9.6.2011 | 18:23
Hefjum kettina til þeirrar virðingar sem þeir eiga skilið.
Á íslenski kötturinn ekki þá virðingu skilið að hann sé ræktaður eins og íslenski hundurinn sem næstum dó út? Í BNA er til kyn sem kallast American Shorthair og í Bretlandi er ræktaður British Shorthair.
Með hinum mikla fjölda erlenda kattategunda sem fluttar hafa verið til landsins hefur átt sér stað allnokkur blöndun við íslenska húsköttinn og hætta er á að þetta gamla íslenska landnáms kattakyn deyji út
Með markvissri ræktun á íslenska kettinum mætti ef til vill koma í veg fyrir að að köttum sé hent út á guð og gaddinn í bókstaflegri merkingu. Og þá jafnt fullorðnum köttum (jafnvel til í dæminu inniköttum sem ósjálfbjarga kettlingum.)
Þarf ekki annað til slíkra grimmdarverka en að eigandinn telji sig ekki hafa efni á að gefa dýrinu að éta. Hvað þá að skutla honum upp í Kattholt að maður minnist nú ekki á kostnaðinn við að láta deyða dýrið.
Með ræktun á íslenska kettinum myndi orðstír hans aukast verulega og jafnvel gæti hann jafnvel orðið jafn eftirsóttur og verðmætur og íslenski hundurinn. Sjá hér að neðan. Fólk virðist meta það sem kostar einhverja peninga meira en það sem fæst frítt, því miður. En það gæti komið kettinum vel og minnkað verulega líkur á því að kettir lentu á vergangi eða væru deyddir með ómannúðlegum hætti.
'Íslenski hundurinn er jafngamall búsetu á landinu. Litlu munaði að hann dæi út og voru einungis nokkrir hundar eftir þegar hafist var handa um markvissa ræktun hans árið 1967.
Íslenski hundurinn naut hylli hefðarfólks í Evrópu og var þó nokkuð fluttur út, sérstaklega á miðöldum.
Íslenski kötturinn hefur fylgt manninum allt frá landnámi.
Íslenska kattarkynið hefur haldist nokkuð vel í gegnum tíðina en nú í dag er orðið svo mikið um innflutning á köttum að einhver blöndun hefur átt sér stað.
Í gamla daga var kötturinn mikið nytjadýr á Íslandi. Hlutverk hans var að halda rottum og músum frá híbýlum manna.'
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2011 | 00:40
Tilvonandi nýi kettlingurinn minn hann Dáður. Eða kannski Títus eftir honum Tító mínum?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2011 | 00:27
Það er ...
Það er rokrassagat í minni sál.
Rjúkandi óveðursins bál.
Organdi vindhviðurnar æðandi,
öskrandi, í hjarta mér blæðandi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2011 | 16:13
Í minningu dýrs Elsku Tító minn dó í gær. Hann var svæfður hér heima.
Hérna megin við himnaríki er staður sem heitir regnbogabrúin. Þetta er fagur staður með græn grös á túni, fjöll og dali.
Þegar besti vinur okkar deyr, eitthvert dýr sem var okkur mjög náið, fer það að Regnbogabrúnni. Þar er alltaf ...nóg af mat, vatni og sólskini, vinir okkar hlaupa um, leika sér og hafa það mjög gott.
Öll dýrin sem voru að veik eða gömul, eru aftur orðin ung og hraust, eins og í minningu okkar, frá okkar bestu stundum.
Þarna eru allir hamingjusamir og ánægðir með lífið. Eitthvað skyggir þó á.
Hvert og eitt þeirra saknar besta vinar síns, sem þótti vænt um þau og gætti þeirra þegar þau voru á jörðinni, en varð að vera eftir um sinn.
Hvern dag leika vinir okkar sér og hlaupa um, þar til dagurinn rennur upp. Snögglega hættir eitt þeirra að leika sér og lítur upp!
Hnusar út í loftið!
Sperrir eyrun!
Augun athugul!
Líkaminn titrar af spenningi!
Hann hleypur hratt frá hópnum!
Þýtur yfir grænan völlinn, hleypur hraðar og hraðar!
Það hefur verið beðið eftir þér!
Loksins þegar þú og besti vinur þinn hittist aftur tekur þú hann í fang þér, knúsar hann innilega og þið gleðjist yfir endurfundinum.
Aldrei aftur aðskilin.
Gleðikossum rignir á andlit þitt, þú strýkur ástkært höfuð hans, þú lítur aftur í traustvekjandi augu vinar þíns, svo löngu farin þér frá, en aldrei úr hjarta þínu.
Að lokum farið þið yfir regnbogabrúna....saman að eilífu.
Höf: ókunnur
Tekið af www.hvuttar.net
Huggun
Þú kemur til mín
ósköp hægt og hljótt
er húmið dökka
sest um sefa minn.
Í hjarta mér
þá helköld ríkir nótt
en heit mín tár
sem falla á fölva kinn.
Þá lýsa mér
þín augu blíð og blá.
Svo björt og hrein
þar skín mér ástin þín.
Sem glæðir aftur
gleymda von og þrá.
Þú göfga litla
hjartans kisan mín.
Sjá Demo af lagi Halldórs Guðjónssonar við ljóð mitt um Huggun, um Tító hér til hliðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.1.2011 | 16:08
Bara orð!
'Í upphafi var orðið og orðið var hjá Guði og orðið var Guð'. Samkvæmt því er Guð, orð.
'Orð eru til einskis nýt'. Samkvæmt því er Guð einskis nýtur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.9.2010 | 23:33
Samsýning Ágústshópsins í Ráðhúsinu 28. ágúst til 12 sept.
Minni á samsýningu okkar í Ágústhópnum, Elínu Bjarkar Guðbrandsóttur, mín, Guðnýjar Svövu Strandberg, Katrínar Níelsdóttur og Zordísar. Einnig verður tískusýning föstudagin 3. sept kl. 18 þar sem Icelandic Models sýna föt eftir hinn fræga mexíkóska hönnuð Paola Hernandez og mun mynslistarsýning okkar fjögurra mynda umgjörð tískusýningarinnar. Allir velkomnir.
Sýnishorn af verkum mínum á listsýningunni.
Bloggar | Breytt 3.9.2010 kl. 02:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.6.2010 | 01:55
Ágústnótt
Þú undurhlýja ágústnótt
ég ennþá um það dreymi
er inn í tjald þú komst um kvöld
og kysstir mig í leyni.
Þó liðin séu ár og öld,
heil eilífð um það bil.
Þeim kossi og hvarmaljósum tveim
gleymt kann ég ei né vil.
Því leiðir skildu á lífsins braut.
Þín lá um hafsins strauma.
En ég sat heima og bað og beið
í bríma fornra drauma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2010 | 12:49
Myndin
Ég hið ytra af yndisþokka er full
og eldist ei.
En í hjarta mér er margt sullumbull
og myndin af Dorian Grey.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.5.2010 | 15:19
Betrumbætti, 'Í skóginum stóð kofi einn'
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson