Færsluflokkur: Vefurinn
18.5.2007 | 23:05
Gullkorn
Ef ekkert regn væri myndi sólin ekki skína svo skært, ef engin nótt væri myndi dagurinn missa ljóma sinn og til þess er sorgin að við metum gleðina réttilega.
Höf. óþekktur.
Vefurinn | Breytt 20.5.2007 kl. 20:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.2.2007 | 18:02
Hún dáist að umbúðunum en hirðir ekki um innihaldið
Þetta er nú meiri yfirborðsmennskan Jennifer Lopes dáist mjög að stíl og tískuskyni Viktoríu Beckham en minnist ekki einu orði á útlit hennar að öðru leyti.
Hvað þá það sem undir býr eða sálartetrið eins og mannkosti eða hvort hún hafi eitthvert vit inni í sínum 'hárlengda-kolli', en slíkt skiptir víst minnstu máli hvort eð er hjá 'stjörnunum.' í Hollywood.
þessi orð Jennifer´s segja annars allt sem segja þarf um útlitsdýrkunina sem tröllríður ekki bara Hollywood heldur einnig öllum heiminum.
Mér finnst það svo sem fínt að líta sæmilega út og vera þokkalega til fara. En að það teldist mér helst til tekna að vera einhver glansfígúra myndi mér finnast vera þungur áfellisdómur.
Ég vil vera metin fyrir hvers konar persónu ég hef að geyma en ekki fyrir ytri umbúðir.
Það verður enginn ánægður við morgunverðar borðið þegar hann kemst að því að eggið hans er bara skurnin tóm.
JLo bætist í hóp aðdáenda Beckham-hjónanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.2.2007 | 22:52
Bölmóður og barningur kalkaða einbúans
Íbúðin mín er nánast í niðurníðslu því það er svo er margt sem þarf að laga og dytta að.
Til dæmis hefur þvottahúsið mitt ekki borið sitt barr síðan Albanirnir á neðstu hæðinni stungu barkanum á þurrkaranum sínum í samband við loftræstikerfið.
Og þeir þurfa sko svo sannarlega að þvo því þeir búa þarna þrettán saman í fjögurra herbergja íbúð, bæði karlar, konur og börn.
Ég vildi óska að ég ætti svona stóra fjölskyldu þá kæmist kannski eitthvað í verk á mínu heimili.
því það gerir mig eitthvað svo lata að búa svona ein og svo veitir mér heldur ekkert af smáhjálp með alla mína krankleika.
Ég var einmitt að þvo sjálf þegar Albanirnir fengu þá hugljómun að loftræstiopið á þvottahúsinu hjá þeim væri sérhannað til þess að sía burt raka úr þvotta-þurrkurum
þessvegna var allt fullt af raka í mínu þvottahúsi, þegar drullan úr loftræstikerfinu puðraðist út og lak svo niður nýmálaða veggina og yfir allt draslið á hillunum í brúnum leðjutaumum.
Ég hefði þurft að fá áfallahjálp, ég sé það núna eftirá, þegar ég snemma morguninn eftir opnaði dyrnar til að líta eftir þvottinum.
Ég reyndi að tala við Albanina um þetta mál. Spurði hvort þeir væru ekki með tryggingu og svoleiðis.
En hvort sem tungumála erfiðleikum var um að kenna eða þrjósku beggja aðila, þá var ég gerð afturreka fyrir fullt og allt með erindi mitt, í þriðja skiptið sem ég dirfðist að banka uppá hjá þeim.
Sonur minn var svo vinsamlegur að taka niður veggföstu hillurnar og þvottasnúrurnar mínar.
Ég hringdi svo í málara og spurði hógværlega hversu mikið hann tæki fyrir að mála eitt ponsulítið þvottahús. Þrjátíu þúsund svaraði málarinn fyrir utan undirbúningsvinnu.
Mér var ekki lítið brugðið maður grípur ekki þrjátíu þúsund krónur upp af götu sinni, fyrir málun á einu þvottahúsi, sem var rétt nýbúið að mála.
Svo ég bar allt draslið úr þvottahúsinu, þvottakörfurnar og fleira dót sem þar hafði dagað uppi inní stofu. Svo fór ég að þrífa undir nýja málun á þvottahúsinu, alein og yfirgefin og kettirnir horfðu á, auðvitað, þeir þrífa ekkert nema sjálfa sig.
En þar sem ég er með kölkun í baki og mænuþrengsl hafa þrifin ekki gengið sem skyldi. Já og ég gleymdi að minnast á það að ég var líka svo óheppin að fá drep í sár á fæti sem er nú nýlega gróið eftir sjö mánaða sýklalyfjagjöf.
En hvað með það þetta gengur bara alls ekki nógu vel hjá mér.
þó er ég löngu búin að rífa burt gólflistann í þvottahúsinu svo hægt sé að skipta um gólfdúk. En þá kom í ljós að þar undir var fullt af lími sem ég er búin að vera að dunda mér við í rólegheitum að skrapa af og bursta svo flötinn á eftir með stálbursta.
Steinrykið var ekki beint heppilegt fyrir lungun mín þar sem ég er nýbúin að vera á spítala með lungnabólgu en það verður bara að hafa það. Bakið heimtaði líka alltaf sterk verkjalyf eftir hverja törn.
Og enn sé ég ekki fyrir endan á þvottahúsinu. það á eftir að þrífa meira, mála, festa hillur, festa lítið borð, skera til og líma á gólfdúk, setja nýja gólflista og nýjan vask.
Og alltaf er draslið úr þvottahúsinu mér til ama í stofunni því ég nenni ekki að vera að bera það sífellt fram og til baka.
En ef allt gengur að óskum verð ég kannski búin að þessu fyrir næstu jól, hver veit?
Svo kom að því að það þurfti nauðsynlega að olíubera parketið í stofunni og alrýminu. En það hefur ekki enn komist í verk þar sem ég þekki engan sem getur borið húsgögnin inn í eitt herbergið á meðan.
En parketið er farið að springa eftir endilöngu af ofþornun, meira að segja yfir þröskuldana.
Ég er svona að hugleiða að leigja mér búslóðaflutningamenn til þess að flytja til húsgögnin fyrir mig.
Ég er farin að kalka bæði hausnum í og hrygg
því húki mest í bælinu og þar eins og skata ligg.
Hugsanirnar út og suður hringla í kolli mér.
Þó held ég-að mitt nafn sé-Svava og sendi kveðju þér.
Vefurinn | Breytt 11.2.2007 kl. 05:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
6.2.2007 | 00:30
Tító veikur eftir allt saman.
Ég minntist á það hér um daginn á blogginu að Tító hefði snúið á Dauðann og mig. Ég hefði haldið hann vera veikan en svo hefði ekkert verið að honum.
Þetta var ekki allskostar rétt hjá mér því Tító var orðinn veikur í alvöru daginn eftir.
Ég fór með hann upp á Dýraspítala í morgun og dýralæknirinn sagði að svona balinese kettir yrðu í mesta lagi 9 - 13 ára gamlir en Tító verður einmitt 9 ára í nóvember næstkomandi.
Ég sagði m. a. við dýralækninn þegar hann var að skoða Tító að mér hefði verið gefinn hann sem kettlingur, af konu sem tók hann og systkini hans að sér þegar átti að farga þeim öllum í einu lagi.
Ég hefði samt aldrei hugsað út í það fyrr en nú að það hefði verið eitthvað undarlegt við það að farga heilu goti af rándýrum kettlingum.
Dýralæknirinn varð hálfskrýtinn á svipinn við þessi orð mín, en sagði svo undirfurðulega. 'Ætli þetta hafi ekki verið systkingot?'
Þá rann upp fyrir mér ljós, auðvitað! þarna var hún loksins komin, skýringin á erfðagallanum í nýrunum og endalausu veikindunum hans Títós!
Fyrst fann ég fyrir mikilli reiði í garð konunnar sem gaf mér Tító á sínum tíma og hugsaði með mér að þarna hefði hún gert mér Bjarnargreiða.
En mér rann fljótlega reiðin þegar ég fór að hugsa málin og nú sé ég ekki eftir neinu.
Ekki því að vaka oft heilu næturnar yfir Tító veikum, öllum áhyggjunum, né þeim háu fjárhæðum sem ég hef pungað út vegna heilsufars hans.
Tító hefur nefnilega gefið mér svo miklu meira en hann hefur kostað mig. Hann hefur gefið mér skilyrðislausa ást.
Nú er Tító kominn á 6 daga sprautukúr og ég sprauta hann sjálf einu sinni á dag.
Dýralæknirinn sagði að ef hann lagast ekki að þeim tíma liðnum, yrðum við kannski að fara búa okkur undir það, 'að taka til annarra ráða'.
Men, þangað til hugsa ég bara - 'Den tid den sorg.'
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
2.2.2007 | 03:00
Tító sneri á Dauðann og mig.
Ég sit hérna og blogga, með Tító í kjöltunni að vanda, Guði sé lof fyrir það, því í dag hélt ég að hann væri að deyja
Hann kastaði svolítið upp í gærkvöldi, svo lítið, að ég tók varla eftir því. En seinnipartinn í dag virtist hann vera orðinn fárveikur og ældi hvað eftir annað út um öll gólf.
Ég var þess fullviss að nú ætti hann skammt eftir ólifað þar sem hann hefur verið nýrnaveikur allt sitt líf, svo ég hringdi í móðursýkiskasti í dýralækninn sem þekkir hann best.
Dýralæknirin sagði að skyldi koma með Tító svo hægt væri að skoða hann og athuga hvað væri að.
Þessi orð hefur hún sagti u.þ.b. tíu þúsund sinnum áður við mig þegar ég hef hringt vegna hans og alltaf hef ég hlýtt henni.
En fyrst hef ég þurft að elta Tító út um alla íbúð, því hann finnur alltaf á sér þegar fara á til dýralæknis, troðið honum svo grenjandi inn í teppið sitt, borið hann síðan þannig niður tröppurnar svo allir í stigaganginum opna dyrnar til að gá hvað gangi á og svo loks út í bíl sem sonur minn keyrir okkur í beint upp á Dýraspítala.
Tító hefur gengið í gegnum ótal blóðprufur sem sýna sí versnandi ástand á blóðinu hans. Æ meira þvag og eiturefni í því, sem veldur ógleði, þorsta og tannskemmdum enda er búið að draga úr honum fimm tennur. Nú má ekki svæfa hann oftar, því síðast þegar hann svæfður hætti hann að anda.
Kannski finnst einhverjum að ég sé eigingjörn að halda Tító á lífi og ég hef meira að segja spurt dýralækninn að því hvort ég sé það, en hún blæs bara á það. Hún segir að Tító sé ekkert sérlega slæmur til heilsunnar af svona hreinræktuðum ketti að vera. Hann sé ekki einu sinni kominn fast á stera ennþá.
En í þetta skipti gat ég ekki fengið af mér að láta Tító ganga einn einu sinni í gegnum óttann við dýralækninn og sprauturnar og öll ógnvekjandi dýrin á spítalanum.
Ég tók hann í fangið, lagðist með hann í sófann og lét höfuð hans hvíla í handarkrika mínum.
Svona sofnaði hann og stundi mikið í svefninum.
Ég horfði á fallega andlitið hans og bjóst við dauða hans á hverri stundu og tárin læddust niður kinnar mína. En ég huggaði mig við það að hann væri ekki hræddur á dauðastundu sinni, því hann væri hjá mér sem elskaði hann út af lífinu.
Öðru hvoru opnaði hann samt augun til að gá hvort ég væri ekki örugglega þarna enn þá og ég strauk honum þá um höfuðið og sagði honum að ég elskaði hann.
Meira að segja Gosi graðnagli skynjaði hátíðleika þessarrar stundar og kom upp í sófa til okkar og malaði í eyrun á mér og Tító til skiptis.
Svo leið og beið og sífellt virtist draga meira af Tító því hann hrærði hvorki legg né lið lengur og ég var orðinn þess fullviss að nú væri búinn að gefa upp öndina.
Loks mundaði ég titrandi vísifingur minn, með tárin í augunum, til þess að signa Tító sálugan, en þegar fingurinn snerti enni hans opnaði hann bláu augun sín og geyspaði síðan ógurlega.
Svo stökk hann léttilega niður úr sófanum en ég fylgdist með honum furðulostin og enn með fingurinn á lofti, þar sem hann stökk upp á eldhúsborðið og fór að leita sér að leikfangi í einum opnum efri skáp.
Síðan hefur hann ekki stoppað það sem eftir var dagsins, fyrr en nú þegar hann lagðist í kjöltu mína við tölvuna.
En ég ætla að reyna að láta mér þetta að kenningu verða og hætta þessarri móðursýk og fara að trúa því sem sagt er, að kettir hafi virkilega níu líf.
Vefurinn | Breytt 6.2.2007 kl. 01:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
31.1.2007 | 17:49
Af hverju í fjáranum fæddist ég ekki á undan Pollock?
Ég hélt þegar ég var 14 ára að ég hefði fundið upp þá aðferð að hella málingunni á myndflötinn í stað þess að bera hana á með penslum.
En svona er lífið. Pollock var á undan.
(þó ég hefði á þessum tíma ekki hugmynd um að hann hefði verið til, hvað þá að hann væri dauður.)
Þess vegna er ég ekki heimsfrægur listmálari sem getur selt myndirnar sínar fyrir milljarða, heldur aðeins fátæk myndlistarkona á Íslandi.
En teiknikennarinn minn var allavega hrifinn af fyrstu 'Pollock' myndinni minni. Hann hélt henni hátt á lofti, skoðaði hana í krók og kring og sagði svo andagtugur að 'þetta væri sannkalllað listaverk'
Myndin fór meira að segja á skólasýninguna um vorið.
Ég var rosalega montin af verkinu og fór aldrei langt frá því við opnunina. Ég hlakkaði svo til að heyra alla dást að þessarri dýrindis mynd minni.
En ég varð fyrir miklum vonbrigðum ALLIR sem létu svo lítið að berja listaverkið augum, hristu annað hvort hausinn eða hlógu hæðnislega.
Ég var orðin ansi lítil í mér út af þessum óvæntu viðbrögðum svo þegar strák kvikindi nokkurt spurði mig hreint út, hvort ég hefði málað þetta klessuverk, var mér allri lokið og lúskraðist heim háskælandi.
Svona er að vera vitlaus manneskja á kolvitlausum stað.
Frekari efasemdir um umdeild Pollock-verk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.1.2007 | 00:00
Réttindalaus, beltislaus og númeralaus.....
Réttindalaus og beltislaus á númerslausum bíl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.1.2007 | 00:25
Ísklumpur fyrirboði þess sem koma skal
Var þetta ekki bara ísmoli úr vínbolla einhvers guðanna? Líkast til eru þeir í svall og sorgarveislu vegna komandi Ragnaraka? Því hér hleypur Andskotinn um meðal manna, eldrauður með horn og hala og æsir þá upp til voðaverka.
Enda geisa hér stríð um veröld alla, flóðbylgjur hrifsa burt hundruð þúsunda manna, jörð skelfur, lofthiti hækkar uns hann verður eins og í Helvíti og allskonar ólifnaður viðgengst.
Ísklumpur af himnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 00:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.1.2007 | 22:37
Tvískinningur
Guð minn góður, varð mér að orði þegar ég las þessa frétt.
Ég skil ekki af hverju fuglgreyið fékk ekki að fara í friði þegar hún hætti að anda.
Nú á endilega að halda í henni lífinu allt fyrir duttlunga mannskepnunnar.
Ég er eiginlega bálreið út í þessa asna sem pína dýrið til að lifa til þess eins að friða eigin samvisku. Ætli það endi ekki með því að öndin sem átti að verða sunnudagasteik fær á endanum hátíðlega útför þar sem allir viðstaddir verða með vota hvarma.
Lífseigri önd bjargað úr nýrri hættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.1.2007 | 21:10
STórMáL (Stjórnmál)
Aðalmálið er
að hafa eitthvað
til málanna
að leggja
og það er mitt
hjartans mál
að ekki verði
mikið mál
að leysa vandamál
varðandi málefni
og stefnumál
flokksins
eða máls málanna
- sem er bundið mál
því tók ég til máls
um mál málanna
meðal málsmetandi
manna
gerður var góður rómur
að máli mínu
enda er ég rómuð fyrir
að vera vel máli farin
og hafa sannfærandi
málróm
kvisast hefur út orðrómur
um það
að málið sé í höfn
enda er það málið
er það mál manna
að ég hafi alfarið
tekið málin í mínar hendur
og þar með leyst málið
- sem er mjög gott mál
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 21:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson