Færsluflokkur: Tónlist
Hann sendi mér líka jólalag eftir sig 'Jólabærinn' af plötunni 'Jól á ný' við texta eftir Íris Kristinsdóttur.
Svona leit ég út sautján ára gömul þegar við hittumst fyrst æskuástin mín og ég.
Halldór bað mig að teikna mynd af sér og textahöfundinum sem hann vinnur með og heitir hann Kerst og býr í Illinois. Ég á að hafa þá saman á myndinni, sem þeir ætla að nota í auglýsingaskyni eða framan á diska, en það er enginn mynd til af þeim saman.
Ég er með tengil inn á MySpace síðuna hans Halldórs hérna á blogginu mínu. Endilega kíkið á hana. Halldór er góður lagahöfundur
Náinn
Brástjörnur bláar man ég
blika mót sjónum mínum.
Bros likt og ljómuðu perlur
leiftraði á vörum þínum.
Þín nálægð var neistandi elding
er nam ég frá verund þinni.
Þitt nafn eins og ómfagur söngur
yljar enn sálu minni
Æskuástin mín heita
Ég horfði á söngvakeppnina í kvöld og þegar ljóshærði
strákurinn söng, mig minnir að hann hafi verið annar í
röðinni þá fékk ég sting í hjartað. Hann minnti mig svo
á æskuástina mína sem ég fékk aldrei að njóta, að
hluta til vegna eigin heimsku en einnig vegna þess að
hann lést þegar hann var aðeins átján ára gamall.
Hann var fimmtán ára og ég sautján þegar við hittumst fyrst á sveitaballi og það var ást við fyrstu sýn hjá okkur báðum. Hann var svo fallegur með ljósa hárið sitt og bláu augun en þó var það brosið hans sem prýddi hann mest, því þegar hann brosti þá ljómaði hann upp og tennurnar hans voru eins og röð af mjallahvítum perlum.
En við vorum bæði svo feimin að illa gekk fyrir okkur að ná saman. Við vönguðum samt öðru hvoru á böllum þegar hann þorði að bjóða mér upp en þegar dansinn var á enda var vandræðagangurinn á okkur svo mikill að hvorugt þorði að fylgja hinu, eftir að síðasta dansinum lauk. En á endanum mannaði hann sig þó upp í að biðja mig að hitta sig eitt föstudagskvöldið niðri á gamla Hressó. En ég þetta erkifífl sem ég var hegðaði mér óafsakanlega illa og ég skil ekki enn þann dag í dag af hverju.
Ég sveik hann og mætti ekki niðrá Hressó, því í einhverju bríaríi vangaði ég annan strák á balli í millitíðinni og ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að fara á stefnumótið við vin minn.
Já ég var svo sannarlega ung og vitlaus. Enda gat hann ekki fyrirgefið mér í tvö löng ár.
En þó vissum við bæði að við vorum ástfangin af hvort öðru upp fyrir haus. En ég var of huglaus til biðja hann fyrirgefningar og hélt líka að það myndi ekki þýða neitt fyrir mig.
Hann hefndi sín líka rækilega á mér og sló sér upp með bestu vinkonum mínum, beint fyrir framan nefið á mér og horfði þá oft storkandi á mig.
Ég reyndi að láta hann halda að mér stæði á sama og borgaði í sömu mynt og daðraði við vini hans. En oft mættust augu okkar úti á dansgólfinu þegar við vorum í fangi einvers annars eða annarrar.
Það var ekki fyrr en ég hitti minn tilvonandi eiginmann að ég jafnaði mig á þessu, að ég hélt.
Við kærastinn héldum okkur mikið út af fyrir okkur og fórum lítið út í marga mánuði
daginn sem við trúlofuðum okkur fórum við á ball um kvöldið.
Meðan kærastinn var að kaupa okkur drykki kom vinurinn minn fyrrverandi. Hann gekk beint strik til mín þar sem ég sat í sófa við barinn og bauð mér upp í dans. Ég var svo hissa að ég var sem lömuð og þegar ég dansaði við hann fann ég sömu töfrana á ný sem enn neistuðu á milli okkar.
Hann hvíslaði í eyra mér. 'Hvar hefurðu verið allan þennan tíma'? En ég gat með engu móti svarað því ég vissi ekki mitt rjúkandi ráð lengur, svo lauk þessum alltof stutta dansi og hann fylgdi mér til baka til sætis í sófanum, en stóð sjálfur þar sem ekki var pláss fyrir fleiri.
Kærastinn minn var ekki enn kominn til baka með drykkina okkar og strákurinn sem sat við hliðina á mér í sófanum fór að gera sér dælt við mig og lagði handlegginn utan um mig axlir mér. Þetta þoldi vinurinn minn ekki, hann rauk upp og hrópaði á strákinn. ´Láttu hana vera, hún er mín'!!
Þá stóð ég upp og gekk á brott, gekk í burtu með blæðandi hjarta, frá honum sem ég fann að ég elskaði heitt, en ég elskaði líka kærastann minn.
Þetta eina ár sem leið frá þessu kvöldi og þar til vinurinn minn dó, hittumst við oft fyrir tilviljun, ég var þá með kærastanum mínum, en hann með einhverri annarri stúlku og í hvert skipti áttum við erfitt með að slíta augun hvort af öðru. Augu okkar leituðu ætíð uppi augu hvors annars eins og seglar og alltaf var jafn sárt að sjá hann með annarri stúlku og sífellt nagaði efinn mig svo nístandi sár.
Það stendur mér enn ljóslifandi fyrir hugskotssjónum kvöldið sem mér var sagt að vinurinn minn væri dáinn, það var verslunarmannahelgi og hann hefði fundist látinn uppi í brekku í Þórsmörk. Hann varð aðeins átján ára gamall, elsku æskuástin mín
Ég var svo frosin að ég gat ekki grátið en ég man að ég hugsaði, þetta átti að fara svona, hann var ekki ætlaður mér í þessum heimi.
Í dag er ég löngu skilin við manninn minn því hjónabandið var ekki hamingjusamt en þessi leið var mér ætluð og ég þakka Guði fyrir börnin mín þrjú og barnabörnin fjögur.
Enn ennþá minnist ég æskuástarinnar minnr heitu og ég trúi því að við hittumst aftur hinu megin við gröf og dauða.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 16:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
22.8.2007 | 18:44
Lagið við ljóðið mitt 'Huggun' komið á bloggið mitt. Höfundur lags er Halldór Guðjónsson
Huggun
Þú kemur til mín
ósköp hægt og hljótt
er húmið dökka
sest um sefa minn.
Í hjarta mér
þá helköld ríkir nótt
en heit mín tár
sem falla á fölva kinn.
Þá lýsa mér þín augu
blíð og blá.
Svo björt og hrein
þar skín mér ástin þín.
Sem glæðir aftur
gleymda von og þrá.
Þú göfga litla hjartans, kisan mín.
Tónlist | Breytt 26.8.2007 kl. 02:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
20.8.2007 | 18:23
Lag gert við ljóðið mitt 'Huggun', sem er um hann Tító minn
Ég fékk skemmtilega upphringingu frá ungum manni, Halldóri nokkrum, náði ekki eftirnafninu. Hann sagðist hafa gert lag við ljóðið 'Huggun' , sem ég gerði um hann Tító minn og birti hér á blogginu mínu. Hann sagði að hann hefði gert lagið í febrúar því ég hefði birt ljóðið fyrst þá á blogginu.
Ég var náttúrulega búin að steingleyma því að ég hefði birt ljóðið hérna áður. Við töluðum heillengi saman, mest um dýrin okkar, en hann á bæði kött og hund. Ég sagði honum að það hefði verið gert lag við ljóð eftir mig áður, en það ljóð heitir 'Ský' og sá sem gerði lagið hefði sungið það með textanum mínum, opinberlega. Það var einhver tónlistarkennari sem gerði það lag og hann hringdi í mig á sínum tíma til þess að segja mér frá þessu. Hann ætlaði að senda mér lagið með söng sínum, en það varð nú aldrei neitt af því. Ef þessi tónlistarkennari les þetta blogg, sendir hann mér kannski upptöku af sönglaginu 'Ský' eftir allt saman.
Halldór lofaði að senda mér lagið sitt við 'Huggun' og ætlar kannski líka að gera lag um Skýið. Hann spurði hvar hann gæti nálgast það og ég benti honum á það.
Svo gáfum við hvort öðru netföngin okkar og nú bíð ég spennt eftir laginu hans Halldórs, um Títólinginn minn.
Tító minn verður þá kannski ódauðlegur eftir allt saman, ef lagið verður þekkt. Jibbý, jibbý, jei!
Tónlist | Breytt s.d. kl. 18:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
21.6.2007 | 00:30
Rolando Villazón, Placido Domingo og La traviata
Ég sat sem heilluð yfir heimildamyndinni í sjónvarpinu í kvöld um mexíkóska tenórsöngvarann, Rolando Villazón.
Hann söng m. a. aríur úr 'Rigoletto' og 'Carmen' og svo uppáhaldinu mínu 'La traviata', þar sem hann söng og lék framúrskarandi vel, nokkra valda parta úr hlutverki ´Alfredos' á móti 'Violettu Valery'.
Hann syngur eins og engill og leikur af miklum ástríðuhita, eins og hetjutenórar eiga að gera, slagar meira að segja hátt upp í Placido Domingo átrúnaðargoðið sitt og líka mitt auðvitað.
Mér fannst Placido samt myndarlegri á velli þegar hann var upp á sitt besta, heldur en Rolando, þó Rolando hafi líka þennan suðræna sjarma eins og Placido.
Ég fór nú ekki sjaldnar en tíu sinnum á 'La travita', fyrir rúlmlega 20 árum síðan. Þá var Placido í hlutverki Alfredos en Theresa Stratas söng og lék Violettu Valery. Ég vílaði meira að segja ekki fyrir mér að ganga alla leið ofan úr efra - Breiðholti um hávetur í öll þessi tíu skipti, niðrí Sambíóin í Mjódd og klofaði stundum snjóinn upp fyrir miðja kálfa. Alltaf var ég útgrátin að hverri sýningu lokinni, samt var ég búin að sjá 'La traviata', tvisvar áður, í Óperunni með Carðari Cortes og Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur og grét þá líka auðvitað eins og múkki.
Óperur er mitt helsta yndi að hlusta á og horfa. Sögusvið óperanna er líka oft svo dramatískt og eða rómantískt, þær spila á allan tilfinningaskalann. Að horfa á óperu finnst mér vera svipuð upplifun eins og maður sé svo ástfangin að maður sé beinlínis á bleiku skýi eða í sjöunda himni.
Semsagt, ég elska óperur og ég ætla að horfa á annað óperu- myndbandið sem sonur minn keypti handa mér á Ítalíu fyrir fjölda ára, við fyrsta tækifæri. Ég hef ekki tölu á hve oft ég hef horft á þetta myndband, sem er auðvitað með 'La traviata' og Placido Domingo og Theresu Stratas í aðalhlutverkunum. Ég ætla að horfa á óperuna með rauðvínsglas í annarri hendi og snýtuklút í hinni. Og ég hlakka óskaplega til.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 00:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
2.2.2007 | 03:00
Tító sneri á Dauðann og mig.
Ég sit hérna og blogga, með Tító í kjöltunni að vanda, Guði sé lof fyrir það, því í dag hélt ég að hann væri að deyja
Hann kastaði svolítið upp í gærkvöldi, svo lítið, að ég tók varla eftir því. En seinnipartinn í dag virtist hann vera orðinn fárveikur og ældi hvað eftir annað út um öll gólf.
Ég var þess fullviss að nú ætti hann skammt eftir ólifað þar sem hann hefur verið nýrnaveikur allt sitt líf, svo ég hringdi í móðursýkiskasti í dýralækninn sem þekkir hann best.
Dýralæknirin sagði að skyldi koma með Tító svo hægt væri að skoða hann og athuga hvað væri að.
Þessi orð hefur hún sagti u.þ.b. tíu þúsund sinnum áður við mig þegar ég hef hringt vegna hans og alltaf hef ég hlýtt henni.
En fyrst hef ég þurft að elta Tító út um alla íbúð, því hann finnur alltaf á sér þegar fara á til dýralæknis, troðið honum svo grenjandi inn í teppið sitt, borið hann síðan þannig niður tröppurnar svo allir í stigaganginum opna dyrnar til að gá hvað gangi á og svo loks út í bíl sem sonur minn keyrir okkur í beint upp á Dýraspítala.
Tító hefur gengið í gegnum ótal blóðprufur sem sýna sí versnandi ástand á blóðinu hans. Æ meira þvag og eiturefni í því, sem veldur ógleði, þorsta og tannskemmdum enda er búið að draga úr honum fimm tennur. Nú má ekki svæfa hann oftar, því síðast þegar hann svæfður hætti hann að anda.
Kannski finnst einhverjum að ég sé eigingjörn að halda Tító á lífi og ég hef meira að segja spurt dýralækninn að því hvort ég sé það, en hún blæs bara á það. Hún segir að Tító sé ekkert sérlega slæmur til heilsunnar af svona hreinræktuðum ketti að vera. Hann sé ekki einu sinni kominn fast á stera ennþá.
En í þetta skipti gat ég ekki fengið af mér að láta Tító ganga einn einu sinni í gegnum óttann við dýralækninn og sprauturnar og öll ógnvekjandi dýrin á spítalanum.
Ég tók hann í fangið, lagðist með hann í sófann og lét höfuð hans hvíla í handarkrika mínum.
Svona sofnaði hann og stundi mikið í svefninum.
Ég horfði á fallega andlitið hans og bjóst við dauða hans á hverri stundu og tárin læddust niður kinnar mína. En ég huggaði mig við það að hann væri ekki hræddur á dauðastundu sinni, því hann væri hjá mér sem elskaði hann út af lífinu.
Öðru hvoru opnaði hann samt augun til að gá hvort ég væri ekki örugglega þarna enn þá og ég strauk honum þá um höfuðið og sagði honum að ég elskaði hann.
Meira að segja Gosi graðnagli skynjaði hátíðleika þessarrar stundar og kom upp í sófa til okkar og malaði í eyrun á mér og Tító til skiptis.
Svo leið og beið og sífellt virtist draga meira af Tító því hann hrærði hvorki legg né lið lengur og ég var orðinn þess fullviss að nú væri búinn að gefa upp öndina.
Loks mundaði ég titrandi vísifingur minn, með tárin í augunum, til þess að signa Tító sálugan, en þegar fingurinn snerti enni hans opnaði hann bláu augun sín og geyspaði síðan ógurlega.
Svo stökk hann léttilega niður úr sófanum en ég fylgdist með honum furðulostin og enn með fingurinn á lofti, þar sem hann stökk upp á eldhúsborðið og fór að leita sér að leikfangi í einum opnum efri skáp.
Síðan hefur hann ekki stoppað það sem eftir var dagsins, fyrr en nú þegar hann lagðist í kjöltu mína við tölvuna.
En ég ætla að reyna að láta mér þetta að kenningu verða og hætta þessarri móðursýk og fara að trúa því sem sagt er, að kettir hafi virkilega níu líf.
Tónlist | Breytt 6.2.2007 kl. 01:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
31.1.2007 | 17:49
Af hverju í fjáranum fæddist ég ekki á undan Pollock?
Ég hélt þegar ég var 14 ára að ég hefði fundið upp þá aðferð að hella málingunni á myndflötinn í stað þess að bera hana á með penslum.
En svona er lífið. Pollock var á undan.
(þó ég hefði á þessum tíma ekki hugmynd um að hann hefði verið til, hvað þá að hann væri dauður.)
Þess vegna er ég ekki heimsfrægur listmálari sem getur selt myndirnar sínar fyrir milljarða, heldur aðeins fátæk myndlistarkona á Íslandi.
En teiknikennarinn minn var allavega hrifinn af fyrstu 'Pollock' myndinni minni. Hann hélt henni hátt á lofti, skoðaði hana í krók og kring og sagði svo andagtugur að 'þetta væri sannkalllað listaverk'
Myndin fór meira að segja á skólasýninguna um vorið.
Ég var rosalega montin af verkinu og fór aldrei langt frá því við opnunina. Ég hlakkaði svo til að heyra alla dást að þessarri dýrindis mynd minni.
En ég varð fyrir miklum vonbrigðum ALLIR sem létu svo lítið að berja listaverkið augum, hristu annað hvort hausinn eða hlógu hæðnislega.
Ég var orðin ansi lítil í mér út af þessum óvæntu viðbrögðum svo þegar strák kvikindi nokkurt spurði mig hreint út, hvort ég hefði málað þetta klessuverk, var mér allri lokið og lúskraðist heim háskælandi.
Svona er að vera vitlaus manneskja á kolvitlausum stað.
Frekari efasemdir um umdeild Pollock-verk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.1.2007 | 00:25
Ísklumpur fyrirboði þess sem koma skal
Var þetta ekki bara ísmoli úr vínbolla einhvers guðanna? Líkast til eru þeir í svall og sorgarveislu vegna komandi Ragnaraka? Því hér hleypur Andskotinn um meðal manna, eldrauður með horn og hala og æsir þá upp til voðaverka.
Enda geisa hér stríð um veröld alla, flóðbylgjur hrifsa burt hundruð þúsunda manna, jörð skelfur, lofthiti hækkar uns hann verður eins og í Helvíti og allskonar ólifnaður viðgengst.
Ísklumpur af himnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 00:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.1.2007 | 22:37
Tvískinningur
Guð minn góður, varð mér að orði þegar ég las þessa frétt.
Ég skil ekki af hverju fuglgreyið fékk ekki að fara í friði þegar hún hætti að anda.
Nú á endilega að halda í henni lífinu allt fyrir duttlunga mannskepnunnar.
Ég er eiginlega bálreið út í þessa asna sem pína dýrið til að lifa til þess eins að friða eigin samvisku. Ætli það endi ekki með því að öndin sem átti að verða sunnudagasteik fær á endanum hátíðlega útför þar sem allir viðstaddir verða með vota hvarma.
Lífseigri önd bjargað úr nýrri hættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.1.2007 | 21:10
STórMáL (Stjórnmál)
Aðalmálið er
að hafa eitthvað
til málanna
að leggja
og það er mitt
hjartans mál
að ekki verði
mikið mál
að leysa vandamál
varðandi málefni
og stefnumál
flokksins
eða máls málanna
- sem er bundið mál
því tók ég til máls
um mál málanna
meðal málsmetandi
manna
gerður var góður rómur
að máli mínu
enda er ég rómuð fyrir
að vera vel máli farin
og hafa sannfærandi
málróm
kvisast hefur út orðrómur
um það
að málið sé í höfn
enda er það málið
er það mál manna
að ég hafi alfarið
tekið málin í mínar hendur
og þar með leyst málið
- sem er mjög gott mál
Tónlist | Breytt s.d. kl. 21:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.1.2007 | 16:53
Útrýmum skömminni
Það er eitt atriði sem mig langar til að benda á í sambandi við þá áherslu sem lögð hefur verið á það, að þessi heyrnarlausu börn sem voru misnotuð af þeim sem þau áttu að treysta, hafi engum getað sagt frá vegna tjáskiptaerfiðleika.
það atriði er það, að tjáskiptaerfiðleikarnir eða heyrnarleysið hafi ekki skipt höfuðmáli í þessum sökum,
Því öll börn hvort sem þau eru heyrnarlaus eða ekki og sem misnotuð eru af þeim sem þau eiga að geta treyst t.d. sínum nánustu 'geta heldur ekki tjáð sig' um reynslu sína.
Alla vega hefur það verið reyndin fram á okkar daga.
Þetta er hinn sári sannleikur og er ég þó á engan hátt að gera lítið úr hinni ótrúlegri raun heyrnarlausu barnanna.
Börn sem verða fyrir kynferðislegri misnotkun af hendi sinna nánustu ættingja loka einfaldlega á svona hræðilega reynslu.
Þau gleyma henni á yfirborðinu sökum þess að annars gætu þau hreinlega ekki lifað af.
En þessi ógurlega lífsreynsla setur mark sitt á þau engu að síður sem getur komið fram í allskyns hegðunarröskunum og persónuleikaröskunum.
Þess vegna er svo óendanlega mikilvægt að allir þeir sem umgangast börn, ekki bara kennarar eða aðrir opinberir starsmenn, séu vakandi fyrir hvers konar neikvæðum breytingum á framkomu barnanna og frammistöðu þeirra, á hvaða vettvangi sem er.
Ég er ekki að mæla með neinni hysteríu en það er fyrir löngu kominn tími til, að útrýma þessarri skömm sem misnotkun á börnum er, en sem því miður hefur alltaf fylgt mannkyninu frá örófi alda, í skjóli bannhelginnar.
Tónlist | Breytt 17.1.2007 kl. 18:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Af mbl.is
Viðskipti
- Var um tíma hætt að lítast á blikuna
- Stefnt að afgreiðslu Íslandsbankasölu á vorþingi
- Jakob Ásmundsson nýr framkvæmdastjóri DTE
- Slakt þjónustustig stofnana
- Hlutfall Marels í OMX 15 mun halda áfram að minnka
- Munurinn sýni fram á einokun
- Samdráttur í sölu kampavíns í fyrra
- Breytti landslagi markaðarins
- Krísur eru álagspróf fyrir vörumerki
- Arion áætlar um 8,3 milljarða hagnað