennan óþverra að éta. Samt var ég ennþá reiðari út í elsta bróður minn og systur sem tóku þennan harmleik ekki nær sér en svo að þau skemmtu sér hið besta við að dansa tangó á eldhúsgólfinu.
Mér fannst það taka óratíma fyrir litlu kríuna mína að berjast við dauðann og ég þjáðist mikið við að horfa upp á þessa vonlausu baráttu. Svo var þetta skyndilega búið, litlu svörtu augun hennar brustu og hún var farin, burt úr þessum heimi. Heimi þar sem hún varð að húka í gömlum pappakassa undir eldavél í þröngum hýbýlum mannanna, í stað þess að fljúga frjáls um óravíðáttur himingeimsins og láta vindanna lyfta sér í hæstu hæðir.
Það tók mig langan tíma að fyrirgefa mömmu því barnssálin sem elskar dýrin á erfitt með að skilja mistök foreldra sinna. Á endanum gat ég þó fyrirgefið henni og með tímanum skildi ég að litla krían hefði líklega aldrei getað lifað eðlilegu lífi úti í náttúrunni, þó hún hefði svo sannarlega ekki átt skilið svona hræðilegan dauðdaga.
En á hverju vori þegar krían kemur minnist ég litlu kríunnar minnar og ég trúi því að sál hennar lifi í öðrum heimi þar sem allir, bæði menn og dýr eru heilbrigð og hamingjusöm.
![]() |
Krían komin á Nesið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 20.5.2007 kl. 20:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
14.5.2007 | 00:56
Ég fékk yndislega fallegan blómvönd
í dag og er alsæl með mæðradaginn
Góða nótt
Dægurmál | Breytt 20.5.2007 kl. 20:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.5.2007 | 04:45
Dugað til að bana
Það segir í fréttinni að 'Ef einn pokanna hefði rifnað hefði það dugað til að bana konunni'
En ég er viss um að ef hún hefði sloppið við handtöku og enginn pokanna hefði rifnað hefði það dugað til þess að bana mörgum öðrum manneskjum.
![]() |
Stöðvuð með 86 poka af kókaíni innvortis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 20.5.2007 kl. 20:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Dægurmál | Breytt 20.5.2007 kl. 20:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.5.2007 | 14:44
Jökulsporður Þrykk, blek og akrýl
Dægurmál | Breytt 7.5.2007 kl. 11:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2.5.2007 | 10:05
Næst fara þeir
Dægurmál | Breytt 20.5.2007 kl. 20:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.4.2007 | 17:36
Garðvinna er 'gaman saman.'
Þetta er búinn að vera fínn dagur 'so far' Það var garðhreinsunar dagur hjá okkur í stigaganginum í dag kl. 14.
Ég tók mig til með garðhanska, verkfæri og stól sem hægt er að brjóta saman og hélt í leiðangur um húsið að smala.
Litháíski formaðurinn á fjórðu hæð var til í að koma en sagði samt á sinni bjöguðu íslensku
' Hvað við bara verða tvær?' Nei, nei, svaraði ég, það hljóta að koma fleiri, við þurfum bara að banka hjá öllum.
Þegar ég barði að dyrum hjá vinkonu minni gjaldkeranum kom hún til dyra á náttkjólnum nývöknuð, enda vinnur hún vaktavinnu. Hún stakk sínum úfna haus milli stafs og hurðar og þvertók fyrir að koma út í garð. Það væri skítakuldi og hífandi rok. Hvaða vitleysa, sagði ég, það er mjög heitt úti og þó að það sé smá vindur þá er golan hlý.
Vinkona mín tautaði eitthvað ófagurt fyrir munni sér og skellti hurðinni á fésið á mér.
Mér heyrðist hún segja. 'Þú getur tekið til í þessum andskotans garði þínum sjálf.' En þar sem ég var í góðu skapi og vissi að vinkona mín hafði bara stigið öfugu megin fram úr rúminu, lét ég þessi orð sem vind um eyru þjóta og hélt að næstu dyrum.
Jú, jú þau ætluðu að koma eftir smástund. Á einum stað var enginn heima en í næstu tveim íbúðum var vinnufúst fólk.
Það endaði með því að við vorum orðin sjö sem tókum til í garðinum okkar. Meira að segja vinkona mín gjaldkerinn sá að sér og mætti á staðinn með hundinn sinn, sem lagði sitt af mörkum með því að vökva tré og runna með náttúrulegri gróðurblöndu sem hann framleiðir sjálfur.
Við tíndum allt ruslið sem safnast hafði fyrir um veturinn. Okkur sýndist mestur parturinn af því vera frá því á gamlaárs kvöld enda er fólk í þessu hverfi óvenju duglegt við að skjóta upp flugeldum, sumir ungir menn eru meira að segja ennþá að sprengja öðru hvoru.
Við enduðum á því að sópa bílaplanið og stéttina fyrir framan húsið. Við vorum sammála um það að það væri bara gaman að vinna svona saman.
Dægurmál | Breytt 20.5.2007 kl. 20:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
20.4.2007 | 21:37
Einkennileg alhæfing
Mér finnst það í meira lagi skrýtið þegar tekið er fram í fréttum að ódæðismenn hafi átt við geðræn vandamál að stríða.
Geðræn vandamál eru margvísleg og ekki eru allir þeir sem burðast með geðræna kvilla morðingjar, nauðgarar eða annað misindis fólk fremur en aðrir hópar sjúklinga.
Alla vega kæmi það betur út ef að tiltekið væri í fréttinni að viðkomandi geð sjúklingur hefði verið haldinn, einhverjum tilteknum geðsjúkdómi sem mikið ofsóknaræði eða ofbeldishneigð fylgdi.
Ekki þar fyrir, menn þurfa ekki að vera veikir á geði til þess að vera illa innrættir eða ofbeldishneigðir, ekki frekar en þeir sem eru veikir á geði þurfi endilega að vera það .
Þess vegna finnst mér að með svona fréttaflutningi sé stór hópur af geðsjúklingum settur undir sama hatt svo almenningur getur hæglega dregið þá ályktun að allir þeir sem glíma við geðræna sjúkdóma séu stórhættulegir.
Fólk með andlega kvilla er eins misjafnt að geðslagi og það er margt og sem betur fer er það upp til hópa sauðmeinlausir sakleysingjar eins og flestir aðrir .
Það er helst að þessir einstaklingar vinni stundum sjálfum sér mein en ekki öðrum manneskjum .
Það er líka fjöldi manna sem stríðir við geðræn vandamál en fúnkera þó ágætlega úti í þjóðfélaginu og gegna margir þeirra ábyrgðarstöðum.
Þetta fólk þarf aðeins að taka lyf sín reglulega eins og allir aðrir sjúklingar,, eins og til dæmis hjartasjúklingar, gigtarsjúklingar og fleiri og fleiri.
Það yrði heldur betur rekið upp ramakvein meðal þeirra er til sín gætu tekið, ef því yrði slegið upp í fyrirsögn eða frétt að einhver morðingi hefði átt við kransæðaþrengsli að etja.
Það er nóg komið af þessum hálfvitalegu alhæfingum um geðsjúklinga og fordómum gagnvart þeim sem og öðrum fordómum gagnvart öllu því sem við þekkjum ekki til hlítar.
![]() |
Fórnarlömb byssumanns syrgð í Bandaríkjunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 20.5.2007 kl. 21:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
-
katrinsnaeholm
-
zordis
-
katlaa
-
jonaa
-
halkatla
-
ormurormur
-
martasmarta
-
steina
-
gudnyanna
-
zoti
-
ragjo
-
diesel
-
estersv
-
alit
-
toshiki
-
kaffi
-
svartfugl
-
jenni-1001
-
laufabraud
-
stormsker
-
svanurg
-
guru
-
ingo
-
lindagisla
-
bjorkv
-
prakkarinn
-
agny
-
bergruniris
-
raggibjarna
-
maple123
-
saethorhelgi
-
vglilja
-
johannbj
-
partners
-
vitinn
-
zeriaph
-
gudrunmagnea
-
birtabeib
-
iador
-
gudrunfanney1
-
ibb
-
kolgrimur
-
skjolid
-
bene
-
coke
-
hux
-
nonniblogg
-
heringi
-
hjolaferd
-
amason
-
joiragnars
-
steinibriem
-
rafdrottinn
-
siggith
-
vefritid
-
ljosmyndarinn
-
poppoli
-
perlaoghvolparnir
-
vitale
-
skordalsbrynja
-
lindalea
-
bidda
-
manisvans
-
scorpio
-
haddih
-
gattin
-
korntop
-
brahim
-
klarak
-
laugatun
-
konur
-
panama
-
sigurfang
-
joklamus
-
valdimarjohannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.5.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar