Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
6.1.2007 | 13:25
Álfar, tröll (og sumarbúðir fyrir jólasveina.)
Mikið fannst mér yndislegt að líta út um gluggann í morgun og sjá logndrífuna og alhvíta jörð.
það lá við að ég kæmist aftur í síðbúið jólaskap. Mér fannst þetta kjörið þrettándaveður ekki seinna að vænna að jólasnjórinn kæmi síðasta dag jóla á þrettándanum.
Ég settist svo við tölvuna og las fréttina um álfana og tröllin sem er nú boðið hæli á Stokkseyri þar sem eins og segir þrengir nú verulega að þeim í íslenskri náttúru vegna stóriðjuframkvæmdanna.
Mér finnst þetta verulega fallega gert að bjóða þessu vættum sem hafa búið með okkur í landinu frá upphafi húsaskjól. En jafnframt fannst mér það svolítið sorglegt að nú væri svo komið að Ísland væri orðið svo náttúrulaust vegna stóriðjunnar að ekki einu tröll eða huldufólk gæti lengur sinnt sinni náttúru í sína rétta umhverfi.
Heldur þyrfti að framleiða einskonar náttúrulíki og hafa til sýnis innandyra og bjóða þessum yfir- náttúrulegu löndum okkar að hafast þar við.
Það var einnig tekið fram í fréttinni að álfar og huldufólk flyttust búferlum á nýársnótt. En mér vitandi gera þeir það einnig á þrettándanum. Svo það hlýtur að verða mikið fjör hjá þessum vinum okkar í nótt.
Kannski koma þeir við á einhverri þrettándabrennunni á leið sinni til nýrra húsakynna og taka þar þátt í söng og dansi og kveða með okkur ' Glottir tungl og hrín við hrönn og hratt flýr stund.'
En nú finnst mér bara vanta að einhver góðhjartaður aðili taki sig til og stofni sumarbúðir fyrir jólasveina.
Mér finnst ekki veita af því að þeir fái einhvers staðar aðstöðu til þess að slappa af fyrir jólavertíðina þar sem hún er alltaf að lengjast. Því nú byrjar vinnutími jólasveina í október og þriggja mánaða jólatörn er anskoti mikið, jafnvel fyrir jólasveina.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.9.2006 | 17:35
´Imagine' Nokkur orð um páfaklúðrið.
Það er ekkert undarlegt að Múslimar skyldu hafa vera reiðir páfa vegna ummæla hans um Islam enda þótt reiði þeirra virðist eitthvað vera að sjatna.
Enda ber það vott um ótrúlegan hroka að ætla sín eigin trúarbrögð fremri öðrum æðri trúarbrögðum. Því kjarni þeirra allra er hinn sami.
Eða eins og vís maður eða kona sagði eitt sinn. Ef þú ætlar upp á tind fjallsins skiptir ekki máli hvort þú leggur á fjallið úr norðri, suðri, austri eða vestri. Allar leiðirnar liggja upp á tindinn.
Og það að páfi skula vitna í 15. aldar texta sýnir einnig í hnotskurn stöðnum og stöðu hinnar katólsku kirkju í heiminum í dag. Í þessum 15. aldar texta segir eitthvað á þá leið að ekkert nema illt hafi komið frá trúarbrögðum Islams.
En hvernig væri fyrir Kristna menn að líta aðeins í eigin barm? Kristin trú hefur verið boðuð með eldi og brennisteini allt síðan á dögum krossfaranna. Þeir notuðu svo sannarlega sverðið í þágu Kristinnar trúar ekki síður en fylgjendur Múhammeðs spámanns nota sín sverð í þágu sinnar trúar.
Og hvernig var það ekki með Inkanna sem voru brytjaðir niður og menning þeirra eyðilögð til þess að komast yfir Inkagullið? Inkarnir voru réttdræpir í augum Kristinna manna þar sem Inkarnir voru aðeins heiðingjar og þess vegna einskis virði, en gullið þeirra var eftirsóknarvert.
Við skulum ekki heldur gleyma spánska rannsóknarréttinum sem pyntaði 'trúvillinga' allt til dauða á hryllilegasta hátt. Né heldur hvernig kirkjan níddist á konum öldum saman.
Eða er einhver búin að gleyma nornabrennunum?
Konur voru jafnvel brenndar á báli fyrir það eitt að kunna að lesa, hvað þá meir.
Og ekki hefur skírlífi katólskra presta haft neitt gott í för með sér svo vitað sé.
Heldur jafnvel þvert á móti, því það vita allir sem fylgjast með heimsmálunum að óteljandi katólskir prestar og biskupar hafa níðst á börnum úti í hinum stóra heimi.
Enda virðist vera ákveðin kvenfyrirlitning í þeirri stefnu að prestar megi ekki konu kenna.
Það er eins og konan sé einhver óhrein vera, svo mikið óæðri körlum að þeir saurgist af nánum
kynnum við þær.
Og enn berast Kristnir menn á banaspjótum og er þar nærtækasta dæmið trúarbragðastríðið á Írlandi. Þar berjast hatramlega tveir hópar innan sömu trúar sem eiga það sameiginlegt að trúa á Jesúm Krist sem boðaði frið á jörð.
Já það er satt sem segir í texta Bubba Morthens
'Það fossar blóð í Frelsarans slóð'
Mannkynið hefur alrei borið gæfu til þess að fylgja neinum trúarbrögðum svo vel fari. Þau hafa verið afskræmd og leidd á villigötur af mönnunum sjálfum.
Þess vegna væri affarasælast fyrir mannkynið að leggja niður öll trúarbrögð þar til mennirnir komast á það þroskastig að geta meðtekið og fylgt í einu og öllu innsta kjarna þeirra.
Eða hvað söng ekki John Lennon í sínu ódauðlega lagi?
Og hvenig væri að pæla svolítið í því sem hann segir þar?
Imagine
Imagine there's no countries
It isn't hard to do
Nothing to kill or die for
And no religion too
Imagine all the people
Living life in peace...
You may say I'm a dreamer
But I'm not the only one
I hope someday you'll join us
And the world will be as one
Imagine no possessions
I wonder if you can
No need for greed or hunger
A brotherhood of man
Imagine all the people
Sharing all the world...
You may say I'm a dreamer
But I'm not the only one
I hope someday you'll join us
And the world will be as one
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson